Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 3. mars 2025 17:02 Þormóður lét nýverið taka íbúðina í gegn sem minnir einna helst á stærðarinnar hótelsvítu. Holtsteinn ehf., félag í eigu Þormóðs Jónssonar markaðsmanns hefur sett smekklega og endurnýjaða 138 fermetra íbúð við Efstaleiti í Reykjavík á sölu. Rut Káradóttir innanhússarkitekt sá um hönnunina sem er hin glæsilegasta. Íbúðin er rúmlega 138 fermetrar að stærð í húsi sem var byggt árið 1985. Húsið er nokkuð þekkt í borginni og var hannað af Ingimundi Sveinssyni arkitekt sem hannaði meðal annars Perluna á sínum tíma. Þormóður sagði frá því í þættinum Heimsókn á Stöð 2 að hönnunin hefði verið sameiginlegt verkefni hans og eiginkonunnar Sigríðar Garðarsdóttur. Sigríður féll frá sumarið 2023 eftir erfið veikindi. Náttúrulegur efniviður og vandað handbragð Hlýleg litapalletta og náttúrulegur efniviður er gegnumgangandi í íbúðinni sem minnir einna helst á stærðarinnar hótelsvítu. Innréttingasmíðin er hin vandaðasta þar sem unnið er með dökkbæsaðri eik og óreglulegar standandi fræsingar í viðnum gefa skemmtilega áferð. Óhætt er að fullyrða að ekkert hafi verið til sparað við endurnýjunina. Eldhús, borðstofa og stofa er samliggjandi í opnu og björtu rými með stórum gluggum. Á gólfum er ljóst viðargólf í fiskibeinamynstri sem gefur eigninni mínímalískt og skandinavískt yfirbragð. Eldhúsið er rúmgott og vel skipulagt með stórri eyju og innréttingum á tvo vegu sem ná upp í loft. Innra byrði skápanna er klætt marmara og speglum, en borð inni í þeim eru úr kvartsteini. Eyjan er klædd fallegum marmara í brúntóna lit með áberandi æðum sem setur sterkan svip á rýmið. Heitir pottar og sundlaug Úr stofunni er gengið inn í rúmgóða hjónasvítu þar sem sérsmíðaðar glerhurðir með svörtum stálramma skilja rýmin að. Innan af svefnherberginu er rúmgott fataherbergi og glæsilegt baðherbergi, sem einnig er aðgengilegt frá forstofu. Úr stofunni og hjónaherberginu er útgengt á stórar svalir með fallegu útsýni til suðurs og vesturs. Við húsið er afgirt lóð með sundlaug og heitum pottum. Óskað er eftir tilboðum í eignina. Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis. Hér að neðan má sjá brot úr þætti af Heimsókn í febrúar þegar Sindri Sindrason kíkti í heimsókn til Þormóðs. Hús og heimili Fasteignamarkaður Mest lesið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Sjá meira
Íbúðin er rúmlega 138 fermetrar að stærð í húsi sem var byggt árið 1985. Húsið er nokkuð þekkt í borginni og var hannað af Ingimundi Sveinssyni arkitekt sem hannaði meðal annars Perluna á sínum tíma. Þormóður sagði frá því í þættinum Heimsókn á Stöð 2 að hönnunin hefði verið sameiginlegt verkefni hans og eiginkonunnar Sigríðar Garðarsdóttur. Sigríður féll frá sumarið 2023 eftir erfið veikindi. Náttúrulegur efniviður og vandað handbragð Hlýleg litapalletta og náttúrulegur efniviður er gegnumgangandi í íbúðinni sem minnir einna helst á stærðarinnar hótelsvítu. Innréttingasmíðin er hin vandaðasta þar sem unnið er með dökkbæsaðri eik og óreglulegar standandi fræsingar í viðnum gefa skemmtilega áferð. Óhætt er að fullyrða að ekkert hafi verið til sparað við endurnýjunina. Eldhús, borðstofa og stofa er samliggjandi í opnu og björtu rými með stórum gluggum. Á gólfum er ljóst viðargólf í fiskibeinamynstri sem gefur eigninni mínímalískt og skandinavískt yfirbragð. Eldhúsið er rúmgott og vel skipulagt með stórri eyju og innréttingum á tvo vegu sem ná upp í loft. Innra byrði skápanna er klætt marmara og speglum, en borð inni í þeim eru úr kvartsteini. Eyjan er klædd fallegum marmara í brúntóna lit með áberandi æðum sem setur sterkan svip á rýmið. Heitir pottar og sundlaug Úr stofunni er gengið inn í rúmgóða hjónasvítu þar sem sérsmíðaðar glerhurðir með svörtum stálramma skilja rýmin að. Innan af svefnherberginu er rúmgott fataherbergi og glæsilegt baðherbergi, sem einnig er aðgengilegt frá forstofu. Úr stofunni og hjónaherberginu er útgengt á stórar svalir með fallegu útsýni til suðurs og vesturs. Við húsið er afgirt lóð með sundlaug og heitum pottum. Óskað er eftir tilboðum í eignina. Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis. Hér að neðan má sjá brot úr þætti af Heimsókn í febrúar þegar Sindri Sindrason kíkti í heimsókn til Þormóðs.
Hús og heimili Fasteignamarkaður Mest lesið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Sjá meira