Komið til hafnar 32 tímum eftir að þeir fengu trollið í skrúfuna Kjartan Kjartansson skrifar 14. febrúar 2025 12:38 Frá björgunaraðgerðum þegar Vörður II dró Jóhönnu Gísla til hafnar á Patreksfirði. Landsbjörg Björgunarskip Landsbjargar dró skuttogara til hafnar á Patreksfirði snemma í morgun. Þá voru liðnar 32 klukkustundir frá því að skipið fékk veiðarfæri í skrúfuna norðvestur af Látrabjargi. Jóhanna Gísla, skuttogari útgerðarfélagsins Vísis í Grindavík, varð óstjórnhæft eftir að það fékk pokann í skrúfuna um sjötíu sjómílur norðvestur af Látrabjargi á miðvikudag. Strax þá kvöldið 12. febrúar hófst stjórnstöð Landhelgisgæslunnar handa við að skipuleggja björgun Jóhönnu og drátt á skipinu til lands. Varðskipinu Þór, sem þá var statt austan við land, var stefnt í átt að Jóhönnu, ásamt því að áhöfnum björgunarskipa Landsbjargar á Rifi og Patreksfirði var gert viðvart, að því er segir í tilkynningu frá Landsbjörg. Skipstjóri Guðmundar í Nesi, sem var á veiðum ekki langt frá Jóhönnu, ákvað að draga veiðarfæri sín og halda til aðstoðar. Þetta var skömmu fyrir miðnætti, aðfararnótt 13. febrúar. Klukkan fjögur um þá nótt var áhöfn Guðmundar í Nesi búin að koma taug á milli skipanna og skipin komin á hæga siglingu í litlum sjó en strekkings vindi, áleiðis til lands. Hraði skipanna í þessum drætti var frekar lítill eða um tvær og hálf til þrjár og hálf sjómíla á klukkustund. Það var svo rúmlega eitt í nótt, aðfaranótt 14. febrúar, sem áhöfn björgunarskipsins Varðar II var ræst út og haldið til móts við skipin, sem þá voru að nálgast mynni Patreksfjarðar. Vörður II tók við drætti Jóhönnu rétt upp úr tvö í nótt og hélt þá Guðmundur í Nesi aftur til veiða. Vörður kom með Jóhönnu til hafnar á Patreksfirði snemma í morgun, rétt um einum og hálfum sólarhring síðar. Björgunarsveitir Vesturbyggð Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Erlent Fleiri fréttir „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Sjá meira
Jóhanna Gísla, skuttogari útgerðarfélagsins Vísis í Grindavík, varð óstjórnhæft eftir að það fékk pokann í skrúfuna um sjötíu sjómílur norðvestur af Látrabjargi á miðvikudag. Strax þá kvöldið 12. febrúar hófst stjórnstöð Landhelgisgæslunnar handa við að skipuleggja björgun Jóhönnu og drátt á skipinu til lands. Varðskipinu Þór, sem þá var statt austan við land, var stefnt í átt að Jóhönnu, ásamt því að áhöfnum björgunarskipa Landsbjargar á Rifi og Patreksfirði var gert viðvart, að því er segir í tilkynningu frá Landsbjörg. Skipstjóri Guðmundar í Nesi, sem var á veiðum ekki langt frá Jóhönnu, ákvað að draga veiðarfæri sín og halda til aðstoðar. Þetta var skömmu fyrir miðnætti, aðfararnótt 13. febrúar. Klukkan fjögur um þá nótt var áhöfn Guðmundar í Nesi búin að koma taug á milli skipanna og skipin komin á hæga siglingu í litlum sjó en strekkings vindi, áleiðis til lands. Hraði skipanna í þessum drætti var frekar lítill eða um tvær og hálf til þrjár og hálf sjómíla á klukkustund. Það var svo rúmlega eitt í nótt, aðfaranótt 14. febrúar, sem áhöfn björgunarskipsins Varðar II var ræst út og haldið til móts við skipin, sem þá voru að nálgast mynni Patreksfjarðar. Vörður II tók við drætti Jóhönnu rétt upp úr tvö í nótt og hélt þá Guðmundur í Nesi aftur til veiða. Vörður kom með Jóhönnu til hafnar á Patreksfirði snemma í morgun, rétt um einum og hálfum sólarhring síðar.
Björgunarsveitir Vesturbyggð Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Erlent Fleiri fréttir „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Sjá meira