Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. febrúar 2025 21:00 Um það bil hér, við afleggjarann að Vogum, á vöru- og þjónustukjarninn að rísa. Vísir/Ívar Fannar Stefnt er að því að reisa stærðarinnar hús í Vogum, undir verslun og þjónustu fyrir íbúa Suðurnesja, íbúa höfuðborgarsvæðisins sem og túrista. Ráðgert er að húsið geti orðið allt að 30 þúsund fermetrar. Fasteignaþróunarfélagið Íslenskar fasteignir og landeigendur Heiðarlands Vogajarða hafa undirritað viljayfirlýsingu um uppbygginguna, sem bæjarstjóri Voga segir mikið fagnaðarefni. „Hér hefur verið mikill uppgangur og uppbygging, og það er þörf á aukinni þjónustu og verslun. Svo getur þetta verkefni líka verið mikil lyftistöng fyrir svæðið allt,“ segir Guðrún P. Ólafsdóttir, bæjarstjóri Voga. Guðrún P. Ólafsdóttir, bæjarstjóri sveitarfélagsins Voga.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fjárfestar hafi talað um að vinna við verkefnið muni taka tvö til þrjú ár. Guðrún segir verkefnið undirstrika hagfellda staðsetningu Voga. „Það er annars vegar nálægðin við Keflavíkurflugvöll, sem er áætlað að á næsta ári fari 2,5 milljónir ferðamanna um, og svo hins vegar nálægðin við höfuðborgarsvæðið.“ Þrátt fyrir að staðsetningin sé hagfelld að mörgu leyti er vert að spyrja hvort nálægð við eldsumbrot á Reykjanesskaga undanfarin ár hafi ekki áhrif, og hvort hugsað hafi verið til þess þegar lagt var af stað í verkefnið. Hér má sjá staðsetningu kjarnans fyrirhugaða.Vísir/Hjalti „Nú er það svo að þetta svæði er utan núgildandi hættumats Veðurstofunnar og það er verið að vinna að langtímahættumati. Við búum auðvitað á eldfjallaeyju og erum orðin vön eldsumbrotum hér á svæðinu, og tökum þeim með jafnaðargeði. Svo er það auðvitað fjárfestanna sjálfra að þróa verkefnið áfram. En við erum bjartsýn á framtíðina og framtíð svæðisins,“ segir Guðrún. Vogar Verslun Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
Fasteignaþróunarfélagið Íslenskar fasteignir og landeigendur Heiðarlands Vogajarða hafa undirritað viljayfirlýsingu um uppbygginguna, sem bæjarstjóri Voga segir mikið fagnaðarefni. „Hér hefur verið mikill uppgangur og uppbygging, og það er þörf á aukinni þjónustu og verslun. Svo getur þetta verkefni líka verið mikil lyftistöng fyrir svæðið allt,“ segir Guðrún P. Ólafsdóttir, bæjarstjóri Voga. Guðrún P. Ólafsdóttir, bæjarstjóri sveitarfélagsins Voga.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fjárfestar hafi talað um að vinna við verkefnið muni taka tvö til þrjú ár. Guðrún segir verkefnið undirstrika hagfellda staðsetningu Voga. „Það er annars vegar nálægðin við Keflavíkurflugvöll, sem er áætlað að á næsta ári fari 2,5 milljónir ferðamanna um, og svo hins vegar nálægðin við höfuðborgarsvæðið.“ Þrátt fyrir að staðsetningin sé hagfelld að mörgu leyti er vert að spyrja hvort nálægð við eldsumbrot á Reykjanesskaga undanfarin ár hafi ekki áhrif, og hvort hugsað hafi verið til þess þegar lagt var af stað í verkefnið. Hér má sjá staðsetningu kjarnans fyrirhugaða.Vísir/Hjalti „Nú er það svo að þetta svæði er utan núgildandi hættumats Veðurstofunnar og það er verið að vinna að langtímahættumati. Við búum auðvitað á eldfjallaeyju og erum orðin vön eldsumbrotum hér á svæðinu, og tökum þeim með jafnaðargeði. Svo er það auðvitað fjárfestanna sjálfra að þróa verkefnið áfram. En við erum bjartsýn á framtíðina og framtíð svæðisins,“ segir Guðrún.
Vogar Verslun Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira