VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Magnús Jochum Pálsson skrifar 22. febrúar 2025 22:15 VÆB-bræður, Matthías Davíð Matthíasson og Hálfdán Helgi Matthíasson, ásamt textahöfundinum Inga Þór Garðarssyni. Vísir/Hulda Margrét VÆB eru sigurvegarar Söngvakeppninnar og munu flytja lagið „Róa“ sem framlag Íslands í Eurovision árið 2025. Þeir hlutu flest atkvæði hjá bæði íslensku þjóðinni og alþjóðlegri dómnefnd. Í kvöld réðist hvert framlag Íslands yrði í Eurovision sem fer fram í Basel í Sviss í maí. Sex lög komust áfram úr undanúrslitum síðustu tvö laugardagskvöld og kepptu til úrslita: „Like You“ – Ágúst „Aðeins lengur“ – Bjarni Arason „Fire“ – Júlí og Dísa „RÓA“ – VÆB „Words“ – Tinna „Set Me Free“ – Stebbi Jak Í ár var sænska leiðin tekin upp þar sem símakosning vóg helming á móti atkvæðum alþjóðlegrar dómnefndar. Alþjóðlega dómnefndin var skipuð átta dómurum frá jafnmörgum löndum, Hollandi, Danmörku, Tyrklandi, Úkraínu, Englandi, Írlandi og Króatíu, sem gáfu hver átta, tíu og tólf stig. VÆB hlaut flest stig, 74, en þar á eftir komu Júlí og Dísa með 63 stig og Stebbi Jak með 57 stig. Stigataflan raðaðist upp svona: „RÓA“ – VÆB: 74 stig „Fire“ – Júlí og Dísa: 63 stig „Set Me Free“ – Stebbi Jak: 57 stig „Words“ – Tinna: 53 stig „Like You“ – Ágúst: 45 stig „Aðeins lengur“ – Bjarni Arason: 44 stig Íslenska þjóðin kaus síðan sinn fulltrúa og var nokkuð í takt við dómnefndina. Stigin röðuðust svo: „RÓA“ – VÆB: 93 stig „Set Me Free“ – Stebbi Jak: 85 stig „Fire“ – Júlí og Dísa: 74 stig „Aðeins lengur“ – Bjarni Arason: 39 stig „Like You“ – Ágúst: 23 stig „Words“ – Tinna: 22 stig Stig almennings voru svo lögð saman við stig dómnefndar og stóðu VÆB þar uppi sem sigurvegarar með 167 stig, Stebbi Jak var í öðru með 142 stig og Júí og Dísa með 137 stig. VÆB-sveitin trylltist auðvitað af gleði þegar fréttirnar bárust.Vísir/Hulda Margrét Gleði gleði gleði.Vísir/Hulda Margrét Hera Björk veitti drengjunum í VÆB verðlaun fyrir sigur í Söngvakeppninni árið 2025.Vísir/Hulda Margrét Úrvalslið tónlistarfólks Herra Hnetusmjör opnaði kvöldið með vinsælasta laginu á Íslandi í dag og Hera Björk, sigurvegari Söngvakeppninnar 2024, söng á sviðinu áður en hún afhenti verðlaunagripinn til sigurvegara kvöldsins. Finnski Eurovision söngvarinn, Käärijä, sem lenti í öðru sæti í Eurovision 2023 með laginu „Cha Cha Cha“ kom fram ásamt sænsku sveitinni Hooja. Kynnar kvöldsins, Guðrún Dís Emilsdóttir, Benedikt Valsson og Fannar Sveinsson, brugðu á leik og buðu áhorfendum upp á hinar ýmsu óvæntu uppákomur. Gunna Dís og Hraðfréttabræður voru kynnar kvöldsins.Vísir/Hulda Margrét Þeir sem vilja rifja upp atriðin sex sem börðust um farseðilinn í Eurovision í Basel í maí geta séð þau hér að neðan. Eurovision Tónlist Ríkisútvarpið Eurovision 2025 Mest lesið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Leikjavísir Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Tíska og hönnun Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Hannes í víking með gamansama glæpamynd Bíó og sjónvarp Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Fleiri fréttir „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Sjá meira
Í kvöld réðist hvert framlag Íslands yrði í Eurovision sem fer fram í Basel í Sviss í maí. Sex lög komust áfram úr undanúrslitum síðustu tvö laugardagskvöld og kepptu til úrslita: „Like You“ – Ágúst „Aðeins lengur“ – Bjarni Arason „Fire“ – Júlí og Dísa „RÓA“ – VÆB „Words“ – Tinna „Set Me Free“ – Stebbi Jak Í ár var sænska leiðin tekin upp þar sem símakosning vóg helming á móti atkvæðum alþjóðlegrar dómnefndar. Alþjóðlega dómnefndin var skipuð átta dómurum frá jafnmörgum löndum, Hollandi, Danmörku, Tyrklandi, Úkraínu, Englandi, Írlandi og Króatíu, sem gáfu hver átta, tíu og tólf stig. VÆB hlaut flest stig, 74, en þar á eftir komu Júlí og Dísa með 63 stig og Stebbi Jak með 57 stig. Stigataflan raðaðist upp svona: „RÓA“ – VÆB: 74 stig „Fire“ – Júlí og Dísa: 63 stig „Set Me Free“ – Stebbi Jak: 57 stig „Words“ – Tinna: 53 stig „Like You“ – Ágúst: 45 stig „Aðeins lengur“ – Bjarni Arason: 44 stig Íslenska þjóðin kaus síðan sinn fulltrúa og var nokkuð í takt við dómnefndina. Stigin röðuðust svo: „RÓA“ – VÆB: 93 stig „Set Me Free“ – Stebbi Jak: 85 stig „Fire“ – Júlí og Dísa: 74 stig „Aðeins lengur“ – Bjarni Arason: 39 stig „Like You“ – Ágúst: 23 stig „Words“ – Tinna: 22 stig Stig almennings voru svo lögð saman við stig dómnefndar og stóðu VÆB þar uppi sem sigurvegarar með 167 stig, Stebbi Jak var í öðru með 142 stig og Júí og Dísa með 137 stig. VÆB-sveitin trylltist auðvitað af gleði þegar fréttirnar bárust.Vísir/Hulda Margrét Gleði gleði gleði.Vísir/Hulda Margrét Hera Björk veitti drengjunum í VÆB verðlaun fyrir sigur í Söngvakeppninni árið 2025.Vísir/Hulda Margrét Úrvalslið tónlistarfólks Herra Hnetusmjör opnaði kvöldið með vinsælasta laginu á Íslandi í dag og Hera Björk, sigurvegari Söngvakeppninnar 2024, söng á sviðinu áður en hún afhenti verðlaunagripinn til sigurvegara kvöldsins. Finnski Eurovision söngvarinn, Käärijä, sem lenti í öðru sæti í Eurovision 2023 með laginu „Cha Cha Cha“ kom fram ásamt sænsku sveitinni Hooja. Kynnar kvöldsins, Guðrún Dís Emilsdóttir, Benedikt Valsson og Fannar Sveinsson, brugðu á leik og buðu áhorfendum upp á hinar ýmsu óvæntu uppákomur. Gunna Dís og Hraðfréttabræður voru kynnar kvöldsins.Vísir/Hulda Margrét Þeir sem vilja rifja upp atriðin sex sem börðust um farseðilinn í Eurovision í Basel í maí geta séð þau hér að neðan.
Eurovision Tónlist Ríkisútvarpið Eurovision 2025 Mest lesið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Leikjavísir Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Tíska og hönnun Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Hannes í víking með gamansama glæpamynd Bíó og sjónvarp Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Fleiri fréttir „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Sjá meira