Sprungin dekk og ónýtar felgur Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. febrúar 2025 12:59 Nokkrar af holunum sem myndast hafa á vegum í umhleypingum nú um helgina. Vegagerðin hefur staðið í ströngu við viðgerðir. Vegagerðin Stórar og djúpar holur á Hellisheiði og í Kömbum hafa gerta ökumönnum lífið leitt í morgun. Vegagerðin vinnur að viðgerðum á holunum, sem orðið hafa til eftir umhleypingar síðustu daga. Úrhellisrigning er á Snæfellsnesi, vatn hefur flætt yfir vegi á Vesturlandi og varað er við skriðuhættu á Vestfjörðum. Vegagerðin fékk fyrstu tilkynningar um holur á þjóðveginum á Suðurlandi í gær, að sögn Svans Bjarnasonar svæðisstjóra fyrir suðursvæði hjá Vegagerðinni. Aðstæður eru verstar á tveimur stöðum, annars vegar neðst í Kömbunum við Hveragerði á leið til Reykjavíkur og hins vegar á gatnamótunum við Hamragilsveg að Hellisheiðarvirkjun. „Þar eru að myndast slæmar holur, mynduðust í gær, og þá var kallaður út mannskapur hjá okkur til að fara að fylla í holur. Svo hefur þetta gerst aftur í nótt og margir bílar lentu í þessu í morgun, heyrðist mér,“ segir Svanur. Vinnuflokkur Vegagerðina fyllti þessa í holu við gatnamótin að Hellisheiðarvirkjun, sem reyndist ökumönnum einna illskeyttust.vegagerðin Umhleypingar síðustu daga fari illa í slitlögin, og afleiðingarnar verði gjarnan þessar. Vinnuflokkar muni reyna að fylla í verstu holurnar með malbiki. Svanur er ekki með nákvæma tölu yfir ökumenn sem orðið hafa fyrir tjóni en þeir gætu verið allt að tuttugu. „Þetta eru svo hvassar holur og sérstaklega þarna við Hamragilsveginn, þar eru holurnar svo djúpar að þær eru komnar niður í mölina, og þá eru þetta mjög slæm högg sem menn verða fyrir og þá skemmast dekk og jafnvel felgur,“ segir Svanur. Hann beinir því til vegfarenda á svæðinu að fara varlega, ástandið gæti orðið viðvarandi næstu daga. Úrhelli í Grundarfirði Á vesturhluta landsins þurfa vegfarendur einnig að fara með gát, af annarri ástæðu þó. Þar er varað við vatnsveðri og skriðuhættu, einkum á Vestfjörðum. Jón Kristinn Helgason fagstjóri skriðuvöktunar á Veðurstofunni segir tilkynningar hafa borist um vatnavexti við Raknadalshlíð á Barðastrandavegi og á Kleifarheiði. „Svo er töluverð úrkoma á Snæfellsnesinu líka þó að það svæði þoli miklu meiri úrkomu. Það er mikið búið að skilja sig við mæla í Grundarfirði, 185 millimetrar á síðustu tuttugu og fjórum tímum sem er mjög mikið. Og þar flæðir eitthvað að mér skilst. Eina tilkynning um grjóthrun sem við höfum fengið er í Ólafsvíkurenni,“ segir Jón Kristinn. Vegagerð Hveragerði Ölfus Umferð Veður Tengdar fréttir Margar slæmar holur á Hellisheiði Vegagerðin hefur varað við að mjög mikið sé af slæmum holum á Hellisheiðinni eftir umhleypingar síðustu daga. 10. febrúar 2025 08:39 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Sjá meira
Vegagerðin fékk fyrstu tilkynningar um holur á þjóðveginum á Suðurlandi í gær, að sögn Svans Bjarnasonar svæðisstjóra fyrir suðursvæði hjá Vegagerðinni. Aðstæður eru verstar á tveimur stöðum, annars vegar neðst í Kömbunum við Hveragerði á leið til Reykjavíkur og hins vegar á gatnamótunum við Hamragilsveg að Hellisheiðarvirkjun. „Þar eru að myndast slæmar holur, mynduðust í gær, og þá var kallaður út mannskapur hjá okkur til að fara að fylla í holur. Svo hefur þetta gerst aftur í nótt og margir bílar lentu í þessu í morgun, heyrðist mér,“ segir Svanur. Vinnuflokkur Vegagerðina fyllti þessa í holu við gatnamótin að Hellisheiðarvirkjun, sem reyndist ökumönnum einna illskeyttust.vegagerðin Umhleypingar síðustu daga fari illa í slitlögin, og afleiðingarnar verði gjarnan þessar. Vinnuflokkar muni reyna að fylla í verstu holurnar með malbiki. Svanur er ekki með nákvæma tölu yfir ökumenn sem orðið hafa fyrir tjóni en þeir gætu verið allt að tuttugu. „Þetta eru svo hvassar holur og sérstaklega þarna við Hamragilsveginn, þar eru holurnar svo djúpar að þær eru komnar niður í mölina, og þá eru þetta mjög slæm högg sem menn verða fyrir og þá skemmast dekk og jafnvel felgur,“ segir Svanur. Hann beinir því til vegfarenda á svæðinu að fara varlega, ástandið gæti orðið viðvarandi næstu daga. Úrhelli í Grundarfirði Á vesturhluta landsins þurfa vegfarendur einnig að fara með gát, af annarri ástæðu þó. Þar er varað við vatnsveðri og skriðuhættu, einkum á Vestfjörðum. Jón Kristinn Helgason fagstjóri skriðuvöktunar á Veðurstofunni segir tilkynningar hafa borist um vatnavexti við Raknadalshlíð á Barðastrandavegi og á Kleifarheiði. „Svo er töluverð úrkoma á Snæfellsnesinu líka þó að það svæði þoli miklu meiri úrkomu. Það er mikið búið að skilja sig við mæla í Grundarfirði, 185 millimetrar á síðustu tuttugu og fjórum tímum sem er mjög mikið. Og þar flæðir eitthvað að mér skilst. Eina tilkynning um grjóthrun sem við höfum fengið er í Ólafsvíkurenni,“ segir Jón Kristinn.
Vegagerð Hveragerði Ölfus Umferð Veður Tengdar fréttir Margar slæmar holur á Hellisheiði Vegagerðin hefur varað við að mjög mikið sé af slæmum holum á Hellisheiðinni eftir umhleypingar síðustu daga. 10. febrúar 2025 08:39 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Sjá meira
Margar slæmar holur á Hellisheiði Vegagerðin hefur varað við að mjög mikið sé af slæmum holum á Hellisheiðinni eftir umhleypingar síðustu daga. 10. febrúar 2025 08:39
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent