Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 27. febrúar 2025 10:21 Sölvi Tryggvason segist nú taka öllum ráðleggingum um eigin heilsu með fyrirvara. Stöð 2 Sölvi Tryggvason fjölmiðlamaður segir áhugavert að í hvert einasta skipti sem tekið sé viðtal við einhvern sem segist líða vel á „öfgakenndu“ matarræði eða hafi lagað líkamlega veikleika spretti dagana á eftir upp sérfræðingar sem fullyrði að slíkir hlutir séu stórhættulegir. Sérfræðingar sem hafi ekki reynt hlutina á eigin skinni. Þetta er meðal þess sem fram kemur í aðsendri grein Sölva á Vísi, sem ber heitið „Sérfræðingarnir.“ Þar rifjar hann upp að hafa farið í harkalega kulnun fyrir fimmtán árum síðan og heilsan hrunið gjörsamlega. Læknar hafi ekki getað aðstoðað og hann hafi þá farið að sækja sér upplýsingar um allt sem sneri að heilsu eins og óður maður og í kjölfarið farið að gera tilraunir á sjálfum sér. Fór að taka ráðleggingum með fyrirvara „Og þá fyrst fóru hlutirnir að gerast. Breytingar á matarræði, hreyfingu, svefnvenjum, kælimeðferðir, jarðtenging, öndunaræfingar og fleira fóru að snúa hjólinu í rétta átt. Það sem þetta tímabil kenndi mér var að taka utanaðkomandi ráðleggingum með fyrirvara, enda hafði enginn verið í mínum líkama og vel viljaðir sérfræðingar höfðu ekkert náð að gera fyrir mig þrátt fyrir margra ára háskólanám. Sérstaklega lærði ég að þiggja með enn meiri fyrirvara ráðleggingar frá fólki sem vissi upp á hár hvað væri alls ekki gott fyrir mig, án þess að hafa prófað það sjálft.“ Sölvi segist hafa farið að taka eftir athyglisverðu mynstri. Þeir sem hafi verið harðastir á því að hann ætti ekki að fara í kalda potta hafi átt það sameiginlegt að hafa ekki stundað kuldameðferð. Þeir sem hafi verið á móti því að hann prófaði föstur hafi yfirleitt átt það sameiginlegt að hafa heldur ekki prófað og heldur ekki þeir sem ráðlögðu Sölva að prófa ekki breytingar á mataræði. Hinir sem hafi borið þessu vel söguna hafi átt það sameiginlegt að hafa stundað það sjálfir. „Áhugaverðast var að þeir sem vissu mest hvað var best fyrir mig án þess að hafa prófað það á eigin skinni voru yfirleitt með háskólamenntun og gátu þar af leiðandi notað menntunina til að tala af ákveðnu yfirlæti. Semsagt mikill bóklestur og alls kyns þekking án raunverulegrar reynslu.“ Hugleiði alla daga en á engar bækur Sölvi rifjar upp í pistlinum að hann hafi á þessu tímabili í fyrssta sinn byrjað að stunda hugleiðslu. Hann hafi kynnst góðum og stórmerkilegum manni sem hafi hugleitt nánast alla daga í meira áratug. Hann hafi nær alltaf virkað glaður og uppfullur af orku. „Það sat í mér þegar hann sagði við mig: „Sölvi, ef allir sem segjast vera á leiðinni að hugleiða hérna hjá okkur myndu mæta, værum við í miklum vandræðum. Þá þyrftum við líklega að leigja Laugardalshöllina til að halda hugleiðsluna! Ég var einu sinni alveg eins og allir þeir sem eru alltaf á leiðinni að mæta. Þá átti ég heila bókahillu af bókum um hugleiðslu, en hugleiddi aldrei sjálfur. Núna hugleiði ég alla daga, en á engar bækur!