„Réttlæti er svakalega dýrt“ Magnús Jochum Pálsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 11. febrúar 2025 19:00 Ásthildur Lóa segir sýslumann hafa haft einbeittan brotavilja þegar hann færði Arion-banka 10,7 milljónir við úthlutun eftir uppboð. Nú hefur hún stefnt ríkinu vegna málsins. Vísir/Arnar Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra, segist höfða mál gegn ríkinu vegna þess að kerfið eigi ekki að geta komið fram við venjulegt fólk með þeim hætti sem það gerði í máli þeirra hjóna. Það sé ekki á allra færi að leita réttar síns. Ásthildur Lóa Þórsdóttir mennta- og barnamálaráðherra kemur fyrir Héraðsdóm Reyjavíkur í fyrramálið. Hún og eiginmaður hennar stefna íslenska ríkinu og vilja meina að Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafi haft af þeim tæplega ellefu milljónir króna árið 2017. Þau hjónin segja sýslumannsfulltrúa hafa gert mistök við úthlutun eftir uppboð á heimili þeirra árið 2017. Fulltrúinn hafi ekki tekið tillit til fyrningar vaxta upp á 10,7 milljónir króna. Mistökin hefðu ekki verið leiðrétt og þau þvert á móti hvött til að höfða mál væru þau ósátt. Kerfið hafi slegið hlífiskildi um sýslumannsfulltrúa og þannig brotið gróflega gegn réttindum þeirra. Einbeittur brotavilji sýslumanns Á morgun rennur upp stór dagur í þínu lífi, aðalmeðferð í þínu máli? „Það er rétt, ég hef höfðað mál gegn ríkinu vegna þess, ég vil ekki tala um mistök vegna þess að brotavilji var vissulega einbeittur, að sýslumaður ákvað að færa Arion-banka 10,7 milljónir af mínu fé við úthlutun eftir uppboð. Þetta nær náttúrulega ekki nokkurri átt,“ sagði Ásthildur Lóa við fréttastofu. Hún segir engin grá svæði varðandi fyrningu vaxta sem um hafi verið að ræða í þessu tilfelli. „Þeir eru annað hvort fyrndir eða ekki. Það er líka mjög skýrt í lögum að sýslumanni ber að eigin frumkvæði að taka tillit til fyrningarvaxta við úthlutun eftir uppboð. Hann ákvað að gera það ekki, meira að segja ekki að honum var bent á að það munaði þessum fjármunum,“ sagði hún. Eigi ekki að vera hægt að koma svona fram við fólk Ásthildur segist hafi barist fyrir málinu í mörg ár, fyrst í tvö ár gegnum réttarkerfið þar sem þau hjónin hafi tæmt öll réttarúrræði en aldrei fengið úrskurð um fyrndu vextina. „Síðan þegar við náðum nauðasamningum við Arion-banka var þetta komið til endurupptökunefndar og bankinn krafðist þess sem skilyrði fyrir samningum að við myndum draga það mál til baka,“ sagði Ásthildur. „Núna eru peningarnir komnir til Arion-banka og við ákváðum fyrir rúmlega tveimur árum að sækja þetta mál til ríkisins hreinlega vegna þess að það á ekki að vera hægt að koma fram við venjulegt af kerfum, sem það á að geta treyst, með þessum hætti,“ sagði hún. Ekki á allra færi að leita réttar síns Er eitthvað sem þarf að breyta eða bæta eða var hreinlega ekki farið eftir lögum í þessu tilfelli? „Það var ekki farið eftir lögum, það er bara þannig. En það þarf líka að breyta einhverju og bæta vegna þess að kerfi, sem við eigum að geta treyst á eiga ekki að geta farið gegn lögum með þessum hætti og treyst því að einstaklingar sem verða fyrir þessum brotum leita ekki réttar síns eða geti það ekki,“ sagði Ásthildur. „Það er alveg á hreinu að ég hefði ekki getað haldið áfram með þetta mál fyrr en eftir að ég var komin inn á þing. Ég hefði ekki getað