Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Magnús Jochum Pálsson skrifar 11. febrúar 2025 16:11 Þórhildur Sunna og Rósa Björk komust ekki inn á þing í síðustu þingkosningum enda þurrkuðust Píratar og VG út. Vísir/Vilhelm Fyrrverandi þingmennirnir Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir eru meðal þeirra átjan sem sóttu um embætti framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar Íslands.Yfirmaður réttindagæslumanna fatlaðs fólks sótti einnig um. Mannréttindastofnun Íslands tók til starfa 1. janúar 2025 og var embættið auglýst laust til umsóknar á vef Stafræns Íslands um svipað leyti. Stjórn Mannréttindastofnunar Íslands mun skipa framkvæmdastjóra stofnunarinnar til fimm ára í senn og mun sérstök hæfnisnefnd, skipuð þremur einstaklingum, verða stjórninni til ráðgjafar um hæfni og almennt hæfi umsækjenda. Hér fyrir neðan má sjá þá átján sem sóttu um stöðuna en auk fyrrverandi þingmannanna tveggja er þar að finna yfirmann réttindagæslumanna fatlaðs fólks, starfsmann Framsóknar, skólastjóra Ásgarðsskóla, lögreglustjóra og ýmsa aðra: Alfa Jóhannsdóttir, forvarnarfulltrúi Ársól Clara Arnardóttir, mannréttindafræðingur Esther Ösp Valdimarsdóttir, skólastýra Ásgarðsskóla Guðmundur Ásgeirsson, lögfræðingur Guðrún Dögg Guðmundsdóttir, sérfræðingur Gunnar Sær Ragnarsson, starfsmaður þingflokks Framsóknarflokksins Hulda Gísladóttir, mannauðsstjóri Jóhanna Heiðdal, framkvæmdastjóri Jón Þorsteinn Sigurðsson, yfirmaður réttindagæslumanna fatlaðs fólks Margrét María Sigurðardóttir, lögreglustjóri og fyrrverandi umboðsmaður barna Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands Rebekka Rán Samper. lögfræðingur og verkefnastjóri Rósa Björk Brynjólfsdóttir, sérfræðingur og fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna og Samfylkingar Sigríður Auður Arnardóttir, lögfræðingur Stefán Vilbergsson, verkefnisstjóri Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women Þórdís Helga Másdóttir, uppeldis- og menntunarfræðingur Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, fyrrverandi alþingismaður Pírata Nýstofnuð stofnun Frumvarp um Mannréttindastofnun Íslands var samþykkt á Alþingi í júní í fyrra. Mannréttindastofnun starfar á vegum Alþingis en er sjálfstæð í störfum sínum og óháð fyrirmælum frá öðrum, „Meginhlutverk hennar er að efla og vernda mannréttindi á Íslandi, eins og þau eru skilgreind í stjórnarskrá, lögum, alþjóðasamningum og öðrum alþjóðlegum skuldbindingum,“ segir í frumvarpi um stofnunina. Helstu verkefni og ábyrgð framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar eru meðal annars að vinna að því að opinberir aðilar og einkaaðilar virði mannréttindi á öllum sviðum samfélagsins, annast daglega starfsemi og rekstur stofnunarinnar og hafa eftirlit með framkvæmd laga og alþjóðlegra skuldbindinga Íslands á sviði mannréttinda og eftir atvikum koma með ábendingar varðandi fullgildingu eða aðild að alþjóðlegum skuldbindingum sem eru til þess fallnar að tryggja mannréttindi. Alþingi kýs fimm einstaklinga í stjórn Mannréttindastofnunar Íslands og jafnmarga til vara til fjögurra ára í senn. Stjórnin skipar framkvæmdastjórann og skal hann hafa lokið háskólaprófi og búa yfir þekkingu og reynslu á sviði mannréttinda. Skipa má framkvæmdastjóra að nýju til fimm ára án auglýsingar en ekki oftar. Stjórnsýsla Mannréttindi Vistaskipti Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Sjá meira
Mannréttindastofnun Íslands tók til starfa 1. janúar 2025 og var embættið auglýst laust til umsóknar á vef Stafræns Íslands um svipað leyti. Stjórn Mannréttindastofnunar Íslands mun skipa framkvæmdastjóra stofnunarinnar til fimm ára í senn og mun sérstök hæfnisnefnd, skipuð þremur einstaklingum, verða stjórninni til ráðgjafar um hæfni og almennt hæfi umsækjenda. Hér fyrir neðan má sjá þá átján sem sóttu um stöðuna en auk fyrrverandi þingmannanna tveggja er þar að finna yfirmann réttindagæslumanna fatlaðs fólks, starfsmann Framsóknar, skólastjóra Ásgarðsskóla, lögreglustjóra og ýmsa aðra: Alfa Jóhannsdóttir, forvarnarfulltrúi Ársól Clara Arnardóttir, mannréttindafræðingur Esther Ösp Valdimarsdóttir, skólastýra Ásgarðsskóla Guðmundur Ásgeirsson, lögfræðingur Guðrún Dögg Guðmundsdóttir, sérfræðingur Gunnar Sær Ragnarsson, starfsmaður þingflokks Framsóknarflokksins Hulda Gísladóttir, mannauðsstjóri Jóhanna Heiðdal, framkvæmdastjóri Jón Þorsteinn Sigurðsson, yfirmaður réttindagæslumanna fatlaðs fólks Margrét María Sigurðardóttir, lögreglustjóri og fyrrverandi umboðsmaður barna Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands Rebekka Rán Samper. lögfræðingur og verkefnastjóri Rósa Björk Brynjólfsdóttir, sérfræðingur og fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna og Samfylkingar Sigríður Auður Arnardóttir, lögfræðingur Stefán Vilbergsson, verkefnisstjóri Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women Þórdís Helga Másdóttir, uppeldis- og menntunarfræðingur Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, fyrrverandi alþingismaður Pírata Nýstofnuð stofnun Frumvarp um Mannréttindastofnun Íslands var samþykkt á Alþingi í júní í fyrra. Mannréttindastofnun starfar á vegum Alþingis en er sjálfstæð í störfum sínum og óháð fyrirmælum frá öðrum, „Meginhlutverk hennar er að efla og vernda mannréttindi á Íslandi, eins og þau eru skilgreind í stjórnarskrá, lögum, alþjóðasamningum og öðrum alþjóðlegum skuldbindingum,“ segir í frumvarpi um stofnunina. Helstu verkefni og ábyrgð framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar eru meðal annars að vinna að því að opinberir aðilar og einkaaðilar virði mannréttindi á öllum sviðum samfélagsins, annast daglega starfsemi og rekstur stofnunarinnar og hafa eftirlit með framkvæmd laga og alþjóðlegra skuldbindinga Íslands á sviði mannréttinda og eftir atvikum koma með ábendingar varðandi fullgildingu eða aðild að alþjóðlegum skuldbindingum sem eru til þess fallnar að tryggja mannréttindi. Alþingi kýs fimm einstaklinga í stjórn Mannréttindastofnunar Íslands og jafnmarga til vara til fjögurra ára í senn. Stjórnin skipar framkvæmdastjórann og skal hann hafa lokið háskólaprófi og búa yfir þekkingu og reynslu á sviði mannréttinda. Skipa má framkvæmdastjóra að nýju til fimm ára án auglýsingar en ekki oftar.
Stjórnsýsla Mannréttindi Vistaskipti Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Sjá meira