“ Sölvi segist sjálfur vera þeirrar skoðunar að viska verði til þegar þekkingu sé breytt í raunverulega persónulega reynslu. Hann segir áhugavert að í nánast hvert einasta skipti sem tekið er viðtal í fjölmiðlum við einhvern sem segist líða mjög vel á „öfgakenndu“ matarræði, eða hafi lagað mikla líkamlega veikleika með „öfgakenndum lífsstíl,“ spretti dagana á eftir upp sérfræðingar sem fullyrði að þessir hlutir séu stórhættulegir og fólk eigi alls ekki að prófa þá. „Þegar ég sé umfjöllun af þessu tagi spyr ég mig alltaf einnar spurningar. Hefur þessi tiltekna manneskja einhvern tíma reynt á eigin skinni það sem hún veit svona djúpt og innilega að sé stórhættulegt fyrir alla aðra?“ Taldi samfélagið ekki tilbúið fyrir umræðuna Pistill Sölva er skrifaður í framhaldi af Facebook-færslu hans í gær um hugvíkkandi efni. Vinkona hans Sara María Júlíusdóttir stendur fyrir ráðstefnunni sem fram fer í Hörpu í dag og á morgun. Mikil umræða hefur skapast um efnin í kjölfarið. Í færslunni upplýsti Sölvi að hann hefði skrifað kafla um reynslu sína af notkun hugvíkkandi efna í bók sinni Á eigin skinni, sem hann gaf út árið 2019. Hann hafi hinsvegar komist að þeirri niðurstöðu að samfélagið væri ekki tilbúið í þessa umræðu og að efni kaflans myndi skyggja á annað hjálplegt efni í bókinni. „Það eru magnaðir hlutir að gerast á þessu sviði og rannsóknir sem sýna frábæran árangur þegar kemur að áfallastreitu, kvíða, þunglyndi og fleiri kvillum hrannast inn. Sem betur fer er það að verða minna og minna taboo í samfélaginu að tala um þetta, enda beinlínis rangt að banna umræðu um eitthvað sem hefur hjálpað mjög stórum hópi af fólki. Þessi vegferð er alls ekki fyrir alla og er alls ekki hættulaus, en við eigum að hafa val sem fullorðið fólk.“ Hugvíkkandi efni Mest lesið Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Lífið Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Lífið Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Lífið „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Tíska og hönnun Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Catherine O'Hara er látin Lífið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Fleiri fréttir Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í aðsendri grein Sölva á Vísi, sem ber heitið „Sérfræðingarnir.“ Þar rifjar hann upp að hafa farið í harkalega kulnun fyrir fimmtán árum síðan og heilsan hrunið gjörsamlega. Læknar hafi ekki getað aðstoðað og hann hafi þá farið að sækja sér upplýsingar um allt sem sneri að heilsu eins og óður maður og í kjölfarið farið að gera tilraunir á sjálfum sér. Fór að taka ráðleggingum með fyrirvara „Og þá fyrst fóru hlutirnir að gerast. Breytingar á matarræði, hreyfingu, svefnvenjum, kælimeðferðir, jarðtenging, öndunaræfingar og fleira fóru að snúa hjólinu í rétta átt. Það sem þetta tímabil kenndi mér var að taka utanaðkomandi ráðleggingum með fyrirvara, enda hafði enginn verið í mínum líkama og vel viljaðir sérfræðingar höfðu ekkert náð að gera fyrir mig þrátt fyrir margra ára háskólanám. Sérstaklega lærði ég að þiggja með enn meiri fyrirvara ráðleggingar frá fólki sem vissi upp á hár hvað væri alls ekki gott fyrir mig, án þess að hafa prófað það sjálft.“ Sölvi segist hafa farið að taka eftir athyglisverðu mynstri. Þeir sem hafi verið harðastir á því að hann ætti ekki að fara í kalda potta hafi átt það sameiginlegt að hafa ekki stundað kuldameðferð. Þeir sem hafi verið á móti því að hann prófaði föstur hafi yfirleitt átt það sameiginlegt að hafa heldur ekki prófað og heldur ekki þeir sem ráðlögðu Sölva að prófa ekki breytingar á mataræði. Hinir sem hafi borið þessu vel söguna hafi átt það sameiginlegt að hafa stundað það sjálfir. „Áhugaverðast var að þeir sem vissu mest hvað var best fyrir mig án þess að hafa prófað það á eigin skinni voru yfirleitt með háskólamenntun og gátu þar af leiðandi notað menntunina til að tala af ákveðnu yfirlæti. Semsagt mikill bóklestur og alls kyns þekking án raunverulegrar reynslu.“ Hugleiði alla daga en á engar bækur Sölvi rifjar upp í pistlinum að hann hafi á þessu tímabili í fyrssta sinn byrjað að stunda hugleiðslu. Hann hafi kynnst góðum og stórmerkilegum manni sem hafi hugleitt nánast alla daga í meira áratug. Hann hafi nær alltaf virkað glaður og uppfullur af orku. „Það sat í mér þegar hann sagði við mig: „Sölvi, ef allir sem segjast vera á leiðinni að hugleiða hérna hjá okkur myndu mæta, værum við í miklum vandræðum. Þá þyrftum við líklega að leigja Laugardalshöllina til að halda hugleiðsluna! Ég var einu sinni alveg eins og allir þeir sem eru alltaf á leiðinni að mæta. Þá átti ég heila bókahillu af bókum um hugleiðslu, en hugleiddi aldrei sjálfur. Núna hugleiði ég alla daga, en á engar bækur!“ Sölvi segist sjálfur vera þeirrar skoðunar að viska verði til þegar þekkingu sé breytt í raunverulega persónulega reynslu. Hann segir áhugavert að í nánast hvert einasta skipti sem tekið er viðtal í fjölmiðlum við einhvern sem segist líða mjög vel á „öfgakenndu“ matarræði, eða hafi lagað mikla líkamlega veikleika með „öfgakenndum lífsstíl,“ spretti dagana á eftir upp sérfræðingar sem fullyrði að þessir hlutir séu stórhættulegir og fólk eigi alls ekki að prófa þá. „Þegar ég sé umfjöllun af þessu tagi spyr ég mig alltaf einnar spurningar. Hefur þessi tiltekna manneskja einhvern tíma reynt á eigin skinni það sem hún veit svona djúpt og innilega að sé stórhættulegt fyrir alla aðra?“ Taldi samfélagið ekki tilbúið fyrir umræðuna Pistill Sölva er skrifaður í framhaldi af Facebook-færslu hans í gær um hugvíkkandi efni. Vinkona hans Sara María Júlíusdóttir stendur fyrir ráðstefnunni sem fram fer í Hörpu í dag og á morgun. Mikil umræða hefur skapast um efnin í kjölfarið. Í færslunni upplýsti Sölvi að hann hefði skrifað kafla um reynslu sína af notkun hugvíkkandi efna í bók sinni Á eigin skinni, sem hann gaf út árið 2019. Hann hafi hinsvegar komist að þeirri niðurstöðu að samfélagið væri ekki tilbúið í þessa umræðu og að efni kaflans myndi skyggja á annað hjálplegt efni í bókinni. „Það eru magnaðir hlutir að gerast á þessu sviði og rannsóknir sem sýna frábæran árangur þegar kemur að áfallastreitu, kvíða, þunglyndi og fleiri kvillum hrannast inn. Sem betur fer er það að verða minna og minna taboo í samfélaginu að tala um þetta, enda beinlínis rangt að banna umræðu um eitthvað sem hefur hjálpað mjög stórum hópi af fólki. Þessi vegferð er alls ekki fyrir alla og er alls ekki hættulaus, en við eigum að hafa val sem fullorðið fólk.“
Hugvíkkandi efni Mest lesið Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Lífið Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Lífið Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Lífið „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Tíska og hönnun Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Catherine O'Hara er látin Lífið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Fleiri fréttir Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“