„Réttlæti er svakalega dýrt“ Magnús Jochum Pálsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 11. febrúar 2025 19:00 Ásthildur Lóa segir sýslumann hafa haft einbeittan brotavilja þegar hann færði Arion-banka 10,7 milljónir við úthlutun eftir uppboð. Nú hefur hún stefnt ríkinu vegna málsins. Vísir/Arnar Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra, segist höfða mál gegn ríkinu vegna þess að kerfið eigi ekki að geta komið fram við venjulegt fólk með þeim hætti sem það gerði í máli þeirra hjóna. Það sé ekki á allra færi að leita réttar síns. Ásthildur Lóa Þórsdóttir mennta- og barnamálaráðherra kemur fyrir Héraðsdóm Reyjavíkur í fyrramálið. Hún og eiginmaður hennar stefna íslenska ríkinu og vilja meina að Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafi haft af þeim tæplega ellefu milljónir króna árið 2017. Þau hjónin segja sýslumannsfulltrúa hafa gert mistök við úthlutun eftir uppboð á heimili þeirra árið 2017. Fulltrúinn hafi ekki tekið tillit til fyrningar vaxta upp á 10,7 milljónir króna. Mistökin hefðu ekki verið leiðrétt og þau þvert á móti hvött til að höfða mál væru þau ósátt. Kerfið hafi slegið hlífiskildi um sýslumannsfulltrúa og þannig brotið gróflega gegn réttindum þeirra. Einbeittur brotavilji sýslumanns Á morgun rennur upp stór dagur í þínu lífi, aðalmeðferð í þínu máli? „Það er rétt, ég hef höfðað mál gegn ríkinu vegna þess, ég vil ekki tala um mistök vegna þess að brotavilji var vissulega einbeittur, að sýslumaður ákvað að færa Arion-banka 10,7 milljónir af mínu fé við úthlutun eftir uppboð. Þetta nær náttúrulega ekki nokkurri átt,“ sagði Ásthildur Lóa við fréttastofu. Hún segir engin grá svæði varðandi fyrningu vaxta sem um hafi verið að ræða í þessu tilfelli. „Þeir eru annað hvort fyrndir eða ekki. Það er líka mjög skýrt í lögum að sýslumanni ber að eigin frumkvæði að taka tillit til fyrningarvaxta við úthlutun eftir uppboð. Hann ákvað að gera það ekki, meira að segja ekki að honum var bent á að það munaði þessum fjármunum,“ sagði hún. Eigi ekki að vera hægt að koma svona fram við fólk Ásthildur segist hafi barist fyrir málinu í mörg ár, fyrst í tvö ár gegnum réttarkerfið þar sem þau hjónin hafi tæmt öll réttarúrræði en aldrei fengið úrskurð um fyrndu vextina. „Síðan þegar við náðum nauðasamningum við Arion-banka var þetta komið til endurupptökunefndar og bankinn krafðist þess sem skilyrði fyrir samningum að við myndum draga það mál til baka,“ sagði Ásthildur. „Núna eru peningarnir komnir til Arion-banka og við ákváðum fyrir rúmlega tveimur árum að sækja þetta mál til ríkisins hreinlega vegna þess að það á ekki að vera hægt að koma fram við venjulegt af kerfum, sem það á að geta treyst, með þessum hætti,“ sagði hún. Ekki á allra færi að leita réttar síns Er eitthvað sem þarf að breyta eða bæta eða var hreinlega ekki farið eftir lögum í þessu tilfelli? „Það var ekki farið eftir lögum, það er bara þannig. En það þarf líka að breyta einhverju og bæta vegna þess að kerfi, sem við eigum að geta treyst á eiga ekki að geta farið gegn lögum með þessum hætti og treyst því að einstaklingar sem verða fyrir þessum brotum leita ekki réttar síns eða geti það ekki,“ sagði Ásthildur. „Það er alveg á hreinu að ég hefði ekki getað haldið áfram með þetta mál fyrr en eftir að ég var komin inn á þing. Ég hefði ekki getað það sem kennari hreinlega af því ég hafði ekki efni á því. Af því að réttlæti er svakalaga dýrt,“ sagði hún. Sannarlega ekki á allra færi að sækja það? „Svo sannarlega ekki,“ sagði Ásthildur Lóa. Dómsmál Flokkur fólksins Hrunið Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Sjá meira
Ásthildur Lóa Þórsdóttir mennta- og barnamálaráðherra kemur fyrir Héraðsdóm Reyjavíkur í fyrramálið. Hún og eiginmaður hennar stefna íslenska ríkinu og vilja meina að Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafi haft af þeim tæplega ellefu milljónir króna árið 2017. Þau hjónin segja sýslumannsfulltrúa hafa gert mistök við úthlutun eftir uppboð á heimili þeirra árið 2017. Fulltrúinn hafi ekki tekið tillit til fyrningar vaxta upp á 10,7 milljónir króna. Mistökin hefðu ekki verið leiðrétt og þau þvert á móti hvött til að höfða mál væru þau ósátt. Kerfið hafi slegið hlífiskildi um sýslumannsfulltrúa og þannig brotið gróflega gegn réttindum þeirra. Einbeittur brotavilji sýslumanns Á morgun rennur upp stór dagur í þínu lífi, aðalmeðferð í þínu máli? „Það er rétt, ég hef höfðað mál gegn ríkinu vegna þess, ég vil ekki tala um mistök vegna þess að brotavilji var vissulega einbeittur, að sýslumaður ákvað að færa Arion-banka 10,7 milljónir af mínu fé við úthlutun eftir uppboð. Þetta nær náttúrulega ekki nokkurri átt,“ sagði Ásthildur Lóa við fréttastofu. Hún segir engin grá svæði varðandi fyrningu vaxta sem um hafi verið að ræða í þessu tilfelli. „Þeir eru annað hvort fyrndir eða ekki. Það er líka mjög skýrt í lögum að sýslumanni ber að eigin frumkvæði að taka tillit til fyrningarvaxta við úthlutun eftir uppboð. Hann ákvað að gera það ekki, meira að segja ekki að honum var bent á að það munaði þessum fjármunum,“ sagði hún. Eigi ekki að vera hægt að koma svona fram við fólk Ásthildur segist hafi barist fyrir málinu í mörg ár, fyrst í tvö ár gegnum réttarkerfið þar sem þau hjónin hafi tæmt öll réttarúrræði en aldrei fengið úrskurð um fyrndu vextina. „Síðan þegar við náðum nauðasamningum við Arion-banka var þetta komið til endurupptökunefndar og bankinn krafðist þess sem skilyrði fyrir samningum að við myndum draga það mál til baka,“ sagði Ásthildur. „Núna eru peningarnir komnir til Arion-banka og við ákváðum fyrir rúmlega tveimur árum að sækja þetta mál til ríkisins hreinlega vegna þess að það á ekki að vera hægt að koma fram við venjulegt af kerfum, sem það á að geta treyst, með þessum hætti,“ sagði hún. Ekki á allra færi að leita réttar síns Er eitthvað sem þarf að breyta eða bæta eða var hreinlega ekki farið eftir lögum í þessu tilfelli? „Það var ekki farið eftir lögum, það er bara þannig. En það þarf líka að breyta einhverju og bæta vegna þess að kerfi, sem við eigum að geta treyst á eiga ekki að geta farið gegn lögum með þessum hætti og treyst því að einstaklingar sem verða fyrir þessum brotum leita ekki réttar síns eða geti það ekki,“ sagði Ásthildur. „Það er alveg á hreinu að ég hefði ekki getað haldið áfram með þetta mál fyrr en eftir að ég var komin inn á þing. Ég hefði ekki getað það sem kennari hreinlega af því ég hafði ekki efni á því. Af því að réttlæti er svakalaga dýrt,“ sagði hún. Sannarlega ekki á allra færi að sækja það? „Svo sannarlega ekki,“ sagði Ásthildur Lóa.
Dómsmál Flokkur fólksins Hrunið Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Sjá meira