Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 16. febrúar 2025 12:13 Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn segir gamaldagskreddutal hafa orðið til þess að slitnaði upp úr meirihlutaviðræðum Framsóknar, Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Flokks fólksins í borgarstjórn. Stöð 2/Einar Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurborg, segir engan kalla eftir vinstri meirihluta í borginni. Það hafi verið mikil vonbrigði að slitnað hafi upp úr viðræðum hennar og hægri flokkanna sem hún segir gamaldagskreddutal bera ábyrgð á. Oddvitar Samfylkingar, Pírata, Flokks fólksins, Sósíalista og Vinstri grænna í borgarstjórn hafa síðustu daga unnið að því að mynda meirihluta í kjölfar þess að Einar Þorsteinsson borgarstjóri sleit meirihlutasamstarfi í borginni. Einar gerði tilraun til að mynda meirihluta með Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og Flokki fólksins en boð að ofan frá stjórn Flokks fólksins urðu til þess að ekkert varð úr þeim viðræðum. „Það voru vonbrigði þegar við vorum farin að hefja þessar viðræður, og þær gengu vel. Það bar hvergi skugga á það samtal og málefnalegur samhljomur alger, þá kemur þetta manni i opna skjöldu,“ segir Hildur í viðtali á Sprengisandi í dag. Hún segir það ekki málefnalegt ósamræmi sem beri ábyrgð á því. „Ég held að það sé alveg ljóst að þetta varðar ekki borgarstjórnarhóp Sjálfstæðisflokksins að neinu. Þetta varðar eitthvað annað, og einhver önnur sjónarmið,“ segir hún. Gamaldags kreddutal „Mér finnst þetta svolítið kreddutal og svolítið gamaldags. Að tala eins og það sé algerlega ótækt að starfa með stjórnmálaflokki sem hefur nánast engu stjórnað í höfuðborginni í þrjátíu ár. Mér finnst það svolítið sérkennilegt,“ segir Hildur. Hildur segist ekki hugsa Morgunblaðsmönnum þegjandi þörfina vegna mögulegra áhrifa umfjöllunar þeirra á samstarfsvilja Flokks fólksins heldur þurfi flokkurinn að venjast því að vera tekinn fyrir. „Við sjálfstæðismenn þekkjum auðvitað vel að vera skotspónn í fjölmiðlaumræðu. Það er kannski eitthvað sem Flokkur fólksins þarf nú að venjast,“ segir hún. Hæglama meirihlutaviðræður Hildur sakar oddvita vinstri flokkanna um seinagang í meirihlutaviðræðum. „Ég verð að segja að það vekur furðu hjá mér hvað þetta samtal þeirra tekur langan tíma. Mér finnst vera knýjandi þörf á því að ganga svolítið hratt og rösklega til verks því nú er stuttur tími eftir af kjörtímabilinu og málin eru alveg skýr.“ Borgarstjórn Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Fleiri fréttir Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Sjá meira
Oddvitar Samfylkingar, Pírata, Flokks fólksins, Sósíalista og Vinstri grænna í borgarstjórn hafa síðustu daga unnið að því að mynda meirihluta í kjölfar þess að Einar Þorsteinsson borgarstjóri sleit meirihlutasamstarfi í borginni. Einar gerði tilraun til að mynda meirihluta með Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og Flokki fólksins en boð að ofan frá stjórn Flokks fólksins urðu til þess að ekkert varð úr þeim viðræðum. „Það voru vonbrigði þegar við vorum farin að hefja þessar viðræður, og þær gengu vel. Það bar hvergi skugga á það samtal og málefnalegur samhljomur alger, þá kemur þetta manni i opna skjöldu,“ segir Hildur í viðtali á Sprengisandi í dag. Hún segir það ekki málefnalegt ósamræmi sem beri ábyrgð á því. „Ég held að það sé alveg ljóst að þetta varðar ekki borgarstjórnarhóp Sjálfstæðisflokksins að neinu. Þetta varðar eitthvað annað, og einhver önnur sjónarmið,“ segir hún. Gamaldags kreddutal „Mér finnst þetta svolítið kreddutal og svolítið gamaldags. Að tala eins og það sé algerlega ótækt að starfa með stjórnmálaflokki sem hefur nánast engu stjórnað í höfuðborginni í þrjátíu ár. Mér finnst það svolítið sérkennilegt,“ segir Hildur. Hildur segist ekki hugsa Morgunblaðsmönnum þegjandi þörfina vegna mögulegra áhrifa umfjöllunar þeirra á samstarfsvilja Flokks fólksins heldur þurfi flokkurinn að venjast því að vera tekinn fyrir. „Við sjálfstæðismenn þekkjum auðvitað vel að vera skotspónn í fjölmiðlaumræðu. Það er kannski eitthvað sem Flokkur fólksins þarf nú að venjast,“ segir hún. Hæglama meirihlutaviðræður Hildur sakar oddvita vinstri flokkanna um seinagang í meirihlutaviðræðum. „Ég verð að segja að það vekur furðu hjá mér hvað þetta samtal þeirra tekur langan tíma. Mér finnst vera knýjandi þörf á því að ganga svolítið hratt og rösklega til verks því nú er stuttur tími eftir af kjörtímabilinu og málin eru alveg skýr.“
Borgarstjórn Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Fleiri fréttir Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Sjá meira