Tímamót fyrir Finna að sinna loftrýmisgæslu fyrir NATO Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. febrúar 2025 20:02 Sampo Kojo, majór í finnska flughernum, sem stýrir loftrýmisgæslunni á Íslandi. Vísir/Einar Flugsveit finnska hersins hefur verið við loftrýmisgæslu á Íslandi síðustu tvær vikur. Majór segir þetta stóra stund fyrir Finna og lærdómsríkt. Þeir sinna nú loftrýmisgæslu á Íslandi í fyrsta sinn eftir að þeir gengu í Atlantshafsbandalagið. Um fimmtíu liðsmenn flugsveitarinnar eru staddir hér á landi og fjórar F/A-18 Hornet orrustuþotur, sem notaðar eru í loftrýmisgæsluna. Flugsveitin hóf gæsluna fyrir um tveimur vikum og verður hér þar til í lok febrúar, þegar hún snýr aftur til Finnlands. Eins og gefur að skilja hefur veðrið sett nokkuð strik í reikninginn. „Veðrið hefur sett strik í reikninginn hjá okkur. Stormurinn kom í veg fyrir að við gætum flogið æfingaflug en hafði ekki áhrif á NATO-loftrýmisgæslu okkar,“ segir Sampo Kojo, majór, sem stýrir gæslunni. Flugmaðurinn Lasse Louhela segir mikilfenglegt að fljúga yfir Ísland.Vísir/Einar „Landslagið og útsýnið á Íslandi er algerlega einstakt. Útsýni sem þetta sér maður hvergi annars staðar. Þegar við byrjuðum var veðrið ekki svo gott en við gátum flogið í morgun og veðrið var gott að mestu leyti,“ bætir Lasse Louhela flugmaður við. Finnar tóku þátt í varnaræfingu á Íslandi árið 2014 en þetta er í fyrsta sinn sem þeir sinna hér loftrýmisgæslu. Finnski flugherinn notast við fjórar K/A-18 Hornet orrustuþotur við loftrýmisgæsluna.Vísir/Einar „Þetta er fyrsta loftrýmisgæsla okkar sem NATO-þjóð. Við vorum hér í fyrsta sinn árið 2014 en það var einungis í þjálfunarskyni. Í þetta sinn sýnum við fram á staðfestu Finnlands hvað varðar sameiginlegar varnir og viðfangsefni NATO auk þess auðvitað að tryggja lofthelgi Íslands í fyrsta sinn,“ segir Louhela. Finnar verða á Íslandi í um tvær vikur til viðbótar.Vísir/Einar Þeir segja tímana víðsjárverða og með því að sinna loftrýmisgæslu hér á Íslandi tryggi Finnar aukið öryggi fyrir öll aðildarríki NATO. „Það eru tímamót fyrir okkur að koma hingað í fyrsta sinn og sinna löggæslu á Íslandi. Það er okkur mikils virði að stuðla að öryggi og vernd lofthelgi Íslands og NATO hér á landi. Það er líka liður í okkar vörnum að vera hér á Ísland og tryggja loftrými landsins,“ segir Kojo. NATO Öryggis- og varnarmál Finnland Landhelgisgæslan Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Um fimmtíu liðsmenn flugsveitarinnar eru staddir hér á landi og fjórar F/A-18 Hornet orrustuþotur, sem notaðar eru í loftrýmisgæsluna. Flugsveitin hóf gæsluna fyrir um tveimur vikum og verður hér þar til í lok febrúar, þegar hún snýr aftur til Finnlands. Eins og gefur að skilja hefur veðrið sett nokkuð strik í reikninginn. „Veðrið hefur sett strik í reikninginn hjá okkur. Stormurinn kom í veg fyrir að við gætum flogið æfingaflug en hafði ekki áhrif á NATO-loftrýmisgæslu okkar,“ segir Sampo Kojo, majór, sem stýrir gæslunni. Flugmaðurinn Lasse Louhela segir mikilfenglegt að fljúga yfir Ísland.Vísir/Einar „Landslagið og útsýnið á Íslandi er algerlega einstakt. Útsýni sem þetta sér maður hvergi annars staðar. Þegar við byrjuðum var veðrið ekki svo gott en við gátum flogið í morgun og veðrið var gott að mestu leyti,“ bætir Lasse Louhela flugmaður við. Finnar tóku þátt í varnaræfingu á Íslandi árið 2014 en þetta er í fyrsta sinn sem þeir sinna hér loftrýmisgæslu. Finnski flugherinn notast við fjórar K/A-18 Hornet orrustuþotur við loftrýmisgæsluna.Vísir/Einar „Þetta er fyrsta loftrýmisgæsla okkar sem NATO-þjóð. Við vorum hér í fyrsta sinn árið 2014 en það var einungis í þjálfunarskyni. Í þetta sinn sýnum við fram á staðfestu Finnlands hvað varðar sameiginlegar varnir og viðfangsefni NATO auk þess auðvitað að tryggja lofthelgi Íslands í fyrsta sinn,“ segir Louhela. Finnar verða á Íslandi í um tvær vikur til viðbótar.Vísir/Einar Þeir segja tímana víðsjárverða og með því að sinna loftrýmisgæslu hér á Íslandi tryggi Finnar aukið öryggi fyrir öll aðildarríki NATO. „Það eru tímamót fyrir okkur að koma hingað í fyrsta sinn og sinna löggæslu á Íslandi. Það er okkur mikils virði að stuðla að öryggi og vernd lofthelgi Íslands og NATO hér á landi. Það er líka liður í okkar vörnum að vera hér á Ísland og tryggja loftrými landsins,“ segir Kojo.
NATO Öryggis- og varnarmál Finnland Landhelgisgæslan Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira