„Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. febrúar 2025 06:46 Það var létt yfir viðsemjendum í Karphúsinu í nótt. Vísir/Vilhelm Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar sveitarfélaganna, var að vonum ánægð með nýgerðan kjarasamning við kennara í nótt. Lögð hefði verið fram ný tillaga í gær er varðaði forsenduákvæðin, sem hefði breytt öllu. Um væri að ræða forsendunefnd, sem myndi hjálpa við að greiða úr deilum sem gætu komið upp og minnkaði verulega líkurnar á því að samningnum yrði sagt upp. „Við vorum mjög sátt við það og kennarar líka. Það varð til þess að við náðum saman,“ sagði Inga í Karphúsinu í nótt. „Já já, ekki spurning. Þetta er mikil breyting frá föstudeginum og bara spennandi tímar framundan í samvinnu við kennara,“ svaraði hún, spurð að því hvort þetta hefði þá markað breytingu frá miðlunartillögunni sem lá fyrir í síðustu viku. Miðlunartillagan eins og hún var hefði gert kennurum auðveldara fyrir að segja samningnum upp. „Við erum að horfa á samvinnu núna, á samningstímabilinu, um umbætur í kjarasamningum kennara, virðistmatsvegferðina, sem skiptir gríðarlega miklu máli fyrir kennara. Og við bara horfum björtum augum fram á veginn,“ sagði Inga. Samningurinn gildir til 30. mars 2028 en ef forsendur brestur verður hægt að segja honum upp í fyrsta lagi 1. mars 2027. Að sögn Ingu var efnt til stjórnarfundar í gær til að „stilla saman strengi“ og var það niðurstaða fundarins að ganga að samningnum eins og hann lá þá fyrir. Menn gengju einbeittir til vinnu með kennurum og vonuðust til að vegferðin yrði öllum til góða. „Það var þetta sem þurfti til að velta steininum,“ segir hún um forsendunefndina. „Og við erum bara mjög sátt að það hafi gerst og bara vonum að þetta gangi allt eftir.“ Inga játti því að kennarar væru þarna að fá meira en aðrir en þeir ættu leiðréttingar inni. Framhaldið myndi velta á virðistmatinu, sem aðrir hópar hefðu einnig farið í gegnum. Spurð að því hvort samningurinn myndi mögulega valda óróa hjá öðrum viðsemjendum sveitarfélagana ítrekaði hún að um leiðréttingu væri að ræða. „Þannig að nei. Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina og við erum að taka þetta stóra skref með þennan hóp núna, kennara, sem við höfum lengi óskað að fá inn í virðismat. Nú er það loksins að gerast.“ Kennaraverkfall 2024-25 Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Grunnskólar Leikskólar Kjaramál Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Um væri að ræða forsendunefnd, sem myndi hjálpa við að greiða úr deilum sem gætu komið upp og minnkaði verulega líkurnar á því að samningnum yrði sagt upp. „Við vorum mjög sátt við það og kennarar líka. Það varð til þess að við náðum saman,“ sagði Inga í Karphúsinu í nótt. „Já já, ekki spurning. Þetta er mikil breyting frá föstudeginum og bara spennandi tímar framundan í samvinnu við kennara,“ svaraði hún, spurð að því hvort þetta hefði þá markað breytingu frá miðlunartillögunni sem lá fyrir í síðustu viku. Miðlunartillagan eins og hún var hefði gert kennurum auðveldara fyrir að segja samningnum upp. „Við erum að horfa á samvinnu núna, á samningstímabilinu, um umbætur í kjarasamningum kennara, virðistmatsvegferðina, sem skiptir gríðarlega miklu máli fyrir kennara. Og við bara horfum björtum augum fram á veginn,“ sagði Inga. Samningurinn gildir til 30. mars 2028 en ef forsendur brestur verður hægt að segja honum upp í fyrsta lagi 1. mars 2027. Að sögn Ingu var efnt til stjórnarfundar í gær til að „stilla saman strengi“ og var það niðurstaða fundarins að ganga að samningnum eins og hann lá þá fyrir. Menn gengju einbeittir til vinnu með kennurum og vonuðust til að vegferðin yrði öllum til góða. „Það var þetta sem þurfti til að velta steininum,“ segir hún um forsendunefndina. „Og við erum bara mjög sátt að það hafi gerst og bara vonum að þetta gangi allt eftir.“ Inga játti því að kennarar væru þarna að fá meira en aðrir en þeir ættu leiðréttingar inni. Framhaldið myndi velta á virðistmatinu, sem aðrir hópar hefðu einnig farið í gegnum. Spurð að því hvort samningurinn myndi mögulega valda óróa hjá öðrum viðsemjendum sveitarfélagana ítrekaði hún að um leiðréttingu væri að ræða. „Þannig að nei. Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina og við erum að taka þetta stóra skref með þennan hóp núna, kennara, sem við höfum lengi óskað að fá inn í virðismat. Nú er það loksins að gerast.“
Kennaraverkfall 2024-25 Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Grunnskólar Leikskólar Kjaramál Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira