Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 27. febrúar 2025 16:45 Sepultura kom fram á Hróarskeldu sumarið 1994. Síðan þá hafa báðir Cavalera bræðurnir sem stofnuðu sveitina sagt skilið við hana. Getty/Niels Van Iperen Brasilísk-ameríska þungarokksveitin Sepultura treður upp í N1-höllinni við Hlíðarenda 4. júní. Tónleikarnir eru hluti af allra síðasta tónleikaferðalagi sveitarinnar sem hún leggur upp í í tilefni fjörutíu ára afmælis. Hún bætist í hóp sveita á borð við Manowar, In Flames, Carcass, Vader og Taake sem allar koma fram á Íslandi í júní. Þær þrjár síðarnefndu leika fyrir höfðaskaki á þungarokkshátíðinni Sátunni í Stykkishólmi helgina eftir að Sepultura troða upp. Tónleikar hetjurokkshasarkroppana í Manowar áttu upprunalega að vera í byrjun febrúar en var frestað vegna óveðurs. Þeir koma fram í Hörpunni 28. júní.Getty/Fin Costello Gárungar hafa haft orð á því að aðdáendur eðjurokks eigi svo von á einu stóri nafni til viðbótar í júní. Þau sem bíða í ofvæni eftir hvalrekum sumarsins þurfa ekki að örvænta. Í apríl stígur hin ítalska Ufomammut á stokk á hátíðinni Reykjadoom og í maí standa sömu aðilar fyrir tónleikum sveitarinnar Pallbearer. Báðar sveitirnar eiga það sameiginlegt að spila dómsdagsrokk en mikill munur er þó á músíkinni. Ufomammut hallast í átt að skynvíkkunarrokki og Pallbearer eru melódískari og háfleygari. Sepultura var stofnuð af bræðrunum Max og Igor Cavelera árið 1984 í Belo Horizonte í Brasilíu. Nafnið kemur úr portúgalskri þýðingu á lagatitlinum Dancing on Your Grave með Motörhead, Dançando na sua Sepultura. Til að byrja með var tónlistin hrátt og aggressívt þrassrokk en með árunum þróaðist hún í skrefum í átt að auðmeltanlegra rokki, varð einfaldari og meira grúví. Til marks um þetta er vinsælasta plata sveitarinnar, Roots frá 1996, talin hafa haft mikil áhrif á upphafsárum nu-metal stefnunnar. Einnig var tilkynnt um komu goregrind-guðfeðranna Carcass á Sátuna í vikunni, Arnar Eggert Thoroddsen fór stuttlega yfir sögu sveitarinnar hjá Tomma Steindórs á þriðjudaginn. Tónleikar á Íslandi Tónlist Reykjavík Mest lesið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Umhugsunarefni fyrir foreldra vegna komu jólasveinanna Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Fleiri fréttir Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Sjá meira
Hún bætist í hóp sveita á borð við Manowar, In Flames, Carcass, Vader og Taake sem allar koma fram á Íslandi í júní. Þær þrjár síðarnefndu leika fyrir höfðaskaki á þungarokkshátíðinni Sátunni í Stykkishólmi helgina eftir að Sepultura troða upp. Tónleikar hetjurokkshasarkroppana í Manowar áttu upprunalega að vera í byrjun febrúar en var frestað vegna óveðurs. Þeir koma fram í Hörpunni 28. júní.Getty/Fin Costello Gárungar hafa haft orð á því að aðdáendur eðjurokks eigi svo von á einu stóri nafni til viðbótar í júní. Þau sem bíða í ofvæni eftir hvalrekum sumarsins þurfa ekki að örvænta. Í apríl stígur hin ítalska Ufomammut á stokk á hátíðinni Reykjadoom og í maí standa sömu aðilar fyrir tónleikum sveitarinnar Pallbearer. Báðar sveitirnar eiga það sameiginlegt að spila dómsdagsrokk en mikill munur er þó á músíkinni. Ufomammut hallast í átt að skynvíkkunarrokki og Pallbearer eru melódískari og háfleygari. Sepultura var stofnuð af bræðrunum Max og Igor Cavelera árið 1984 í Belo Horizonte í Brasilíu. Nafnið kemur úr portúgalskri þýðingu á lagatitlinum Dancing on Your Grave með Motörhead, Dançando na sua Sepultura. Til að byrja með var tónlistin hrátt og aggressívt þrassrokk en með árunum þróaðist hún í skrefum í átt að auðmeltanlegra rokki, varð einfaldari og meira grúví. Til marks um þetta er vinsælasta plata sveitarinnar, Roots frá 1996, talin hafa haft mikil áhrif á upphafsárum nu-metal stefnunnar. Einnig var tilkynnt um komu goregrind-guðfeðranna Carcass á Sátuna í vikunni, Arnar Eggert Thoroddsen fór stuttlega yfir sögu sveitarinnar hjá Tomma Steindórs á þriðjudaginn.
Tónleikar á Íslandi Tónlist Reykjavík Mest lesið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Umhugsunarefni fyrir foreldra vegna komu jólasveinanna Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Fleiri fréttir Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Sjá meira