Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Jón Ísak Ragnarsson skrifar 23. febrúar 2025 12:07 Jens Garðar Helgason er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Jens Garðar Helgason þingmaður Sjálfstæðisflokksins gefur kost á sér í varaformannsembætti Sjálfstæðisflokksins. Frá þessu er greint í tilkynningu. Jens Garðar er nýkjörinn þingmaður en var áður oddviti Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð og sveitarstjórnarmaður í 12 ár. Hann hefur einnig gegnt öðrum trúnaðarstörfum innan flokksins. Þá var hann varaformaður Samtaka atvinnulífsins í fjögur ár og í framkvæmdastjórn samtakanna í sex ár. Jens Garðar segir að stíga þurfi stór skref til að leysa betur úr læðingi þá krafta sem búa í þjóðinni. Kraftinn megi ekki tjóðra niður með vantrú, óþarfa hindrunum, þunglamalegu regluverki eða með því að líta á atvinnulífið sem mjólkurkú fyrir hið opinbera. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins fer fram næstu helgi, 28. febrúar til 2. mars. Jens Garðar er fyrstur til að lýsa yfir framboði til varaformanns, en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Guðrún Hafsteinsdóttir eru í framboði til formanns. Tilkynning Jens Garðars í heild sinni: Kæru vinir, Ég hef ákveðið að gefa kost á mér til embættis varaformanns Sjálfstæðisflokksins. Framundan eru mikilvæg verkefni sem skipta landið allt máli. Við þurfum að stíga stór skref í þá átt að leysa betur úr læðingi þá krafta sem búa í þjóðinni. Einkaframtakið, öflugur atvinnurekstur um allt land og frelsi til að framkvæma, leggja grunninn að allri farsæld okkar sem þjóðar. Kraftinn má ekki tjóðra niður með vantrú, óþarfa hindrunum, þunglamalegu regluverki eða með því að líta á atvinnulífið sem mjólkurkú fyrir hið opinbera. Að þessu þurfum við Sjálfstæðismenn nú að beina spjótum okkar að, í okkar innra starfi, í sveitarstjórnum, í öflugri stjórnarandstöðu eins lengi og þarf og í forystu nýrrar ríkisstjórnar sem allra fyrst. Einstaklingsframtakið þarf að eiga sér málsvara. Með því að tryggja fólki um land allt tækifæri og gott umhverfi til að koma góðum hugmyndum í framkvæmd, leggjum við grunninn að farsæld alls samfélagsins. Ég hef verið virkur í starfi Sjálfstæðisflokksins frá unga aldri og gegnt ýmsum trúnaðarstörfum, m.a. sem sveitarstjórnarmaður og oddviti í Fjarðabyggð og nú sem þingmaður og oddviti flokksins í Norðausturkjördæmis. Ég þekki atvinnulífið vel að eigin raun, sem launamaður, í eigin rekstri, forsvarsmaður fyrirtækis á markaði og í gegnum trúnaðarstörf, m.a. sem varaformaður SA. Ég skil því vel og þekki þann mikla eldmóð og möguleikana sem hægt er að leysa úr læðingi um land allt. Ég hlakka til að hitta ykkur á Landsfundi og eiga samtal um hvernig við, saman, styrkjum enn frekar erindi Sjálfstæðisstefnunnar og stöndum vörð um borgaraleg gildi í landinu. Fréttin hefur verið uppfærð Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Fleiri fréttir Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Sjá meira
Frá þessu er greint í tilkynningu. Jens Garðar er nýkjörinn þingmaður en var áður oddviti Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð og sveitarstjórnarmaður í 12 ár. Hann hefur einnig gegnt öðrum trúnaðarstörfum innan flokksins. Þá var hann varaformaður Samtaka atvinnulífsins í fjögur ár og í framkvæmdastjórn samtakanna í sex ár. Jens Garðar segir að stíga þurfi stór skref til að leysa betur úr læðingi þá krafta sem búa í þjóðinni. Kraftinn megi ekki tjóðra niður með vantrú, óþarfa hindrunum, þunglamalegu regluverki eða með því að líta á atvinnulífið sem mjólkurkú fyrir hið opinbera. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins fer fram næstu helgi, 28. febrúar til 2. mars. Jens Garðar er fyrstur til að lýsa yfir framboði til varaformanns, en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Guðrún Hafsteinsdóttir eru í framboði til formanns. Tilkynning Jens Garðars í heild sinni: Kæru vinir, Ég hef ákveðið að gefa kost á mér til embættis varaformanns Sjálfstæðisflokksins. Framundan eru mikilvæg verkefni sem skipta landið allt máli. Við þurfum að stíga stór skref í þá átt að leysa betur úr læðingi þá krafta sem búa í þjóðinni. Einkaframtakið, öflugur atvinnurekstur um allt land og frelsi til að framkvæma, leggja grunninn að allri farsæld okkar sem þjóðar. Kraftinn má ekki tjóðra niður með vantrú, óþarfa hindrunum, þunglamalegu regluverki eða með því að líta á atvinnulífið sem mjólkurkú fyrir hið opinbera. Að þessu þurfum við Sjálfstæðismenn nú að beina spjótum okkar að, í okkar innra starfi, í sveitarstjórnum, í öflugri stjórnarandstöðu eins lengi og þarf og í forystu nýrrar ríkisstjórnar sem allra fyrst. Einstaklingsframtakið þarf að eiga sér málsvara. Með því að tryggja fólki um land allt tækifæri og gott umhverfi til að koma góðum hugmyndum í framkvæmd, leggjum við grunninn að farsæld alls samfélagsins. Ég hef verið virkur í starfi Sjálfstæðisflokksins frá unga aldri og gegnt ýmsum trúnaðarstörfum, m.a. sem sveitarstjórnarmaður og oddviti í Fjarðabyggð og nú sem þingmaður og oddviti flokksins í Norðausturkjördæmis. Ég þekki atvinnulífið vel að eigin raun, sem launamaður, í eigin rekstri, forsvarsmaður fyrirtækis á markaði og í gegnum trúnaðarstörf, m.a. sem varaformaður SA. Ég skil því vel og þekki þann mikla eldmóð og möguleikana sem hægt er að leysa úr læðingi um land allt. Ég hlakka til að hitta ykkur á Landsfundi og eiga samtal um hvernig við, saman, styrkjum enn frekar erindi Sjálfstæðisstefnunnar og stöndum vörð um borgaraleg gildi í landinu. Fréttin hefur verið uppfærð
Kæru vinir, Ég hef ákveðið að gefa kost á mér til embættis varaformanns Sjálfstæðisflokksins. Framundan eru mikilvæg verkefni sem skipta landið allt máli. Við þurfum að stíga stór skref í þá átt að leysa betur úr læðingi þá krafta sem búa í þjóðinni. Einkaframtakið, öflugur atvinnurekstur um allt land og frelsi til að framkvæma, leggja grunninn að allri farsæld okkar sem þjóðar. Kraftinn má ekki tjóðra niður með vantrú, óþarfa hindrunum, þunglamalegu regluverki eða með því að líta á atvinnulífið sem mjólkurkú fyrir hið opinbera. Að þessu þurfum við Sjálfstæðismenn nú að beina spjótum okkar að, í okkar innra starfi, í sveitarstjórnum, í öflugri stjórnarandstöðu eins lengi og þarf og í forystu nýrrar ríkisstjórnar sem allra fyrst. Einstaklingsframtakið þarf að eiga sér málsvara. Með því að tryggja fólki um land allt tækifæri og gott umhverfi til að koma góðum hugmyndum í framkvæmd, leggjum við grunninn að farsæld alls samfélagsins. Ég hef verið virkur í starfi Sjálfstæðisflokksins frá unga aldri og gegnt ýmsum trúnaðarstörfum, m.a. sem sveitarstjórnarmaður og oddviti í Fjarðabyggð og nú sem þingmaður og oddviti flokksins í Norðausturkjördæmis. Ég þekki atvinnulífið vel að eigin raun, sem launamaður, í eigin rekstri, forsvarsmaður fyrirtækis á markaði og í gegnum trúnaðarstörf, m.a. sem varaformaður SA. Ég skil því vel og þekki þann mikla eldmóð og möguleikana sem hægt er að leysa úr læðingi um land allt. Ég hlakka til að hitta ykkur á Landsfundi og eiga samtal um hvernig við, saman, styrkjum enn frekar erindi Sjálfstæðisstefnunnar og stöndum vörð um borgaraleg gildi í landinu.
Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Fleiri fréttir Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Sjá meira