Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. febrúar 2025 21:00 Um það bil hér, við afleggjarann að Vogum, á vöru- og þjónustukjarninn að rísa. Vísir/Ívar Fannar Stefnt er að því að reisa stærðarinnar hús í Vogum, undir verslun og þjónustu fyrir íbúa Suðurnesja, íbúa höfuðborgarsvæðisins sem og túrista. Ráðgert er að húsið geti orðið allt að 30 þúsund fermetrar. Fasteignaþróunarfélagið Íslenskar fasteignir og landeigendur Heiðarlands Vogajarða hafa undirritað viljayfirlýsingu um uppbygginguna, sem bæjarstjóri Voga segir mikið fagnaðarefni. „Hér hefur verið mikill uppgangur og uppbygging, og það er þörf á aukinni þjónustu og verslun. Svo getur þetta verkefni líka verið mikil lyftistöng fyrir svæðið allt,“ segir Guðrún P. Ólafsdóttir, bæjarstjóri Voga. Guðrún P. Ólafsdóttir, bæjarstjóri sveitarfélagsins Voga.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fjárfestar hafi talað um að vinna við verkefnið muni taka tvö til þrjú ár. Guðrún segir verkefnið undirstrika hagfellda staðsetningu Voga. „Það er annars vegar nálægðin við Keflavíkurflugvöll, sem er áætlað að á næsta ári fari 2,5 milljónir ferðamanna um, og svo hins vegar nálægðin við höfuðborgarsvæðið.“ Þrátt fyrir að staðsetningin sé hagfelld að mörgu leyti er vert að spyrja hvort nálægð við eldsumbrot á Reykjanesskaga undanfarin ár hafi ekki áhrif, og hvort hugsað hafi verið til þess þegar lagt var af stað í verkefnið. Hér má sjá staðsetningu kjarnans fyrirhugaða.Vísir/Hjalti „Nú er það svo að þetta svæði er utan núgildandi hættumats Veðurstofunnar og það er verið að vinna að langtímahættumati. Við búum auðvitað á eldfjallaeyju og erum orðin vön eldsumbrotum hér á svæðinu, og tökum þeim með jafnaðargeði. Svo er það auðvitað fjárfestanna sjálfra að þróa verkefnið áfram. En við erum bjartsýn á framtíðina og framtíð svæðisins,“ segir Guðrún. Vogar Verslun Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Fleiri fréttir Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Sjá meira
Fasteignaþróunarfélagið Íslenskar fasteignir og landeigendur Heiðarlands Vogajarða hafa undirritað viljayfirlýsingu um uppbygginguna, sem bæjarstjóri Voga segir mikið fagnaðarefni. „Hér hefur verið mikill uppgangur og uppbygging, og það er þörf á aukinni þjónustu og verslun. Svo getur þetta verkefni líka verið mikil lyftistöng fyrir svæðið allt,“ segir Guðrún P. Ólafsdóttir, bæjarstjóri Voga. Guðrún P. Ólafsdóttir, bæjarstjóri sveitarfélagsins Voga.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fjárfestar hafi talað um að vinna við verkefnið muni taka tvö til þrjú ár. Guðrún segir verkefnið undirstrika hagfellda staðsetningu Voga. „Það er annars vegar nálægðin við Keflavíkurflugvöll, sem er áætlað að á næsta ári fari 2,5 milljónir ferðamanna um, og svo hins vegar nálægðin við höfuðborgarsvæðið.“ Þrátt fyrir að staðsetningin sé hagfelld að mörgu leyti er vert að spyrja hvort nálægð við eldsumbrot á Reykjanesskaga undanfarin ár hafi ekki áhrif, og hvort hugsað hafi verið til þess þegar lagt var af stað í verkefnið. Hér má sjá staðsetningu kjarnans fyrirhugaða.Vísir/Hjalti „Nú er það svo að þetta svæði er utan núgildandi hættumats Veðurstofunnar og það er verið að vinna að langtímahættumati. Við búum auðvitað á eldfjallaeyju og erum orðin vön eldsumbrotum hér á svæðinu, og tökum þeim með jafnaðargeði. Svo er það auðvitað fjárfestanna sjálfra að þróa verkefnið áfram. En við erum bjartsýn á framtíðina og framtíð svæðisins,“ segir Guðrún.
Vogar Verslun Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Fleiri fréttir Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Sjá meira