Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Boði Logason skrifar 19. febrúar 2025 09:34 Thomas Ragnar Wood, eða Tommy, var gestur í hlaðvarpinu Heilsuhlaðvarpið. Vísir/Einar Dr. Thomas Ragnar Wood, eða Tommy eins og hann er kallaður, prófessor í barnalækningum og taugavísindum, var gestur í þætti Heilsuhlaðvarps Lukku og Jóhönnu Vilhjálms á dögunum og ræddi um hvernig daglegar venjur og lífsstíll geta haft afgerandi áhrif á heilsu heilans og minnkað líkur á heilabilun um helming og jafnvel enn meir. Tommy vék að útbreiddri trú á að heilabilun sé eingöngu erfðafræðileg örlög eða að við getum gert lítið til að hafa áhrif á að fá heilabilun. „Í dag, jafnvel í hefðbundnustu fræðigreinum, er viðurkennt að við getum fyrirbyggt um helming allra heilabilunartilfella – og ég myndi giska á að hlutfallið sé enn hærra,“ útskýrði hann og lagði áherslu á mikilvægi lífsstíls í heilbrigði heilans. Tommy talar um þrjár lykilstoðir sem skipta sköpum fyrir heilbrigði heilans: hugræn örvun, líkamleg hreyfingu og rétta næring og endurheimt. Eigum aldrei að hætta að læra eitthvað nýtt Einn mikilvægasti þátturinn í því að fyrirbyggja heilabilun er að halda áfram að læra og þjálfa heilann. „Heilinn er eins og vöðvi. Ef þú vilt að hann haldist sterkur, þá þarftu að þjálfa hann. Ef þú hættir að örva heilann, minnkar hann,“ segir Tommy og leggur áherslu á að við þurfum stöðugt að veita honum nýja örvun. „Fólk sem heldur áfram að læra – hvort sem það er í formlegu skólanámi, sjálfsnámi eða virkni sem ögrar huganum – viðheldur vitrænni getu lengur og seinkar þróun heilabilunar,“ útskýrir Tommy. Jóhanna, Tommy og LukkaHeilsuhlaðvarpið Að finna sér ný áhugamál, læra nýja færni eða taka þátt í hugrænum áskorunum sé því lykilatriði í heilbrigði heilans langt fram á efri ár. Aukin hætta á heilabilun eftir starfslok Tommy bendir einnig á að tengsl séu á milli þess að fara á eftirlaun og heilabilunar því þá missi fólk oft þá daglegu hugrænu örvun sem fylgir vinnu og samskiptum. „Rannsóknir sýna að fólk sem fer á eftirlaun og hættir að stunda hugræna virkni sé í aukinni hættu á að þróa með sér heilabilun.“ segir Tommy. Dansinn eitt öflugasta tækið Tommy nefnir að tungumálanám, hljóðfæranám, dans, spil og jafnvel tölvuleikir sem örvi hugsun séu frábærir fyrir heilann. Það sé ekki nóg að leysa sudoku á hverjum degi eða að leysa krossgátu reglulega – við þurfum að prófa eitthvað sem er krefjandi og kalli á nýja færni. Fjölbreytt hreyfing og sérstaklega æfingar sem sameini marga þætti eins og t.d. dans, hafi einstaklega jákvæð áhrif á heilastarfsemina. „Dans er ein öflugasta leiðin til að efla heilastarfsemi, því hann sameinar tónlist, nýjar hreyfingar, flókna samhæfingu og félagslega þátttöku,“ segir Tommy. Tengsl á milli stórs tvíhöfða og góðrar heilaheilsu Tommy ræðir einnig um mikilvægi þess að styrkja vöðvana. „Það magnaða við vöðvana er að þeir eru ekki bara fyrir stoðkerfið og hreyfingu heldur framleiða þeir efni sem á hafa góð áhrif á heilann og rannsóknir sýna að því stærri sem tvíhöfðavöðvarnir (biceps) eru, því minni er hættan á heilabilun.“ Í hlaðvarpinu ræðir Tommy einnig hvaða næring og vítamín skipta máli fyrir heilaheilsu og áhrif síma- og tölvunotkunar, lyfja og svefns. Hann segir að rannsóknir hans sýni að litlar, meðvitaðar lífsstílsbreytingar geti haft gríðarleg áhrif á heilsu heilans og að það sé aldrei of seint að efla heilann með bættum lífsstíl. Þáttinn má hlusta á í spilaranum hér fyrir ofan eða hlaðvarpssíðu Heilsuhlaðvarpsins hér. Heilsa Eldri borgarar Mest lesið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Lífið Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra Tíska og hönnun „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Fleiri fréttir Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Sjá meira
Tommy vék að útbreiddri trú á að heilabilun sé eingöngu erfðafræðileg örlög eða að við getum gert lítið til að hafa áhrif á að fá heilabilun. „Í dag, jafnvel í hefðbundnustu fræðigreinum, er viðurkennt að við getum fyrirbyggt um helming allra heilabilunartilfella – og ég myndi giska á að hlutfallið sé enn hærra,“ útskýrði hann og lagði áherslu á mikilvægi lífsstíls í heilbrigði heilans. Tommy talar um þrjár lykilstoðir sem skipta sköpum fyrir heilbrigði heilans: hugræn örvun, líkamleg hreyfingu og rétta næring og endurheimt. Eigum aldrei að hætta að læra eitthvað nýtt Einn mikilvægasti þátturinn í því að fyrirbyggja heilabilun er að halda áfram að læra og þjálfa heilann. „Heilinn er eins og vöðvi. Ef þú vilt að hann haldist sterkur, þá þarftu að þjálfa hann. Ef þú hættir að örva heilann, minnkar hann,“ segir Tommy og leggur áherslu á að við þurfum stöðugt að veita honum nýja örvun. „Fólk sem heldur áfram að læra – hvort sem það er í formlegu skólanámi, sjálfsnámi eða virkni sem ögrar huganum – viðheldur vitrænni getu lengur og seinkar þróun heilabilunar,“ útskýrir Tommy. Jóhanna, Tommy og LukkaHeilsuhlaðvarpið Að finna sér ný áhugamál, læra nýja færni eða taka þátt í hugrænum áskorunum sé því lykilatriði í heilbrigði heilans langt fram á efri ár. Aukin hætta á heilabilun eftir starfslok Tommy bendir einnig á að tengsl séu á milli þess að fara á eftirlaun og heilabilunar því þá missi fólk oft þá daglegu hugrænu örvun sem fylgir vinnu og samskiptum. „Rannsóknir sýna að fólk sem fer á eftirlaun og hættir að stunda hugræna virkni sé í aukinni hættu á að þróa með sér heilabilun.“ segir Tommy. Dansinn eitt öflugasta tækið Tommy nefnir að tungumálanám, hljóðfæranám, dans, spil og jafnvel tölvuleikir sem örvi hugsun séu frábærir fyrir heilann. Það sé ekki nóg að leysa sudoku á hverjum degi eða að leysa krossgátu reglulega – við þurfum að prófa eitthvað sem er krefjandi og kalli á nýja færni. Fjölbreytt hreyfing og sérstaklega æfingar sem sameini marga þætti eins og t.d. dans, hafi einstaklega jákvæð áhrif á heilastarfsemina. „Dans er ein öflugasta leiðin til að efla heilastarfsemi, því hann sameinar tónlist, nýjar hreyfingar, flókna samhæfingu og félagslega þátttöku,“ segir Tommy. Tengsl á milli stórs tvíhöfða og góðrar heilaheilsu Tommy ræðir einnig um mikilvægi þess að styrkja vöðvana. „Það magnaða við vöðvana er að þeir eru ekki bara fyrir stoðkerfið og hreyfingu heldur framleiða þeir efni sem á hafa góð áhrif á heilann og rannsóknir sýna að því stærri sem tvíhöfðavöðvarnir (biceps) eru, því minni er hættan á heilabilun.“ Í hlaðvarpinu ræðir Tommy einnig hvaða næring og vítamín skipta máli fyrir heilaheilsu og áhrif síma- og tölvunotkunar, lyfja og svefns. Hann segir að rannsóknir hans sýni að litlar, meðvitaðar lífsstílsbreytingar geti haft gríðarleg áhrif á heilsu heilans og að það sé aldrei of seint að efla heilann með bættum lífsstíl. Þáttinn má hlusta á í spilaranum hér fyrir ofan eða hlaðvarpssíðu Heilsuhlaðvarpsins hér.
Heilsa Eldri borgarar Mest lesið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Lífið Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra Tíska og hönnun „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Fleiri fréttir Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Sjá meira