Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 16. febrúar 2025 15:28 Veðrið hefur leikið skíðaáhugamenn grátt þennan febrúarmánuðinn. Vísir/Einar Rekstrarstjóri skíðasvæðanna í Bláfjöllum og Skálafelli segir að það þurfi að vera með bjartsýnustu mönnum til að reka skíðasvæði á Íslandi en aðeins hefur verið hægt að hafa opið í Bláfjöll einn dag af sextán í mánuðinum. Einar Bjarnason segir þó að hann sé langt frá því að vera bugaður og að hann og allir starfsmenn skíðasvæðisins séu tilbúnir í stútfullt fjall um leið og vindinn lægir. „Sextán dagar og einn opinn. Í fyrra vorum við með opið í fimmtán daga af 29 mögulegum í febrúar. Þetta er aðeins öðruvísi,“ segir hann en tilefni símtals blaðamanns var færsla Einars á síðu skíðasvæðisins á Facebook. Hvergi bugaður Þar tilkynnir hann að lokað verði í fjallið í dag vegna roks. „En þessi blessaði mánuður fer að komast í sögubækurnar fyrir almenn leiðindi, það er nokkuð ljóst,“ skrifaði Einar svo. Framleiddi snjórinn hefur komið sér vel þegar lítið snjóar.Vísir/Einar Hann segist þó síður en svo vera bugaður. „Bugaður? Langt því frá. Ef þú ert bugaður í mínu starfi þá þarftu að hætta strax. Þú þarft að vera með bjartsýnustu mönnum til að reka skíðasvæði á Íslandi,“ segir Einar. Hann segir að þó illviðri fylgi auðvitað gjarnan janúarmánuði sé alltaf skíðavænt inni á milli og að aðsóknarmet hafi verið slegið nú í janúar og á milli jóla og nýárs. Það var opið í Bláfjöllum í átján daga og hátt í fimmtíu þúsund gestir gerðu sér ferð þangað upp eftir. Gluggaveður setur strik í reikninginn Einar segir fólk oft eiga erfitt með að skilja að það sé lokað á fallegum, sólskinsdegi líkt og þessum en það getur verið erfitt að sjá vindinn í fjallinu þegar horft er frá höfuðborgarsvæðinu eða á vefmyndavélunum. „Það er orðið kalt upp frá og í sjálfu sér geggjaðar aðstæður en það er bara svo svaðalega hvasst. Ég var upp frá í dag og vindmælirinn var að fara í rétt tæpa 50 kílómetra á klukkustund. En svo er auðvitað bara sól og bjart eins og í bænum. Geggjað gluggaveður,“ segir hann. Einar vonar að hann fari nú að lægja bráðum.Vísir/Einar „Fólk kíkir upp eftir eða horfir í vefmyndavélina og spyr: „Af hverju er lokað, hvað er að?“ Þetta er það sem maður fær. Fólk veltir því fyrir sér hvort við höfum almennt áhuga á að hafa fjallið tómt en auðvitað viljum við hafa fjallið fullt. Þá er gaman,“ segir Einar. Vilja slá met Hann segist þó vona að vindinn fari að lægja svo hægt verði að bjóða fólki í skíði á meðan enn er snjór til fjalla. Markið sé alltaf sett hátt. „Þetta má fara að hætta því við viljum fara yfir 100 þúsund gesti. Við fórum yfir 100 þúsund í fyrra og það var metár og við viljum fara yfir það. Við verðum að setja markið hátt annars er ekki gaman að þessu,“ segir Einar Bjarnason rekstrarstjóri skíðasvæðanna í Bláfjöllum og Skálafelli. Skíðasvæði Skíðaíþróttir Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Fleiri fréttir Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Sjá meira
Einar Bjarnason segir þó að hann sé langt frá því að vera bugaður og að hann og allir starfsmenn skíðasvæðisins séu tilbúnir í stútfullt fjall um leið og vindinn lægir. „Sextán dagar og einn opinn. Í fyrra vorum við með opið í fimmtán daga af 29 mögulegum í febrúar. Þetta er aðeins öðruvísi,“ segir hann en tilefni símtals blaðamanns var færsla Einars á síðu skíðasvæðisins á Facebook. Hvergi bugaður Þar tilkynnir hann að lokað verði í fjallið í dag vegna roks. „En þessi blessaði mánuður fer að komast í sögubækurnar fyrir almenn leiðindi, það er nokkuð ljóst,“ skrifaði Einar svo. Framleiddi snjórinn hefur komið sér vel þegar lítið snjóar.Vísir/Einar Hann segist þó síður en svo vera bugaður. „Bugaður? Langt því frá. Ef þú ert bugaður í mínu starfi þá þarftu að hætta strax. Þú þarft að vera með bjartsýnustu mönnum til að reka skíðasvæði á Íslandi,“ segir Einar. Hann segir að þó illviðri fylgi auðvitað gjarnan janúarmánuði sé alltaf skíðavænt inni á milli og að aðsóknarmet hafi verið slegið nú í janúar og á milli jóla og nýárs. Það var opið í Bláfjöllum í átján daga og hátt í fimmtíu þúsund gestir gerðu sér ferð þangað upp eftir. Gluggaveður setur strik í reikninginn Einar segir fólk oft eiga erfitt með að skilja að það sé lokað á fallegum, sólskinsdegi líkt og þessum en það getur verið erfitt að sjá vindinn í fjallinu þegar horft er frá höfuðborgarsvæðinu eða á vefmyndavélunum. „Það er orðið kalt upp frá og í sjálfu sér geggjaðar aðstæður en það er bara svo svaðalega hvasst. Ég var upp frá í dag og vindmælirinn var að fara í rétt tæpa 50 kílómetra á klukkustund. En svo er auðvitað bara sól og bjart eins og í bænum. Geggjað gluggaveður,“ segir hann. Einar vonar að hann fari nú að lægja bráðum.Vísir/Einar „Fólk kíkir upp eftir eða horfir í vefmyndavélina og spyr: „Af hverju er lokað, hvað er að?“ Þetta er það sem maður fær. Fólk veltir því fyrir sér hvort við höfum almennt áhuga á að hafa fjallið tómt en auðvitað viljum við hafa fjallið fullt. Þá er gaman,“ segir Einar. Vilja slá met Hann segist þó vona að vindinn fari að lægja svo hægt verði að bjóða fólki í skíði á meðan enn er snjór til fjalla. Markið sé alltaf sett hátt. „Þetta má fara að hætta því við viljum fara yfir 100 þúsund gesti. Við fórum yfir 100 þúsund í fyrra og það var metár og við viljum fara yfir það. Við verðum að setja markið hátt annars er ekki gaman að þessu,“ segir Einar Bjarnason rekstrarstjóri skíðasvæðanna í Bláfjöllum og Skálafelli.
Skíðasvæði Skíðaíþróttir Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Fleiri fréttir Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent