38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir skrifar 25. febrúar 2025 20:01 Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir er sálfræðingur frá Háskóla Íslands og para- og kynlífsráðgjafi frá Michigan Háskóla. Spurning barst frá lesenda: Ég er 38 ára maður sem hefur aldrei átt maka eða upplifað kynlíf. Ég sé sjálfan mig ekki sem kynveru, hef enga reynslu og hef enga trú á því að nokkur kona muni einhvern tíma vilja mig. Sem ég veit að er sjálfrætandi spádómur. Veistu um leið út úr þessum vítahring? Þú ert þegar byrjaður á nýrri vegferð! Út frá spurningunni sé ég að þú ert farinn að átta þig á því að þessi vítahringur byggir ekki á staðreyndum og heldur aftur af þér í samskiptum við konur. Þegar þú trúir því að enginn muni vilja vera með þér er ólíklegt að þú leggir þig fram við að kynnast öðrum sem gerir það að verkum að það sem þú óttast rætist að lokum. Þú endar einn og hefur um leið sannað kenninguna um að enginn vilji þig! Kynlífið með Aldísi, sálfræðingi og kynlífsráðgjafa, er vikulegur liður á Vísi. Í honum fræðir Aldís lesendur um kynlíf og svarar spurningum frá lesendum. Ef þú vilt senda Aldísi spurningu er hægt að finna spurningaform neðst í greininni. Stundum takmarka okkar eigin hugsanir samskipti okkar við aðra.Vísir/Getty Stundum er vegferðin sjálf verðmætari en lokaniðurstaðan Þessi nýja vegferð snýst ekki eingöngu um lokaniðurstöðuna; að kynnast konu, byrjar að stunda kynlíf eða stofna til sambands. Frekar en að einblína á það að finna réttu manneskjuna er mikilvægt að kynnast þér sjálfum, þínum áhugamálum og styrkja þína sjálfsmynd. Það að njóta þess að vera í félagslegum aðstæðum og kynnast nýju fólki snýst ekki eingöngu um rómantískar tengingar heldur einnig um vellíðan og skemmtileg samskipti við allskonar fólk. Djúp og góð tengsl eru dýrmæt þó svo að þau þróist ekki yfir í kynferðislega eða rómantíska nánd. Síðan er eitt… hvað þýðir það að vera kynvera? Kynverur eru allskonar og það er eðlilegt! Sum eru mjög kynferðislega virk en önnur ekki. Sum byrja snemma að stunda kynlíf og önnur seint. Sum hugsa mikið um kynlíf en önnur ekki. Sum þurfa mikla tilfinningalega tengingu við einstakling áður en kynferðislegur áhugi kviknar á meðan önnur finna strax fyrir kynferðislegum áhuga. Allt eðlilegt! En hvað skal gera ef sjálfrætandi spádómur (e. self-fulfilling prophecy) heldur aftur af þér? Það er svo glatað þegar óhjálplegar hugsanir fá að stýra ferðinni og leiða þig að þeirri niðurstöðu að enginn vilji þig. Frekar en að leyfa þeim að leiða þig að þessari niðurstöðu skaltu skella þér í rannsóknargírinn og gera þína eigin tilraunir! Því fyrr sem þér verður hafnað því fyrr kemstu að því að það er sjaldan eins hrikalegt og þú hafðir ímyndað þér. Að eiga í sambandi og í samskiptum við aðra snýst um vegferð.Vísir/Getty Hér eru nokkur ráð sem vonandi nýtast á þessari vegferð: Fyrsta skrefið er að gera sér grein fyrir mynstrinu – Átta sig á því að þessi neikvæða hugsun er ekki staðreynd heldur lært viðhorf sem er að hafa áhrif á þína hegðun. Endurskrifaðu söguna sem þú segir sjálfum sér – Í stað þess að hugsa „Engin kona mun vilja mig,“ má prófa að hugsa „Ég hef ekki enn upplifað samband, en það þýðir ekki að það sé ómögulegt.“ Æfa sig í að því að nálgast fólk án þess að láta óttann um höfnun stjórna sér – Fara í aðstæður þar sem þú getur kynnst fólki en án þess að setja pressu á þig um að kynnast einhverri strax. Að upplifa sig verða sjálfsöruggari eða smátt og smátt betri í samskiptum er flottur árangur! Hvar er best að kynnast öðrum? Það er þitt rannsóknarefni að komast að því! Eru það stefnumótaöppin? Skrá sig á salsanámskeið? Finna gönguhóp? Hjólahópur? Kór? Fara í sömu sundlaugina nokkrum sinnum í viku? Tónleikar? Listaopnanir? Skrá sig á námskeið? Fara í nám? Sækja mótmæli eða pólitíska viðburði? Skrá sig í framboð fyrir næstu kosningar? Hestamannska? Bíó? Spilahópar? Pöbb quiz? Íþróttaviðburðir? LARP? Cosplay? Í gegnum vinnuna? Áhugamál? Sköpun? Hjálparstarf? Björgunarsveit? Skátana? Byggja upp sjálfsöryggi í litlum skrefum – Leyfðu þér að kynnast eigin líkama og kynverund í rólegheitum. Þegar það kemur að kynlífi er sennilega best að vera ekki að þykjast hafa reynslu sem þú hefur ekki. Best er að fara rólega og taka þetta í litlum skrefum. Þú þarft að gefa þér tíma/rými til að kynnast þér sem kynveru og prófa þig áfram án þess að hafa reynslu! Leita sér stuðnings ef þörf er á – Tala við fagaðila eða fólk sem skilur þína líðan. Stundum er sjálfsmyndin það föst í þessu mynstri að utanaðkomandi stuðningur getur hjálpað til við að sjá hlutina í nýju ljósi. Annars minni ég á punktana mín í þessu svari hér, sem nýtast þegar þú ferð af stað að kynnast fólki í raunheimum: Gangi þér vel <3 Allar greinar eftir Aldísi má finna á sama stað á Vísi. Kynlíf Kynlífið með Aldísi Tengdar fréttir Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Spurning barst frá lesenda: „Eftir að hafa endað 3 ára samband með fyrrverandi kærasta mínum finnst mér ómögulegt að nálgast kynlíf með öðru fólki. Sambandið var ekki að neinu leyti ofbeldisfullt en samt er það eins og að leggja höndina á heita hellu að hugsa um nánd með öðru fólki. Hvað get ég gert í þessu?“ - 31 árs karl. 11. febrúar 2025 20:02 Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Spurning barst frá lesenda: „Maðurinn minn hélt framhjá mér, við erum að reyna að vinna úr þessu en ég get ekki fyrirgefið eða horft framhjá þessu. Það er komið heilt ár og ég er enn í sárum og get stundum ekki talað við hann. Er von að þetta lagist eða er þetta dauðadæmt?“ - 45 ára kona. 14. janúar 2025 20:01 Kornungur og í vandræðum með holdris Í hverri viku fæ ég alls konar spurningar sem tengjast typpaheilsu eða risvanda. Hér er ein slík spurning frá lesenda: „Ég get ekki haldið reisn, hvað er að mér? Þarf ég að byrja að nota stinningarlyf?„ -33 ára karlmaður. 28. janúar 2025 20:01 Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Fleiri fréttir Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Sjá meira
Þú ert þegar byrjaður á nýrri vegferð! Út frá spurningunni sé ég að þú ert farinn að átta þig á því að þessi vítahringur byggir ekki á staðreyndum og heldur aftur af þér í samskiptum við konur. Þegar þú trúir því að enginn muni vilja vera með þér er ólíklegt að þú leggir þig fram við að kynnast öðrum sem gerir það að verkum að það sem þú óttast rætist að lokum. Þú endar einn og hefur um leið sannað kenninguna um að enginn vilji þig! Kynlífið með Aldísi, sálfræðingi og kynlífsráðgjafa, er vikulegur liður á Vísi. Í honum fræðir Aldís lesendur um kynlíf og svarar spurningum frá lesendum. Ef þú vilt senda Aldísi spurningu er hægt að finna spurningaform neðst í greininni. Stundum takmarka okkar eigin hugsanir samskipti okkar við aðra.Vísir/Getty Stundum er vegferðin sjálf verðmætari en lokaniðurstaðan Þessi nýja vegferð snýst ekki eingöngu um lokaniðurstöðuna; að kynnast konu, byrjar að stunda kynlíf eða stofna til sambands. Frekar en að einblína á það að finna réttu manneskjuna er mikilvægt að kynnast þér sjálfum, þínum áhugamálum og styrkja þína sjálfsmynd. Það að njóta þess að vera í félagslegum aðstæðum og kynnast nýju fólki snýst ekki eingöngu um rómantískar tengingar heldur einnig um vellíðan og skemmtileg samskipti við allskonar fólk. Djúp og góð tengsl eru dýrmæt þó svo að þau þróist ekki yfir í kynferðislega eða rómantíska nánd. Síðan er eitt… hvað þýðir það að vera kynvera? Kynverur eru allskonar og það er eðlilegt! Sum eru mjög kynferðislega virk en önnur ekki. Sum byrja snemma að stunda kynlíf og önnur seint. Sum hugsa mikið um kynlíf en önnur ekki. Sum þurfa mikla tilfinningalega tengingu við einstakling áður en kynferðislegur áhugi kviknar á meðan önnur finna strax fyrir kynferðislegum áhuga. Allt eðlilegt! En hvað skal gera ef sjálfrætandi spádómur (e. self-fulfilling prophecy) heldur aftur af þér? Það er svo glatað þegar óhjálplegar hugsanir fá að stýra ferðinni og leiða þig að þeirri niðurstöðu að enginn vilji þig. Frekar en að leyfa þeim að leiða þig að þessari niðurstöðu skaltu skella þér í rannsóknargírinn og gera þína eigin tilraunir! Því fyrr sem þér verður hafnað því fyrr kemstu að því að það er sjaldan eins hrikalegt og þú hafðir ímyndað þér. Að eiga í sambandi og í samskiptum við aðra snýst um vegferð.Vísir/Getty Hér eru nokkur ráð sem vonandi nýtast á þessari vegferð: Fyrsta skrefið er að gera sér grein fyrir mynstrinu – Átta sig á því að þessi neikvæða hugsun er ekki staðreynd heldur lært viðhorf sem er að hafa áhrif á þína hegðun. Endurskrifaðu söguna sem þú segir sjálfum sér – Í stað þess að hugsa „Engin kona mun vilja mig,“ má prófa að hugsa „Ég hef ekki enn upplifað samband, en það þýðir ekki að það sé ómögulegt.“ Æfa sig í að því að nálgast fólk án þess að láta óttann um höfnun stjórna sér – Fara í aðstæður þar sem þú getur kynnst fólki en án þess að setja pressu á þig um að kynnast einhverri strax. Að upplifa sig verða sjálfsöruggari eða smátt og smátt betri í samskiptum er flottur árangur! Hvar er best að kynnast öðrum? Það er þitt rannsóknarefni að komast að því! Eru það stefnumótaöppin? Skrá sig á salsanámskeið? Finna gönguhóp? Hjólahópur? Kór? Fara í sömu sundlaugina nokkrum sinnum í viku? Tónleikar? Listaopnanir? Skrá sig á námskeið? Fara í nám? Sækja mótmæli eða pólitíska viðburði? Skrá sig í framboð fyrir næstu kosningar? Hestamannska? Bíó? Spilahópar? Pöbb quiz? Íþróttaviðburðir? LARP? Cosplay? Í gegnum vinnuna? Áhugamál? Sköpun? Hjálparstarf? Björgunarsveit? Skátana? Byggja upp sjálfsöryggi í litlum skrefum – Leyfðu þér að kynnast eigin líkama og kynverund í rólegheitum. Þegar það kemur að kynlífi er sennilega best að vera ekki að þykjast hafa reynslu sem þú hefur ekki. Best er að fara rólega og taka þetta í litlum skrefum. Þú þarft að gefa þér tíma/rými til að kynnast þér sem kynveru og prófa þig áfram án þess að hafa reynslu! Leita sér stuðnings ef þörf er á – Tala við fagaðila eða fólk sem skilur þína líðan. Stundum er sjálfsmyndin það föst í þessu mynstri að utanaðkomandi stuðningur getur hjálpað til við að sjá hlutina í nýju ljósi. Annars minni ég á punktana mín í þessu svari hér, sem nýtast þegar þú ferð af stað að kynnast fólki í raunheimum: Gangi þér vel <3 Allar greinar eftir Aldísi má finna á sama stað á Vísi.
Kynlífið með Aldísi, sálfræðingi og kynlífsráðgjafa, er vikulegur liður á Vísi. Í honum fræðir Aldís lesendur um kynlíf og svarar spurningum frá lesendum. Ef þú vilt senda Aldísi spurningu er hægt að finna spurningaform neðst í greininni.
Kynlíf Kynlífið með Aldísi Tengdar fréttir Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Spurning barst frá lesenda: „Eftir að hafa endað 3 ára samband með fyrrverandi kærasta mínum finnst mér ómögulegt að nálgast kynlíf með öðru fólki. Sambandið var ekki að neinu leyti ofbeldisfullt en samt er það eins og að leggja höndina á heita hellu að hugsa um nánd með öðru fólki. Hvað get ég gert í þessu?“ - 31 árs karl. 11. febrúar 2025 20:02 Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Spurning barst frá lesenda: „Maðurinn minn hélt framhjá mér, við erum að reyna að vinna úr þessu en ég get ekki fyrirgefið eða horft framhjá þessu. Það er komið heilt ár og ég er enn í sárum og get stundum ekki talað við hann. Er von að þetta lagist eða er þetta dauðadæmt?“ - 45 ára kona. 14. janúar 2025 20:01 Kornungur og í vandræðum með holdris Í hverri viku fæ ég alls konar spurningar sem tengjast typpaheilsu eða risvanda. Hér er ein slík spurning frá lesenda: „Ég get ekki haldið reisn, hvað er að mér? Þarf ég að byrja að nota stinningarlyf?„ -33 ára karlmaður. 28. janúar 2025 20:01 Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Fleiri fréttir Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Sjá meira
Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Spurning barst frá lesenda: „Eftir að hafa endað 3 ára samband með fyrrverandi kærasta mínum finnst mér ómögulegt að nálgast kynlíf með öðru fólki. Sambandið var ekki að neinu leyti ofbeldisfullt en samt er það eins og að leggja höndina á heita hellu að hugsa um nánd með öðru fólki. Hvað get ég gert í þessu?“ - 31 árs karl. 11. febrúar 2025 20:02
Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Spurning barst frá lesenda: „Maðurinn minn hélt framhjá mér, við erum að reyna að vinna úr þessu en ég get ekki fyrirgefið eða horft framhjá þessu. Það er komið heilt ár og ég er enn í sárum og get stundum ekki talað við hann. Er von að þetta lagist eða er þetta dauðadæmt?“ - 45 ára kona. 14. janúar 2025 20:01
Kornungur og í vandræðum með holdris Í hverri viku fæ ég alls konar spurningar sem tengjast typpaheilsu eða risvanda. Hér er ein slík spurning frá lesenda: „Ég get ekki haldið reisn, hvað er að mér? Þarf ég að byrja að nota stinningarlyf?„ -33 ára karlmaður. 28. janúar 2025 20:01
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög