RFK verður heilbrigðisráðherra Samúel Karl Ólason skrifar 13. febrúar 2025 16:30 Robert F. Kennedy yngri, verður heilbrigðisráðherra og það væntanlega seinna í kvöld. EPA/ALLISON DINNER Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt tilnefningu Robert F. Kennedy yngri til embættis heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna. Atkvæðagreiðslan á þinginu fór 52-48 en Mitch McConnell, fyrrverandi leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeildinni, var eini meðlimur flokksins sem greiddi atkvæði gegn tilnefningunni. Kennedy hefur verið meðal þeirra sem Trump hefur tilnefnt í mikilvæg embætti sem hafa mætt hvað mestri mótspyrnu. Demókratar hafa verið alfarið gegn tilnefningu hans og segja hann engan veginn hæfan til að stýra heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna. Nokkrir þingmenn Repúblikanaflokksins hafa einnig lýst yfir efasemdum um hæfi Kennedys í starfið en það skilaði sér ekki í atkvæðagreiðsluna. Eins og í atkvæðagreiðslunni um tilnefningu Tulsi Gabbard til embættis yfirmanns leyniþjónusta Bandaríkjanna í gær, var Mitch McConnell eini Repúblikaninn sem greiddi atkvæði gegn tilnefningunni. Sjá einnig: McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard McConnell hefur lýst því yfir að hann muni ekki sækjast eftir endurkjöri í næstu kosningum um sæti hans á þingi. Trump og Elon Musk, auðugasti maður heims og náinn bandamaður Trumps, hafa heitið því að beita sér gegn hverjum þingmanni Repúblikanaflokksins sem fer gegn Trump og tryggja að viðkomandi tapi í næsta forvali flokksins. Hefur lengi dreift samsæriskenningum Sem heilbrigðisráðherra myndi Kennedy meðal annars hafa stjórn á rúmum átta milljörðum dala sem varið er til þróunar bóluefna og bólusetningar barna. Hann gæti einnig skipað fólk í áhrifamikla nefnd sem veitir ríkjum ráðleggingar varðandi bóluefni. Sjá einnig: Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Hann hefur meðal annars haldið því ranglega fram að bóluefni við kíghósta hafi dregið fleiri til dauða en það hafi bjargað. Kíghósti dró fjölda barna til dauða á árum áður en með bóluefnum hefur sjúkdómnum verið svo gott sem útrýmt á heimsvísu. Frænka hans sendi þingmönnum bréf í síðasta mánuði þar sem hún fór hörðum orðum um RFK og sagði hann meðal annars vera athyglissjúkt rándýr. Kennedy hefur einnig talað mikið gegn viðbótarefnum og mikið unnið matvælum í Bandaríkjunum en sú umræða hefur vakið athygli víða í Bandaríkjunum. Margir Bandaríkjamenn eru sammála honum um að grípa þurfi til aðgerða á því sviði. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Robert F. Kennedy yngri, sem Donald Trump hefur tilnefnt til að leiða heilbrigðisstofnanir Bandaríkjanna, fór fram á það við Lyfjaeftirlit ríkisins að bóluefni við Covid yrðu tekin úr dreifingu. Þess krafðist hann í maí 2021 þegar þúsundir Bandaríkjamanna voru enn að deyja í viku hverri. 19. janúar 2025 17:16 Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Donald Trump, fyrrverandi og verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnt að hann ætli að velja Robert F. Kennedy yngri sem heilbrigðisráðherra í ríkisstjórn hans. 14. nóvember 2024 21:28 Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Kennedy hefur verið meðal þeirra sem Trump hefur tilnefnt í mikilvæg embætti sem hafa mætt hvað mestri mótspyrnu. Demókratar hafa verið alfarið gegn tilnefningu hans og segja hann engan veginn hæfan til að stýra heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna. Nokkrir þingmenn Repúblikanaflokksins hafa einnig lýst yfir efasemdum um hæfi Kennedys í starfið en það skilaði sér ekki í atkvæðagreiðsluna. Eins og í atkvæðagreiðslunni um tilnefningu Tulsi Gabbard til embættis yfirmanns leyniþjónusta Bandaríkjanna í gær, var Mitch McConnell eini Repúblikaninn sem greiddi atkvæði gegn tilnefningunni. Sjá einnig: McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard McConnell hefur lýst því yfir að hann muni ekki sækjast eftir endurkjöri í næstu kosningum um sæti hans á þingi. Trump og Elon Musk, auðugasti maður heims og náinn bandamaður Trumps, hafa heitið því að beita sér gegn hverjum þingmanni Repúblikanaflokksins sem fer gegn Trump og tryggja að viðkomandi tapi í næsta forvali flokksins. Hefur lengi dreift samsæriskenningum Sem heilbrigðisráðherra myndi Kennedy meðal annars hafa stjórn á rúmum átta milljörðum dala sem varið er til þróunar bóluefna og bólusetningar barna. Hann gæti einnig skipað fólk í áhrifamikla nefnd sem veitir ríkjum ráðleggingar varðandi bóluefni. Sjá einnig: Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Hann hefur meðal annars haldið því ranglega fram að bóluefni við kíghósta hafi dregið fleiri til dauða en það hafi bjargað. Kíghósti dró fjölda barna til dauða á árum áður en með bóluefnum hefur sjúkdómnum verið svo gott sem útrýmt á heimsvísu. Frænka hans sendi þingmönnum bréf í síðasta mánuði þar sem hún fór hörðum orðum um RFK og sagði hann meðal annars vera athyglissjúkt rándýr. Kennedy hefur einnig talað mikið gegn viðbótarefnum og mikið unnið matvælum í Bandaríkjunum en sú umræða hefur vakið athygli víða í Bandaríkjunum. Margir Bandaríkjamenn eru sammála honum um að grípa þurfi til aðgerða á því sviði.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Robert F. Kennedy yngri, sem Donald Trump hefur tilnefnt til að leiða heilbrigðisstofnanir Bandaríkjanna, fór fram á það við Lyfjaeftirlit ríkisins að bóluefni við Covid yrðu tekin úr dreifingu. Þess krafðist hann í maí 2021 þegar þúsundir Bandaríkjamanna voru enn að deyja í viku hverri. 19. janúar 2025 17:16 Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Donald Trump, fyrrverandi og verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnt að hann ætli að velja Robert F. Kennedy yngri sem heilbrigðisráðherra í ríkisstjórn hans. 14. nóvember 2024 21:28 Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Robert F. Kennedy yngri, sem Donald Trump hefur tilnefnt til að leiða heilbrigðisstofnanir Bandaríkjanna, fór fram á það við Lyfjaeftirlit ríkisins að bóluefni við Covid yrðu tekin úr dreifingu. Þess krafðist hann í maí 2021 þegar þúsundir Bandaríkjamanna voru enn að deyja í viku hverri. 19. janúar 2025 17:16
Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Donald Trump, fyrrverandi og verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnt að hann ætli að velja Robert F. Kennedy yngri sem heilbrigðisráðherra í ríkisstjórn hans. 14. nóvember 2024 21:28