ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 19. febrúar 2025 19:45 Alþýðusambandið segir ræstingafyrirtæki níðast á þeim hópi launafólks sem sé í erfiðustu stöðu hér á landi. Vísir/Vilhelm Alþýðusamband Íslands fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks. Það krefst þess að ræstingafyrirtæki greiði starfsmönnum sínum í samræmi við gerðakjarasamninga. Þetta kemur fram í tilkynningu sem ASÍ sendi frá sér í kvöld. Þar segir að stéttarfélög víðsvegar um land hafi borist fregnir af því síðasta haust að fyrirtækið Dagar hf., sem hefur tæplega helmingshlutdeild á ræstingamarkaði, væri tekið að lækka laun starfsfólks síns um tuttugu prósent. Á næstu misserum hafi fréttir borist af því að fleiri fyrirtæki væru tekin upp á því sama. Aðgerðir SA dapurlegar Við gerð kjarasamninga Starfsgreinasambandi Íslands, Eflingu og Samtaka atvinnulífsins, var samið um að bæta launakjör ræstingafólks. Þau fengju aukna hækkun um tvo launaflokka auk mánaðarlegs ræstingaauka sem nam 11,9 prósentum að lokinni gildistöku. „Eins og margoft hefur komið fram, er það skýr afstaða ASÍ, SGS og Eflingar að sú launalækkun sem deilt er um hér, er ekki lækkun launa umfram lágmarkstaxta heldur eins og rakið hefur verið, lækkun kjarasamningsbundinna launa. Dapurlegt er því að horfa upp á Samtök atvinnulífsins samþykkja og styðja við þá ákvörðun stjórnenda fyrirtækjanna að lækka laun til að ná fram aukinni hagræðingu í rekstri,“ segir í tilkynningu Alþýðusambandsins. Fram kemur að Dagar hf. hafi ráðið starfsfólk sitt í svokallaða tímamælda ákvæðisvinnu. Hún gengur út á það að starfsmaður fái greitt fyrir ákveðin verkefni út frá áætluðum tímafjölda. Verkefnið sé þannig mælt upp og heildartíminn ákvarðaður sem slíkt verkefni muni taka. Almennur hraði miðast við 100 í vinnutakt. „Eftir kjarasamningsgerð vorið 2024 var starfsfólki í tímamældri ákvæðisvinnu gert að taka á sig launalækkun sem nemur þeim 20% sem voru tilkomin vegna ákvæðisvinnunnar. Starfsfólki er tjáð að það hafi notið yfirborgunar þrátt fyrir að ekkert slíkt hafi verið gefið til kynna enda var starfsfólk ráðið með skýrum hætti í ákvæðisvinnu og í engu var slakað á kröfum um vinnuhraða, þvert á móti. Þá liggur fyrir að vinnufyrirkomulagi var ekki breytt eftir að launakjörum hafði verið breytt,“ segir í tilkynningunni. Útvistunarvegferð komin í óefni Þar segir jafnframt að útvistunarvegferð hafi hafist upp úr aldamótum og að hún sé komin á algjört óefni. „Ríki og sveitarfélög hafa veitt útvistun starfa einbeitta forystu. Tilefnið er jafnan hið sama: krafa um sparnað í rekstri ríkis og sveitarfélaga. Og hvar er valið að knýja fram sparnaðinn? Jú, í röðum kvenna sem lægst hafa launin og vinna erfiðustu störfin!“ segir í tilkynningu ASÍ. „Langstærsti hluti launakrafna stéttarfélaga vegna vangreiddra launa er fyrir hönd innflytjenda og verður ekki annað ályktað en margir atvinnurekendur telji sjálfsagt að nýta sér yfirburðastöðu sína gagnvart þessu aðflutta launafólki. Með ólíkindum er að ríki og sveitarfélög hafi forystu um að búa í haginn fyrir slíka misneytingu.“ Alþýðusambandið segist fordæma framgöngu Daga og annarra fyrirtækja sem ákveðið hafa að auka enn hagnað sinn með því að „níðast á þeim hópum launafólks sem fullyrða má að eru í erfiðustu stöðu hér á landi.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 ASÍ Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu sem ASÍ sendi frá sér í kvöld. Þar segir að stéttarfélög víðsvegar um land hafi borist fregnir af því síðasta haust að fyrirtækið Dagar hf., sem hefur tæplega helmingshlutdeild á ræstingamarkaði, væri tekið að lækka laun starfsfólks síns um tuttugu prósent. Á næstu misserum hafi fréttir borist af því að fleiri fyrirtæki væru tekin upp á því sama. Aðgerðir SA dapurlegar Við gerð kjarasamninga Starfsgreinasambandi Íslands, Eflingu og Samtaka atvinnulífsins, var samið um að bæta launakjör ræstingafólks. Þau fengju aukna hækkun um tvo launaflokka auk mánaðarlegs ræstingaauka sem nam 11,9 prósentum að lokinni gildistöku. „Eins og margoft hefur komið fram, er það skýr afstaða ASÍ, SGS og Eflingar að sú launalækkun sem deilt er um hér, er ekki lækkun launa umfram lágmarkstaxta heldur eins og rakið hefur verið, lækkun kjarasamningsbundinna launa. Dapurlegt er því að horfa upp á Samtök atvinnulífsins samþykkja og styðja við þá ákvörðun stjórnenda fyrirtækjanna að lækka laun til að ná fram aukinni hagræðingu í rekstri,“ segir í tilkynningu Alþýðusambandsins. Fram kemur að Dagar hf. hafi ráðið starfsfólk sitt í svokallaða tímamælda ákvæðisvinnu. Hún gengur út á það að starfsmaður fái greitt fyrir ákveðin verkefni út frá áætluðum tímafjölda. Verkefnið sé þannig mælt upp og heildartíminn ákvarðaður sem slíkt verkefni muni taka. Almennur hraði miðast við 100 í vinnutakt. „Eftir kjarasamningsgerð vorið 2024 var starfsfólki í tímamældri ákvæðisvinnu gert að taka á sig launalækkun sem nemur þeim 20% sem voru tilkomin vegna ákvæðisvinnunnar. Starfsfólki er tjáð að það hafi notið yfirborgunar þrátt fyrir að ekkert slíkt hafi verið gefið til kynna enda var starfsfólk ráðið með skýrum hætti í ákvæðisvinnu og í engu var slakað á kröfum um vinnuhraða, þvert á móti. Þá liggur fyrir að vinnufyrirkomulagi var ekki breytt eftir að launakjörum hafði verið breytt,“ segir í tilkynningunni. Útvistunarvegferð komin í óefni Þar segir jafnframt að útvistunarvegferð hafi hafist upp úr aldamótum og að hún sé komin á algjört óefni. „Ríki og sveitarfélög hafa veitt útvistun starfa einbeitta forystu. Tilefnið er jafnan hið sama: krafa um sparnað í rekstri ríkis og sveitarfélaga. Og hvar er valið að knýja fram sparnaðinn? Jú, í röðum kvenna sem lægst hafa launin og vinna erfiðustu störfin!“ segir í tilkynningu ASÍ. „Langstærsti hluti launakrafna stéttarfélaga vegna vangreiddra launa er fyrir hönd innflytjenda og verður ekki annað ályktað en margir atvinnurekendur telji sjálfsagt að nýta sér yfirburðastöðu sína gagnvart þessu aðflutta launafólki. Með ólíkindum er að ríki og sveitarfélög hafi forystu um að búa í haginn fyrir slíka misneytingu.“ Alþýðusambandið segist fordæma framgöngu Daga og annarra fyrirtækja sem ákveðið hafa að auka enn hagnað sinn með því að „níðast á þeim hópum launafólks sem fullyrða má að eru í erfiðustu stöðu hér á landi.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 ASÍ Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira