„Réttlæti er svakalega dýrt“ Magnús Jochum Pálsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 11. febrúar 2025 19:00 Ásthildur Lóa segir sýslumann hafa haft einbeittan brotavilja þegar hann færði Arion-banka 10,7 milljónir við úthlutun eftir uppboð. Nú hefur hún stefnt ríkinu vegna málsins. Vísir/Arnar Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra, segist höfða mál gegn ríkinu vegna þess að kerfið eigi ekki að geta komið fram við venjulegt fólk með þeim hætti sem það gerði í máli þeirra hjóna. Það sé ekki á allra færi að leita réttar síns. Ásthildur Lóa Þórsdóttir mennta- og barnamálaráðherra kemur fyrir Héraðsdóm Reyjavíkur í fyrramálið. Hún og eiginmaður hennar stefna íslenska ríkinu og vilja meina að Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafi haft af þeim tæplega ellefu milljónir króna árið 2017. Þau hjónin segja sýslumannsfulltrúa hafa gert mistök við úthlutun eftir uppboð á heimili þeirra árið 2017. Fulltrúinn hafi ekki tekið tillit til fyrningar vaxta upp á 10,7 milljónir króna. Mistökin hefðu ekki verið leiðrétt og þau þvert á móti hvött til að höfða mál væru þau ósátt. Kerfið hafi slegið hlífiskildi um sýslumannsfulltrúa og þannig brotið gróflega gegn réttindum þeirra. Einbeittur brotavilji sýslumanns Á morgun rennur upp stór dagur í þínu lífi, aðalmeðferð í þínu máli? „Það er rétt, ég hef höfðað mál gegn ríkinu vegna þess, ég vil ekki tala um mistök vegna þess að brotavilji var vissulega einbeittur, að sýslumaður ákvað að færa Arion-banka 10,7 milljónir af mínu fé við úthlutun eftir uppboð. Þetta nær náttúrulega ekki nokkurri átt,“ sagði Ásthildur Lóa við fréttastofu. Hún segir engin grá svæði varðandi fyrningu vaxta sem um hafi verið að ræða í þessu tilfelli. „Þeir eru annað hvort fyrndir eða ekki. Það er líka mjög skýrt í lögum að sýslumanni ber að eigin frumkvæði að taka tillit til fyrningarvaxta við úthlutun eftir uppboð. Hann ákvað að gera það ekki, meira að segja ekki að honum var bent á að það munaði þessum fjármunum,“ sagði hún. Eigi ekki að vera hægt að koma svona fram við fólk Ásthildur segist hafi barist fyrir málinu í mörg ár, fyrst í tvö ár gegnum réttarkerfið þar sem þau hjónin hafi tæmt öll réttarúrræði en aldrei fengið úrskurð um fyrndu vextina. „Síðan þegar við náðum nauðasamningum við Arion-banka var þetta komið til endurupptökunefndar og bankinn krafðist þess sem skilyrði fyrir samningum að við myndum draga það mál til baka,“ sagði Ásthildur. „Núna eru peningarnir komnir til Arion-banka og við ákváðum fyrir rúmlega tveimur árum að sækja þetta mál til ríkisins hreinlega vegna þess að það á ekki að vera hægt að koma fram við venjulegt af kerfum, sem það á að geta treyst, með þessum hætti,“ sagði hún. Ekki á allra færi að leita réttar síns Er eitthvað sem þarf að breyta eða bæta eða var hreinlega ekki farið eftir lögum í þessu tilfelli? „Það var ekki farið eftir lögum, það er bara þannig. En það þarf líka að breyta einhverju og bæta vegna þess að kerfi, sem við eigum að geta treyst á eiga ekki að geta farið gegn lögum með þessum hætti og treyst því að einstaklingar sem verða fyrir þessum brotum leita ekki réttar síns eða geti það ekki,“ sagði Ásthildur. „Það er alveg á hreinu að ég hefði ekki getað haldið áfram með þetta mál fyrr en eftir að ég var komin inn á þing. Ég hefði ekki getað það sem kennari hreinlega af því ég hafði ekki efni á því. Af því að réttlæti er svakalaga dýrt,“ sagði hún. Sannarlega ekki á allra færi að sækja það? „Svo sannarlega ekki,“ sagði Ásthildur Lóa. Dómsmál Flokkur fólksins Hrunið Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Fleiri fréttir Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Sjá meira
Ásthildur Lóa Þórsdóttir mennta- og barnamálaráðherra kemur fyrir Héraðsdóm Reyjavíkur í fyrramálið. Hún og eiginmaður hennar stefna íslenska ríkinu og vilja meina að Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafi haft af þeim tæplega ellefu milljónir króna árið 2017. Þau hjónin segja sýslumannsfulltrúa hafa gert mistök við úthlutun eftir uppboð á heimili þeirra árið 2017. Fulltrúinn hafi ekki tekið tillit til fyrningar vaxta upp á 10,7 milljónir króna. Mistökin hefðu ekki verið leiðrétt og þau þvert á móti hvött til að höfða mál væru þau ósátt. Kerfið hafi slegið hlífiskildi um sýslumannsfulltrúa og þannig brotið gróflega gegn réttindum þeirra. Einbeittur brotavilji sýslumanns Á morgun rennur upp stór dagur í þínu lífi, aðalmeðferð í þínu máli? „Það er rétt, ég hef höfðað mál gegn ríkinu vegna þess, ég vil ekki tala um mistök vegna þess að brotavilji var vissulega einbeittur, að sýslumaður ákvað að færa Arion-banka 10,7 milljónir af mínu fé við úthlutun eftir uppboð. Þetta nær náttúrulega ekki nokkurri átt,“ sagði Ásthildur Lóa við fréttastofu. Hún segir engin grá svæði varðandi fyrningu vaxta sem um hafi verið að ræða í þessu tilfelli. „Þeir eru annað hvort fyrndir eða ekki. Það er líka mjög skýrt í lögum að sýslumanni ber að eigin frumkvæði að taka tillit til fyrningarvaxta við úthlutun eftir uppboð. Hann ákvað að gera það ekki, meira að segja ekki að honum var bent á að það munaði þessum fjármunum,“ sagði hún. Eigi ekki að vera hægt að koma svona fram við fólk Ásthildur segist hafi barist fyrir málinu í mörg ár, fyrst í tvö ár gegnum réttarkerfið þar sem þau hjónin hafi tæmt öll réttarúrræði en aldrei fengið úrskurð um fyrndu vextina. „Síðan þegar við náðum nauðasamningum við Arion-banka var þetta komið til endurupptökunefndar og bankinn krafðist þess sem skilyrði fyrir samningum að við myndum draga það mál til baka,“ sagði Ásthildur. „Núna eru peningarnir komnir til Arion-banka og við ákváðum fyrir rúmlega tveimur árum að sækja þetta mál til ríkisins hreinlega vegna þess að það á ekki að vera hægt að koma fram við venjulegt af kerfum, sem það á að geta treyst, með þessum hætti,“ sagði hún. Ekki á allra færi að leita réttar síns Er eitthvað sem þarf að breyta eða bæta eða var hreinlega ekki farið eftir lögum í þessu tilfelli? „Það var ekki farið eftir lögum, það er bara þannig. En það þarf líka að breyta einhverju og bæta vegna þess að kerfi, sem við eigum að geta treyst á eiga ekki að geta farið gegn lögum með þessum hætti og treyst því að einstaklingar sem verða fyrir þessum brotum leita ekki réttar síns eða geti það ekki,“ sagði Ásthildur. „Það er alveg á hreinu að ég hefði ekki getað haldið áfram með þetta mál fyrr en eftir að ég var komin inn á þing. Ég hefði ekki getað það sem kennari hreinlega af því ég hafði ekki efni á því. Af því að réttlæti er svakalaga dýrt,“ sagði hún. Sannarlega ekki á allra færi að sækja það? „Svo sannarlega ekki,“ sagði Ásthildur Lóa.
Dómsmál Flokkur fólksins Hrunið Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Fleiri fréttir Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Sjá meira