Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Árni Sæberg skrifar 24. febrúar 2025 16:53 Guðmundur Árni er oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. vísir/vilhelm Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar í Hafnarfirði hafi lýst yfir fullum stuðningi við þá afstöðu formanns stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga að samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara sem lögð var fram 20. febrúar síðastliðinn. Þeir segja fulltrúa Sjálfstæðisflokks og Framsóknar halda skólakerfinu í gíslingu með pólitískum leikjum. Kennarasamband Íslands samþykkti tillöguna en meirihluti stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga ákvað að hafna henni. Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri og formaður stjórnar SÍS, hefur sagst hafa stutt tillögu sáttasemjara. Nú hafa bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar, samflokksmenn Heiðu Bjargar, sent frá sér yfirlýsingu þar sem stuðningi er lýst yfir við afstöðu Heiðu Bjargar. Vilja að meirihlutinn geri grein fyrir afstöðu sinni Í yfirlýsingunni segir að að frumkvæði Samfylkingar verði staðan í kjaraviðræðum sveitarfélaga og kennara tekin til umræðu á næsta fundi bæjarstjórnar á miðvikudag. „Enda teljum við mikilvægt að meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks upplýsi um afstöðu sína til fyrrnefndrar tillögu ríkissáttasemjara. Á fundinum mun jafnaðarfólk leggja fram tillögu þess efnis að bæjarstjórn lýsi yfir fullum stuðningi við samþykkt innanhússtillögu Ríkissáttasemjara frá 20. febrúar sl. Í þessu samhengi er rétt að minna á það að leikskólakennarar í Hafnarfirði hafa samþykkt verkfall sem mun að óbreyttu hefjast 17. mars.“ Skoða þurfi að kljúfa Hafnarfjörð frá hinum Aðalatriðið á þessum tímapunkti sé að ná samningum við kennara, halda kennurum í starfi og stuðla að nýliðun fagfólks innan skólanna. Besta niðurstaðan sé að sjálfsögðu sú að samið verði með heildstæðum hætti hjá ríki og Sambandi íslenskra sveitarfélaga en ef aðilar ná ekki saman þá komi það til álita að einstök sveitarfélög afturkalli umboð sitt til Sambands íslenskra sveitarfélaga til samningsgerðar við aðildarfélög KÍ. Lykilatriðið sé að ná samningum og nú þegar jafn lítið ber í milli samningsaðila og raun ber vitni, þá sé það ábyrgðarhluti að hafna innanhússtillögu ríkissáttasemjara því áframhaldandi deilur muni valda enn frekari skaða og rýra traust á milli samningsaðila sem sé nú þegar af skornum skammti. „Fulltrúar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa sett hugsanlegan skammtíma pólitískan ávinning ofar lausn þessarar erfiðu og þungu kjaradeilu sem nú þegar hefur staðið alltof lengi og valdið ómældum skaða fyrir nemendur og fjölskyldur þeirra og kennara og annað starfsfólk skólanna. Það er ábyrgðarleysi af hálfu Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks að halda skólastarfi í landinu í gíslingu vegna pólitískra leikja af þeirra hálfu. Gera verður kröfu um að þeir sýni ábyrgð við þessar aðstæður og semji við lykilstarfsfólk sveitarfélaganna en afstaða margra fulltrúa Sjálfstæðisflokksins og talsmanna þeirra minnir óþægilega á harða andstöðu þeirra við gjaldfrjálsar skólamáltíðir á síðasta ári.“ Komið að ögurstundu Loks segir að bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar í Hafnarfirði hafi ítrekað óskað eftir umræðu og upplýsingum um stöðu kjaraviðræðnanna á vettvangi bæjarstjórnar og bæjarráðs en svörin og upplýsingarnar hafi verið af skornum skammti. Þar hafi Samfylkingin lýst yfir áhyggjum af stöðu viðræðnanna og hvatt samningsaðila til þess að ljúka þeim sem fyrst svo hægt verði að leggja nýjan kjarasamning fram til undirritunar og ljúka deilunni. „Nú er einfaldlega komið að ögurstundu og bæjar- og sveitarstjórnum ber að senda stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga skýr skilaboð um að nú sé nóg komið og að semja verði við kennara vegna þess að staðan er með öllu óásættanleg fyrir skólastarf, nemendur og fjölskyldur þeirra, kennarar og annað starfsfólk skólanna. Ef ekki rætist úr stöðunni er ljóst að nauðsynlegt verður að grípa til sérstakra ráðstafana.“ Í því samhengi sé rétt að benda á þann valkost að Hafnarfjarðarbær kalli aftur samningsumboð sitt til Sambands íslenskra sveitarfélaga og semji þegar í stað við KÍ og kennara í skólum Hafnarfjarðar á grundvelli innanhússtillögu ríkissáttasemjara frá 20. febrúar síðastliðnum. Undir yfirlýsinguna rita Guðmundur Árni Stefánsson, Árni Rúnar Þorvaldsson, Hildur Rós Guðbjargardótti og Stefán Már Gunnlaugsson. Samfylkingin Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Sjá meira
Kennarasamband Íslands samþykkti tillöguna en meirihluti stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga ákvað að hafna henni. Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri og formaður stjórnar SÍS, hefur sagst hafa stutt tillögu sáttasemjara. Nú hafa bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar, samflokksmenn Heiðu Bjargar, sent frá sér yfirlýsingu þar sem stuðningi er lýst yfir við afstöðu Heiðu Bjargar. Vilja að meirihlutinn geri grein fyrir afstöðu sinni Í yfirlýsingunni segir að að frumkvæði Samfylkingar verði staðan í kjaraviðræðum sveitarfélaga og kennara tekin til umræðu á næsta fundi bæjarstjórnar á miðvikudag. „Enda teljum við mikilvægt að meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks upplýsi um afstöðu sína til fyrrnefndrar tillögu ríkissáttasemjara. Á fundinum mun jafnaðarfólk leggja fram tillögu þess efnis að bæjarstjórn lýsi yfir fullum stuðningi við samþykkt innanhússtillögu Ríkissáttasemjara frá 20. febrúar sl. Í þessu samhengi er rétt að minna á það að leikskólakennarar í Hafnarfirði hafa samþykkt verkfall sem mun að óbreyttu hefjast 17. mars.“ Skoða þurfi að kljúfa Hafnarfjörð frá hinum Aðalatriðið á þessum tímapunkti sé að ná samningum við kennara, halda kennurum í starfi og stuðla að nýliðun fagfólks innan skólanna. Besta niðurstaðan sé að sjálfsögðu sú að samið verði með heildstæðum hætti hjá ríki og Sambandi íslenskra sveitarfélaga en ef aðilar ná ekki saman þá komi það til álita að einstök sveitarfélög afturkalli umboð sitt til Sambands íslenskra sveitarfélaga til samningsgerðar við aðildarfélög KÍ. Lykilatriðið sé að ná samningum og nú þegar jafn lítið ber í milli samningsaðila og raun ber vitni, þá sé það ábyrgðarhluti að hafna innanhússtillögu ríkissáttasemjara því áframhaldandi deilur muni valda enn frekari skaða og rýra traust á milli samningsaðila sem sé nú þegar af skornum skammti. „Fulltrúar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa sett hugsanlegan skammtíma pólitískan ávinning ofar lausn þessarar erfiðu og þungu kjaradeilu sem nú þegar hefur staðið alltof lengi og valdið ómældum skaða fyrir nemendur og fjölskyldur þeirra og kennara og annað starfsfólk skólanna. Það er ábyrgðarleysi af hálfu Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks að halda skólastarfi í landinu í gíslingu vegna pólitískra leikja af þeirra hálfu. Gera verður kröfu um að þeir sýni ábyrgð við þessar aðstæður og semji við lykilstarfsfólk sveitarfélaganna en afstaða margra fulltrúa Sjálfstæðisflokksins og talsmanna þeirra minnir óþægilega á harða andstöðu þeirra við gjaldfrjálsar skólamáltíðir á síðasta ári.“ Komið að ögurstundu Loks segir að bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar í Hafnarfirði hafi ítrekað óskað eftir umræðu og upplýsingum um stöðu kjaraviðræðnanna á vettvangi bæjarstjórnar og bæjarráðs en svörin og upplýsingarnar hafi verið af skornum skammti. Þar hafi Samfylkingin lýst yfir áhyggjum af stöðu viðræðnanna og hvatt samningsaðila til þess að ljúka þeim sem fyrst svo hægt verði að leggja nýjan kjarasamning fram til undirritunar og ljúka deilunni. „Nú er einfaldlega komið að ögurstundu og bæjar- og sveitarstjórnum ber að senda stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga skýr skilaboð um að nú sé nóg komið og að semja verði við kennara vegna þess að staðan er með öllu óásættanleg fyrir skólastarf, nemendur og fjölskyldur þeirra, kennarar og annað starfsfólk skólanna. Ef ekki rætist úr stöðunni er ljóst að nauðsynlegt verður að grípa til sérstakra ráðstafana.“ Í því samhengi sé rétt að benda á þann valkost að Hafnarfjarðarbær kalli aftur samningsumboð sitt til Sambands íslenskra sveitarfélaga og semji þegar í stað við KÍ og kennara í skólum Hafnarfjarðar á grundvelli innanhússtillögu ríkissáttasemjara frá 20. febrúar síðastliðnum. Undir yfirlýsinguna rita Guðmundur Árni Stefánsson, Árni Rúnar Þorvaldsson, Hildur Rós Guðbjargardótti og Stefán Már Gunnlaugsson.
Samfylkingin Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Sjá meira