það sem kennari hreinlega af því ég hafði ekki efni á því. Af því að réttlæti er svakalaga dýrt,“ sagði hún. Sannarlega ekki á allra færi að sækja það? „Svo sannarlega ekki,“ sagði Ásthildur Lóa. Dómsmál Flokkur fólksins Hrunið Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Ásthildur Lóa Þórsdóttir mennta- og barnamálaráðherra kemur fyrir Héraðsdóm Reyjavíkur í fyrramálið. Hún og eiginmaður hennar stefna íslenska ríkinu og vilja meina að Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafi haft af þeim tæplega ellefu milljónir króna árið 2017. Þau hjónin segja sýslumannsfulltrúa hafa gert mistök við úthlutun eftir uppboð á heimili þeirra árið 2017. Fulltrúinn hafi ekki tekið tillit til fyrningar vaxta upp á 10,7 milljónir króna. Mistökin hefðu ekki verið leiðrétt og þau þvert á móti hvött til að höfða mál væru þau ósátt. Kerfið hafi slegið hlífiskildi um sýslumannsfulltrúa og þannig brotið gróflega gegn réttindum þeirra. Einbeittur brotavilji sýslumanns Á morgun rennur upp stór dagur í þínu lífi, aðalmeðferð í þínu máli? „Það er rétt, ég hef höfðað mál gegn ríkinu vegna þess, ég vil ekki tala um mistök vegna þess að brotavilji var vissulega einbeittur, að sýslumaður ákvað að færa Arion-banka 10,7 milljónir af mínu fé við úthlutun eftir uppboð. Þetta nær náttúrulega ekki nokkurri átt,“ sagði Ásthildur Lóa við fréttastofu. Hún segir engin grá svæði varðandi fyrningu vaxta sem um hafi verið að ræða í þessu tilfelli. „Þeir eru annað hvort fyrndir eða ekki. Það er líka mjög skýrt í lögum að sýslumanni ber að eigin frumkvæði að taka tillit til fyrningarvaxta við úthlutun eftir uppboð. Hann ákvað að gera það ekki, meira að segja ekki að honum var bent á að það munaði þessum fjármunum,“ sagði hún. Eigi ekki að vera hægt að koma svona fram við fólk Ásthildur segist hafi barist fyrir málinu í mörg ár, fyrst í tvö ár gegnum réttarkerfið þar sem þau hjónin hafi tæmt öll réttarúrræði en aldrei fengið úrskurð um fyrndu vextina. „Síðan þegar við náðum nauðasamningum við Arion-banka var þetta komið til endurupptökunefndar og bankinn krafðist þess sem skilyrði fyrir samningum að við myndum draga það mál til baka,“ sagði Ásthildur. „Núna eru peningarnir komnir til Arion-banka og við ákváðum fyrir rúmlega tveimur árum að sækja þetta mál til ríkisins hreinlega vegna þess að það á ekki að vera hægt að koma fram við venjulegt af kerfum, sem það á að geta treyst, með þessum hætti,“ sagði hún. Ekki á allra færi að leita réttar síns Er eitthvað sem þarf að breyta eða bæta eða var hreinlega ekki farið eftir lögum í þessu tilfelli? „Það var ekki farið eftir lögum, það er bara þannig. En það þarf líka að breyta einhverju og bæta vegna þess að kerfi, sem við eigum að geta treyst á eiga ekki að geta farið gegn lögum með þessum hætti og treyst því að einstaklingar sem verða fyrir þessum brotum leita ekki réttar síns eða geti það ekki,“ sagði Ásthildur. „Það er alveg á hreinu að ég hefði ekki getað haldið áfram með þetta mál fyrr en eftir að ég var komin inn á þing. Ég hefði ekki getað það sem kennari hreinlega af því ég hafði ekki efni á því. Af því að réttlæti er svakalaga dýrt,“ sagði hún. Sannarlega ekki á allra færi að sækja það? „Svo sannarlega ekki,“ sagði Ásthildur Lóa.
Dómsmál Flokkur fólksins Hrunið Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent