Þreyttur á stefnumótaöppum: „Hvernig fer ég að því að kynnast fólki?“ Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir skrifar 8. október 2024 20:00 Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir er sálfræðingur frá Háskóla Íslands og para- og kynlífsráðgjafi frá Michigan Háskóla. Vísir Spurning barst frá lesenda svo hljóðandi: „Er einhleypur og orðinn þreyttur á stefnumótaöppum! Hvernig fer ég að því að kynnast fólki?“- 35 ára karl Ahhh já, Stefnumótaöppin! Eins og þau eru frábær þá heyri ég að mörg eiga í nokkurskonar ástar/haturs sambandi við þau! Hversu frábært er það samt að geta kynnst einhverjum í gegnum símann á meðan þú liggur upp í sófa að hámhorfa eitthvað gott raunveruleika-rusl! En með tímanum færist þreyta yfir þegar möts verða að engu! Ég held að það flækji alveg lífið að hafa úr svona ótrúlega mörgum tengingum að velja! Kynlífið með Aldísi, sálfræðingi og kynlífsráðgjafa, er nýr vikulegur liður á Vísi. Í honum fræðir Aldís lesendur um kynlíf og svarar spurningum frá lesendum. Ef þú vilt senda Aldísi spurningu er hægt að finna spurningaform neðst í greininni. Svar mitt beinist ekki eingöngu að einhleypa fólkinu okkar! Því við sem kynntumst makanum okkar á djamminu, og höfum aldrei fengið tækifæri til að prófa öll þessi öpp, höfum líka gott af því að staldra við og skoða hvernig við nálgumst samskipti í raunheimum! Það hafa allir gott af því að staldra við og skoða hvernig þau nálgast samskipti í raunheimum.Vísir/Getty Raunheimarómantík Reglulega heyri ég fólk lýsa yfir mikilli appþreytu! Sum hafa lengi verið opin fyrir tengingu eða sambandi. Önnur eru nýkomin úr langtímasambandi og kunna illa við það að kynnast fólki í gegnum öpp. Mér finnst gott að minna á mikilvægi þess að prófa nýja hluti eða nálganir. Fyrir sum er það raunheimarómantík en fyrir önnur er það að prófa sig áfram á stefnumótaöppum. Ef kvíði er það sem er að stoppa okkur af í því að nálgast annað fólk í gegnum öppin þá er mikilvægt að ögra þeim kvíða og nálgast öppin í litlum skrefum. En.. þá má líka þrá það að kynnast einhverjum í raunheimum. Við finnum oft mjög fljótt þegar við hittumst hvort það sé hrifning. Það getur verið erfiðara að komast að því í gegnum spjall á netinu. Það er mikilvægt að prófa nýja hluti. Ögra sér þó það megi líka þrá það að kynnast einhverjum í raunheimum.Vísir/Getty En þá er bara eitt í stöðunni, að skella sér út og kynnast fólki. En það getur verið snúið að byrja að opna á samskipti eða tengingar við fólk sem við þekkjum ekki í hversdagslífinu. Hér eru nokkur góð ráð! Mikilvægt er að koma sér út úr húsinu! Kaffihús, námskeið, líkamsrækt, mæta á viðburði eða skella sér í sjálfboðaliðavinnu. Vertu viss um að þú hafir áhuga á því að mæta og taka þátt. Ekki skrá þig í kór ef þú þolir ekki að hlusta á kórsöng! Ef þú ert til í að prófa eitthvað nýtt, breyta þinni rútínu og fara út fyrir þægindarammann ert þú líklegri til að hitta nýtt fólk! Líkamstjáning skiptir máli! Ekki sitja úti í horni, með krosslagðar hendur, heyrnatól á höfðinu eða niðursokkin/n/ð í síma/tölvu. Þú vilt senda þau skilaboð að það sé í góðu lagi að nálgast þig. Horfðu reglulega upp og prófaðu að mæta fólki með smá brosi. Æfðu þig í stuttum samtölum! Það er mjög gott að getað bryddað upp á spjalli. Sama hversu óþægilegt það er fyrir þig að taka þátt í svona hverdagsspjalli er það mun líklegra til að leiða til tenginga heldur en að nálgast ekki aðra. Slepptu pick up línunum og settu frekar fókus þinn á það að ná einlægri tengingu við fólk. Forvitni, opnar spurningar og virk hlustun skila þér lengra en stöðluð viðreynsla. Lykilatriði! Í hvert skipti sem þú ferð út er markmiðið ekki endilega að spjallið leiði eitthvað lengra. Settu frekar fókus á það að njóta þín, eiga ánægjulega stund og vera í flæðinu. Það er ekki sexí að að finna fyrir ágengni eða óþolinmæði. Að lokum vil ég hvetja eigendur kaffihúsa og skemmtistaða til þess að huga sérstaklega að viðburðum fyrir einhleypa. Alltof fáir viðburðir eru tileinkaðir tilhugalífinu hér á Íslandi! Gangi þér vel! Kynlífið með Aldísi Kynlíf Ástin og lífið Tengdar fréttir Á að pína sig í að stunda kynlíf til að minnka líkur á framhjáhaldi? Spurning barst frá lesenda: „Þunglyndi, kvíði, atvinnuleysi allt svo svart og enginn áhugi á kynlífi. Er hrædd um að maðurinn minn muni halda fram hjá mér! Á ég að pína mig í að stunda kynlíf til að minnka líkur á framhjáhaldi?“ - 42 ára kona. 1. október 2024 20:00 Ein lausn er að liggja hlið við hlið og fróa sér Jæja haustið er komið, rútínan mætt og foreldrar landsins fagna. Eitt af því sem ég heyri frá foreldrum er að sumarið sé tími sem einkennist af mjög mörgu… öðru en kynlífi. Þannig að kannski má segja að sumarið sé ekki alltaf tíminn! 17. september 2024 20:01 „Æsandi að hugsa til þess að annar maður horfi á“ Spurning barst frá lesenda svo hljóðandi: „Er óeðlilegt að mér finnist æsandi að hugsa um mig með manninum mínum í kynlífi með öðrum manni að horfa á?“ 24. september 2024 20:00 Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Fleiri fréttir Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Sjá meira
Ahhh já, Stefnumótaöppin! Eins og þau eru frábær þá heyri ég að mörg eiga í nokkurskonar ástar/haturs sambandi við þau! Hversu frábært er það samt að geta kynnst einhverjum í gegnum símann á meðan þú liggur upp í sófa að hámhorfa eitthvað gott raunveruleika-rusl! En með tímanum færist þreyta yfir þegar möts verða að engu! Ég held að það flækji alveg lífið að hafa úr svona ótrúlega mörgum tengingum að velja! Kynlífið með Aldísi, sálfræðingi og kynlífsráðgjafa, er nýr vikulegur liður á Vísi. Í honum fræðir Aldís lesendur um kynlíf og svarar spurningum frá lesendum. Ef þú vilt senda Aldísi spurningu er hægt að finna spurningaform neðst í greininni. Svar mitt beinist ekki eingöngu að einhleypa fólkinu okkar! Því við sem kynntumst makanum okkar á djamminu, og höfum aldrei fengið tækifæri til að prófa öll þessi öpp, höfum líka gott af því að staldra við og skoða hvernig við nálgumst samskipti í raunheimum! Það hafa allir gott af því að staldra við og skoða hvernig þau nálgast samskipti í raunheimum.Vísir/Getty Raunheimarómantík Reglulega heyri ég fólk lýsa yfir mikilli appþreytu! Sum hafa lengi verið opin fyrir tengingu eða sambandi. Önnur eru nýkomin úr langtímasambandi og kunna illa við það að kynnast fólki í gegnum öpp. Mér finnst gott að minna á mikilvægi þess að prófa nýja hluti eða nálganir. Fyrir sum er það raunheimarómantík en fyrir önnur er það að prófa sig áfram á stefnumótaöppum. Ef kvíði er það sem er að stoppa okkur af í því að nálgast annað fólk í gegnum öppin þá er mikilvægt að ögra þeim kvíða og nálgast öppin í litlum skrefum. En.. þá má líka þrá það að kynnast einhverjum í raunheimum. Við finnum oft mjög fljótt þegar við hittumst hvort það sé hrifning. Það getur verið erfiðara að komast að því í gegnum spjall á netinu. Það er mikilvægt að prófa nýja hluti. Ögra sér þó það megi líka þrá það að kynnast einhverjum í raunheimum.Vísir/Getty En þá er bara eitt í stöðunni, að skella sér út og kynnast fólki. En það getur verið snúið að byrja að opna á samskipti eða tengingar við fólk sem við þekkjum ekki í hversdagslífinu. Hér eru nokkur góð ráð! Mikilvægt er að koma sér út úr húsinu! Kaffihús, námskeið, líkamsrækt, mæta á viðburði eða skella sér í sjálfboðaliðavinnu. Vertu viss um að þú hafir áhuga á því að mæta og taka þátt. Ekki skrá þig í kór ef þú þolir ekki að hlusta á kórsöng! Ef þú ert til í að prófa eitthvað nýtt, breyta þinni rútínu og fara út fyrir þægindarammann ert þú líklegri til að hitta nýtt fólk! Líkamstjáning skiptir máli! Ekki sitja úti í horni, með krosslagðar hendur, heyrnatól á höfðinu eða niðursokkin/n/ð í síma/tölvu. Þú vilt senda þau skilaboð að það sé í góðu lagi að nálgast þig. Horfðu reglulega upp og prófaðu að mæta fólki með smá brosi. Æfðu þig í stuttum samtölum! Það er mjög gott að getað bryddað upp á spjalli. Sama hversu óþægilegt það er fyrir þig að taka þátt í svona hverdagsspjalli er það mun líklegra til að leiða til tenginga heldur en að nálgast ekki aðra. Slepptu pick up línunum og settu frekar fókus þinn á það að ná einlægri tengingu við fólk. Forvitni, opnar spurningar og virk hlustun skila þér lengra en stöðluð viðreynsla. Lykilatriði! Í hvert skipti sem þú ferð út er markmiðið ekki endilega að spjallið leiði eitthvað lengra. Settu frekar fókus á það að njóta þín, eiga ánægjulega stund og vera í flæðinu. Það er ekki sexí að að finna fyrir ágengni eða óþolinmæði. Að lokum vil ég hvetja eigendur kaffihúsa og skemmtistaða til þess að huga sérstaklega að viðburðum fyrir einhleypa. Alltof fáir viðburðir eru tileinkaðir tilhugalífinu hér á Íslandi! Gangi þér vel!
Kynlífið með Aldísi, sálfræðingi og kynlífsráðgjafa, er nýr vikulegur liður á Vísi. Í honum fræðir Aldís lesendur um kynlíf og svarar spurningum frá lesendum. Ef þú vilt senda Aldísi spurningu er hægt að finna spurningaform neðst í greininni.
Kynlífið með Aldísi Kynlíf Ástin og lífið Tengdar fréttir Á að pína sig í að stunda kynlíf til að minnka líkur á framhjáhaldi? Spurning barst frá lesenda: „Þunglyndi, kvíði, atvinnuleysi allt svo svart og enginn áhugi á kynlífi. Er hrædd um að maðurinn minn muni halda fram hjá mér! Á ég að pína mig í að stunda kynlíf til að minnka líkur á framhjáhaldi?“ - 42 ára kona. 1. október 2024 20:00 Ein lausn er að liggja hlið við hlið og fróa sér Jæja haustið er komið, rútínan mætt og foreldrar landsins fagna. Eitt af því sem ég heyri frá foreldrum er að sumarið sé tími sem einkennist af mjög mörgu… öðru en kynlífi. Þannig að kannski má segja að sumarið sé ekki alltaf tíminn! 17. september 2024 20:01 „Æsandi að hugsa til þess að annar maður horfi á“ Spurning barst frá lesenda svo hljóðandi: „Er óeðlilegt að mér finnist æsandi að hugsa um mig með manninum mínum í kynlífi með öðrum manni að horfa á?“ 24. september 2024 20:00 Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Fleiri fréttir Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Sjá meira
Á að pína sig í að stunda kynlíf til að minnka líkur á framhjáhaldi? Spurning barst frá lesenda: „Þunglyndi, kvíði, atvinnuleysi allt svo svart og enginn áhugi á kynlífi. Er hrædd um að maðurinn minn muni halda fram hjá mér! Á ég að pína mig í að stunda kynlíf til að minnka líkur á framhjáhaldi?“ - 42 ára kona. 1. október 2024 20:00
Ein lausn er að liggja hlið við hlið og fróa sér Jæja haustið er komið, rútínan mætt og foreldrar landsins fagna. Eitt af því sem ég heyri frá foreldrum er að sumarið sé tími sem einkennist af mjög mörgu… öðru en kynlífi. Þannig að kannski má segja að sumarið sé ekki alltaf tíminn! 17. september 2024 20:01
„Æsandi að hugsa til þess að annar maður horfi á“ Spurning barst frá lesenda svo hljóðandi: „Er óeðlilegt að mér finnist æsandi að hugsa um mig með manninum mínum í kynlífi með öðrum manni að horfa á?“ 24. september 2024 20:00