„Ég er bara pínu leiður“ Vésteinn Örn Pétursson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 10. febrúar 2025 19:24 Magnús Þór Jónsson er formaður KÍ. Vísir/Einar Formaður Kennarasambands Íslands segist leiður yfir fundi dagsins með samninganefndum ríkis og sveitarfélaga. Deiluaðilar virðist hafa færst fjær hvor öðrum, en verkföllum víðast hvar um landið lauk í morgun, eftir að Félagsdómur dæmdi þau flest ólögmæt. Fundi kennara, ríkis og sveitarfélaga hjá ríkissáttasemjara lauk án árangurs upp úr klukkan þrjú í dag. Ástráður Haraldsson hefur ríkissáttasemjari ekki boðað til nýs fundar í deilunni, þar sem hann segist ekki hafa séð ástæðu til þess. Um var að ræða fyrsta fund deiluaðila síðan Félagsdómur dæmdi verkföll kennara ólögmæt, að verkfalli kennara í Snæfellsbæ undanskildu. Það var á grundvelli þess að þau næðu ekki til allra félagsmanna Kennarasambands Íslands hjá sama vinnuveitanda. Ákvörðun Ástráðs ekki óvænt Magnús Þór Jónsson, fomaður Kennarasambands Íslands, lýsir fundi dagsins sem vonbrigðum. „Ég er bara pínu leiður. Mér fannst við í lok fundarins kannski hafa færst aftar en við höfum verið. Þannig að það kom mér ekki á óvart að Ástráður tæki þessa ákvörðun, að kalla ekki deiluaðila saman í einhvern ákveðinn tíma,“ sagði Magnús í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Magnús segist ekki geta metið hvort dómur Félagsdóms hafi haft áhrif á fulltrúa ríkis og sveitarfélaga og afstöðu þeirra í deilunni. Það verði þeir sjálfir að svara fyrir. „Það kom þarna útspil í dag sem var að færa okkur fjær. Okkur fannst við vera á ágætis leið. Ég veit ekki hvort það er virkilega þannig að samtalið þurfi að vera undir einhvers konar ógn um að það sé verið að boða til aðgerða, eða komnar aðgerðir. Vonandi er það ekki þannig. Við vorum undrandi á deginum og vonandi er þetta ekki vegna þess að menn væru einhvern veginn upprifnir eftir dóminn. Við höfum sagt það mjög lengi að þetta mál verður ekki leyst í dómsölum.“ Neita að standa úti í horni Kennarar hyggjast í kvöld fylkja liði á Austurvöll, en stefnuræða forsætisráðherra fer fram klukkan 19:40 í þinghúsinu í kvöld. Magnús segir Kennarafélag Reykjavíkur standa að samstöðufundi kennara. Hann hafi verið á dagskrá en niðurstaða félagsdóms í gær ýti enn frekar undir nauðsyn þess að kennarar hittust og stæðu saman. „Við erum á skrýtnum tíma, enn einu sinni að spóla til baka og erum auðvitað bara núna að átta okkur á þeim aðgerðum sem við getum farið í, út frá niðurstöðu Félagsdóms sem kom okkur, og reyndar mörgum fleirum, á óvart. Ég held að þetta sé blanda af því að fólk sé komið með nóg af því að bíða, við byrjuðum í september á síðasta ári. Það eru komnir bráðum fimm mánuðir frá því að deilunni var vísað til ríkissáttasemjara,“ segir Magnús. „Svo þetta útspil í gær í Félagsdómi og kannski fundurinn í dag, eru full ástæða til þess að kennarar komi saman og láti vita af því að við stöndum þétt saman og erum ekki tilbúin að standa úti í horni á íslenskum launamarkaði lengur. Við viljum bara að okkar nám og okkar vinna séu metin til jafns á við sambærilega sérfræðinga á almennum markaði. Það hefur verið markmiðið og er enn þá,“ sagði Magnús að lokum. Kennaraverkfall 2024-25 Kjaraviðræður 2023-25 Kjaramál Skóla- og menntamál Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Fleiri fréttir Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Sjá meira
Fundi kennara, ríkis og sveitarfélaga hjá ríkissáttasemjara lauk án árangurs upp úr klukkan þrjú í dag. Ástráður Haraldsson hefur ríkissáttasemjari ekki boðað til nýs fundar í deilunni, þar sem hann segist ekki hafa séð ástæðu til þess. Um var að ræða fyrsta fund deiluaðila síðan Félagsdómur dæmdi verkföll kennara ólögmæt, að verkfalli kennara í Snæfellsbæ undanskildu. Það var á grundvelli þess að þau næðu ekki til allra félagsmanna Kennarasambands Íslands hjá sama vinnuveitanda. Ákvörðun Ástráðs ekki óvænt Magnús Þór Jónsson, fomaður Kennarasambands Íslands, lýsir fundi dagsins sem vonbrigðum. „Ég er bara pínu leiður. Mér fannst við í lok fundarins kannski hafa færst aftar en við höfum verið. Þannig að það kom mér ekki á óvart að Ástráður tæki þessa ákvörðun, að kalla ekki deiluaðila saman í einhvern ákveðinn tíma,“ sagði Magnús í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Magnús segist ekki geta metið hvort dómur Félagsdóms hafi haft áhrif á fulltrúa ríkis og sveitarfélaga og afstöðu þeirra í deilunni. Það verði þeir sjálfir að svara fyrir. „Það kom þarna útspil í dag sem var að færa okkur fjær. Okkur fannst við vera á ágætis leið. Ég veit ekki hvort það er virkilega þannig að samtalið þurfi að vera undir einhvers konar ógn um að það sé verið að boða til aðgerða, eða komnar aðgerðir. Vonandi er það ekki þannig. Við vorum undrandi á deginum og vonandi er þetta ekki vegna þess að menn væru einhvern veginn upprifnir eftir dóminn. Við höfum sagt það mjög lengi að þetta mál verður ekki leyst í dómsölum.“ Neita að standa úti í horni Kennarar hyggjast í kvöld fylkja liði á Austurvöll, en stefnuræða forsætisráðherra fer fram klukkan 19:40 í þinghúsinu í kvöld. Magnús segir Kennarafélag Reykjavíkur standa að samstöðufundi kennara. Hann hafi verið á dagskrá en niðurstaða félagsdóms í gær ýti enn frekar undir nauðsyn þess að kennarar hittust og stæðu saman. „Við erum á skrýtnum tíma, enn einu sinni að spóla til baka og erum auðvitað bara núna að átta okkur á þeim aðgerðum sem við getum farið í, út frá niðurstöðu Félagsdóms sem kom okkur, og reyndar mörgum fleirum, á óvart. Ég held að þetta sé blanda af því að fólk sé komið með nóg af því að bíða, við byrjuðum í september á síðasta ári. Það eru komnir bráðum fimm mánuðir frá því að deilunni var vísað til ríkissáttasemjara,“ segir Magnús. „Svo þetta útspil í gær í Félagsdómi og kannski fundurinn í dag, eru full ástæða til þess að kennarar komi saman og láti vita af því að við stöndum þétt saman og erum ekki tilbúin að standa úti í horni á íslenskum launamarkaði lengur. Við viljum bara að okkar nám og okkar vinna séu metin til jafns á við sambærilega sérfræðinga á almennum markaði. Það hefur verið markmiðið og er enn þá,“ sagði Magnús að lokum.
Kennaraverkfall 2024-25 Kjaraviðræður 2023-25 Kjaramál Skóla- og menntamál Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Fleiri fréttir Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Sjá meira