Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. febrúar 2025 10:41 Alfreð Erling sagðist vera á leiðinni í Hallgrímskirkju þegar hann var handtekinn á gatnamótum Snorrabrautar og Egilsgötu. Vísir/vilhelm Lögregluþjónn sem kom að handtöku Alfreðs Erlings Þórðarsonar á Snorrabraut í ágúst í fyrra segir Alfreð hafa verið mjög rólegan, samvinnuþýðan og rætt um dauðann, djöfulinn og guð. Upptökurnar eru til á búkmyndavél lögreglumannsins. Aðalmeðferðin í máli Alfreðs Erlings hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Alfreð Erling, 46 ára Norðfirðingur, er ákærður fyrir að verða hjónum á áttræðisaldri sem hann þekkti til að bana á heimili þeirra í Neskaupstað. Talið er að hann hafi verið í geðrofi, notað hamar og slegið fólkið endurtekið í höfuðið með verkfærinu með fyrrnefndum afleiðingum. Lögreglumaðurinn bar vitni fyrir dómi í morgun. Hans hlutverk hefði verið að leita að bíl hjónanna sem hafði verði lýst eftir. Hann sagði þá hafa borið kennsl á bílinn við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar og fylgt honum eftir. Það hefði verið beðið eftir aðstoð sérsveitar til að koma að handtökunni. Þegar bíll hjónanna var kyrrstæður á beygjuakrein af Snorrabraut inn á Egilsgötu bar sérsveitina að garði. Maðurinn hefði verið handtekinn og færður í bíl lögreglumannsins. Þar hefðu þeir setið hlið við hlið í aftursætinu og rætt saman. „Hann var mjög rólegur og samvinnuþýður. Hann sagðist hafa verið á leiðinni að Hallgrímskirkju. Sagðist vera að fara að vinna eitthvað verk fyrir guð eða djöfulinn,“ sagði lögreglumaðurinn. Hann hefði ætlað að kveikja á krossi fyrir framan Hallgrímskirkju. Lögreglumaðurinn sagðist hafa tekið eftir storknuðum blóðdropum á skóm Alfreðs og neðst á buxnaskálminni. Kveikt var á búkmyndavél lögreglumannsins svo samtal þeirra er til á upptöku. Lögreglumaðurinn lýsti því að Alfreð hefði verið áfram samvinnuþýður á leiðinni á lögreglustöðina og áfram þar inni. Hann hefði áfram rætt furðulega hluti á borð við jesú, dauða og djöfulinn. Þeir hefðu aðeins talað um „anda“ inni á lögreglustöðinni og lögreglumaðurinn bent honum á að um væri að ræða eitt algengasta orðið í íslensku, sem viðbót við hin ýmsu orð á borð við stand-andi og sitj-andi. Rannsókn á andláti hjóna í Neskaupstað Dómsmál Fjarðabyggð Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Fleiri fréttir Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Sjá meira
Aðalmeðferðin í máli Alfreðs Erlings hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Alfreð Erling, 46 ára Norðfirðingur, er ákærður fyrir að verða hjónum á áttræðisaldri sem hann þekkti til að bana á heimili þeirra í Neskaupstað. Talið er að hann hafi verið í geðrofi, notað hamar og slegið fólkið endurtekið í höfuðið með verkfærinu með fyrrnefndum afleiðingum. Lögreglumaðurinn bar vitni fyrir dómi í morgun. Hans hlutverk hefði verið að leita að bíl hjónanna sem hafði verði lýst eftir. Hann sagði þá hafa borið kennsl á bílinn við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar og fylgt honum eftir. Það hefði verið beðið eftir aðstoð sérsveitar til að koma að handtökunni. Þegar bíll hjónanna var kyrrstæður á beygjuakrein af Snorrabraut inn á Egilsgötu bar sérsveitina að garði. Maðurinn hefði verið handtekinn og færður í bíl lögreglumannsins. Þar hefðu þeir setið hlið við hlið í aftursætinu og rætt saman. „Hann var mjög rólegur og samvinnuþýður. Hann sagðist hafa verið á leiðinni að Hallgrímskirkju. Sagðist vera að fara að vinna eitthvað verk fyrir guð eða djöfulinn,“ sagði lögreglumaðurinn. Hann hefði ætlað að kveikja á krossi fyrir framan Hallgrímskirkju. Lögreglumaðurinn sagðist hafa tekið eftir storknuðum blóðdropum á skóm Alfreðs og neðst á buxnaskálminni. Kveikt var á búkmyndavél lögreglumannsins svo samtal þeirra er til á upptöku. Lögreglumaðurinn lýsti því að Alfreð hefði verið áfram samvinnuþýður á leiðinni á lögreglustöðina og áfram þar inni. Hann hefði áfram rætt furðulega hluti á borð við jesú, dauða og djöfulinn. Þeir hefðu aðeins talað um „anda“ inni á lögreglustöðinni og lögreglumaðurinn bent honum á að um væri að ræða eitt algengasta orðið í íslensku, sem viðbót við hin ýmsu orð á borð við stand-andi og sitj-andi.
Rannsókn á andláti hjóna í Neskaupstað Dómsmál Fjarðabyggð Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Fleiri fréttir Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Sjá meira