Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Atli Ísleifsson skrifar 7. febrúar 2025 21:58 Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar, segist hafa fullan skilning á ákvörðun Einars Þorsteinssonar að slíta meirihlutasamstarfinu í borgarstjórn. Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segist hafa verið meðvitaður um hvað stóð til á fundi Einars Þorsteinssonar borgarstjóra með oddvitum meirihlutans í borgarstjórn í kvöld þar sem Einar tilkynnti að hann hafi ákveðið að slíta meirihlutasamstarfinu. „Ég hef fullan skilning á þessari ákvörðun,“ segir Sigurður Ingi í samtali við fréttastofu. „Einar var kosinn og okkar flokkur árið 2022 til að gera breytingar. Allar þær breytingar sem hann hefur viljað gera þá hefur hann verið í mótbyr innan meirihlutans. Það eru hlutir eins og húsnæðisuppbygging, hvort sem er upp í Úlfarsárdal eða Geldinganesi... Það eru hlutir eins og að ganga lengra í að ná fram betri fjármálum borgarinnar. Það eru bílastæðamálin og leikskólamálin þar sem Einar hefur verið tilbúinn að horfa á nýjar lausnir eins og vinnustaðaskóla og fleira. Allt þetta hefur núverandi meirihluti ekki verið tilbúinn til. Svo er það sem við höfum aðallega séð á síðustu vikum varðandi Reykjavíkurflugvöll. Ég varð fyrir miklum vonbrigðum þegar borgin framlengdi aðalskipulagið bara til 2032 þegar það er augljóst er að það tekur 15 til 20 ár að byggja nýjan flugvöll og þar af leiðandi hefði átt að framlengja til 2040. Ég hef því mikinn skilning á þeirri niðurstöðu sem hefur orðið í dag.“ Var Einar í samskiptum við þig um þetta fyrir fundinn í kvöld? „Við erum, eðli máls, miklir samherjar í Framsókn.“ Þannig að hann var búinn tilkynna þér um þessa ákvörðun fyrir þennan fund? „Já, ég var mjög vel meðvitaður um það. Við höfum verið í miklum samskiptum, ekki bara síðustu daga, heldur líka síðustu vikur og mánuði um stöðuna,“ segir Sigurður Ingi. Aðspurður um framhaldið segir Sigurður Ingi það vera eðlilegt að Framsókn hefji viðræður um myndun nýs meirihluta með Sjálfstæðismönnum, Viðreisn og Flokki fólksins, líkt og boðað hefur verið. „Já mér finnst það eðlilegt að leita eftir samkomulagi við þá flokka sem eru með málefnalegri meiri samstöðu heldur en núverandi meirihluti hefur sýnt. Ég vænti að það gangi vel eftir,“ segir Sigurður Ingi Framsóknarflokkurinn Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Tveir borgarfulltrúar Framsóknarflokksins vildu ekki svara spurningu blaðamanns um hvort þeir hefðu vitað af plönum borgarstjóra að slíta meirihlutasamstarfinu í kvöld. Önnur áréttaði þó að oddviti þeirra hefði umboð til að gera það sem hann vildi gera. 7. febrúar 2025 21:43 Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata í Reykjavík og formaður umhverfis- og skipulagsráðs, segir niðurstöðu fundarins með Einari Þorsteinssyni borgarstjóra í kvöld hafa komið sér mikið á óvart. „Þetta kemur á óvart og þetta eru djúp vonbrigði.“ 7. febrúar 2025 21:24 Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni Sanna Magdalena Mörtudóttir oddviti Sósíalistaflokksins í borginni er hissa yfir tíðindum kvöldsins. Hún veltir fyrir sér hvort um sé að ræða ýkt viðbrögð borgarstjóra vegna fylgishruns í borginni. Hún sér tækifæri í myndun nýs meirihluta, alls ekki til hægri. 7. febrúar 2025 21:15 Meirihlutinn fallinn í borginni Einar Þorsteinsson borgarstjóri í Reykjavík og oddviti Framsóknarflokksins sleit meirihlutasamstarfinu á fundi með oddvitum meirihlutans í borginni á áttunda tímanum. 7. febrúar 2025 20:01 Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Fleiri fréttir Hvalfjarðargöngum lokað „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Sjá meira
„Ég hef fullan skilning á þessari ákvörðun,“ segir Sigurður Ingi í samtali við fréttastofu. „Einar var kosinn og okkar flokkur árið 2022 til að gera breytingar. Allar þær breytingar sem hann hefur viljað gera þá hefur hann verið í mótbyr innan meirihlutans. Það eru hlutir eins og húsnæðisuppbygging, hvort sem er upp í Úlfarsárdal eða Geldinganesi... Það eru hlutir eins og að ganga lengra í að ná fram betri fjármálum borgarinnar. Það eru bílastæðamálin og leikskólamálin þar sem Einar hefur verið tilbúinn að horfa á nýjar lausnir eins og vinnustaðaskóla og fleira. Allt þetta hefur núverandi meirihluti ekki verið tilbúinn til. Svo er það sem við höfum aðallega séð á síðustu vikum varðandi Reykjavíkurflugvöll. Ég varð fyrir miklum vonbrigðum þegar borgin framlengdi aðalskipulagið bara til 2032 þegar það er augljóst er að það tekur 15 til 20 ár að byggja nýjan flugvöll og þar af leiðandi hefði átt að framlengja til 2040. Ég hef því mikinn skilning á þeirri niðurstöðu sem hefur orðið í dag.“ Var Einar í samskiptum við þig um þetta fyrir fundinn í kvöld? „Við erum, eðli máls, miklir samherjar í Framsókn.“ Þannig að hann var búinn tilkynna þér um þessa ákvörðun fyrir þennan fund? „Já, ég var mjög vel meðvitaður um það. Við höfum verið í miklum samskiptum, ekki bara síðustu daga, heldur líka síðustu vikur og mánuði um stöðuna,“ segir Sigurður Ingi. Aðspurður um framhaldið segir Sigurður Ingi það vera eðlilegt að Framsókn hefji viðræður um myndun nýs meirihluta með Sjálfstæðismönnum, Viðreisn og Flokki fólksins, líkt og boðað hefur verið. „Já mér finnst það eðlilegt að leita eftir samkomulagi við þá flokka sem eru með málefnalegri meiri samstöðu heldur en núverandi meirihluti hefur sýnt. Ég vænti að það gangi vel eftir,“ segir Sigurður Ingi
Framsóknarflokkurinn Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Tveir borgarfulltrúar Framsóknarflokksins vildu ekki svara spurningu blaðamanns um hvort þeir hefðu vitað af plönum borgarstjóra að slíta meirihlutasamstarfinu í kvöld. Önnur áréttaði þó að oddviti þeirra hefði umboð til að gera það sem hann vildi gera. 7. febrúar 2025 21:43 Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata í Reykjavík og formaður umhverfis- og skipulagsráðs, segir niðurstöðu fundarins með Einari Þorsteinssyni borgarstjóra í kvöld hafa komið sér mikið á óvart. „Þetta kemur á óvart og þetta eru djúp vonbrigði.“ 7. febrúar 2025 21:24 Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni Sanna Magdalena Mörtudóttir oddviti Sósíalistaflokksins í borginni er hissa yfir tíðindum kvöldsins. Hún veltir fyrir sér hvort um sé að ræða ýkt viðbrögð borgarstjóra vegna fylgishruns í borginni. Hún sér tækifæri í myndun nýs meirihluta, alls ekki til hægri. 7. febrúar 2025 21:15 Meirihlutinn fallinn í borginni Einar Þorsteinsson borgarstjóri í Reykjavík og oddviti Framsóknarflokksins sleit meirihlutasamstarfinu á fundi með oddvitum meirihlutans í borginni á áttunda tímanum. 7. febrúar 2025 20:01 Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Fleiri fréttir Hvalfjarðargöngum lokað „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Sjá meira
Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Tveir borgarfulltrúar Framsóknarflokksins vildu ekki svara spurningu blaðamanns um hvort þeir hefðu vitað af plönum borgarstjóra að slíta meirihlutasamstarfinu í kvöld. Önnur áréttaði þó að oddviti þeirra hefði umboð til að gera það sem hann vildi gera. 7. febrúar 2025 21:43
Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata í Reykjavík og formaður umhverfis- og skipulagsráðs, segir niðurstöðu fundarins með Einari Þorsteinssyni borgarstjóra í kvöld hafa komið sér mikið á óvart. „Þetta kemur á óvart og þetta eru djúp vonbrigði.“ 7. febrúar 2025 21:24
Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni Sanna Magdalena Mörtudóttir oddviti Sósíalistaflokksins í borginni er hissa yfir tíðindum kvöldsins. Hún veltir fyrir sér hvort um sé að ræða ýkt viðbrögð borgarstjóra vegna fylgishruns í borginni. Hún sér tækifæri í myndun nýs meirihluta, alls ekki til hægri. 7. febrúar 2025 21:15
Meirihlutinn fallinn í borginni Einar Þorsteinsson borgarstjóri í Reykjavík og oddviti Framsóknarflokksins sleit meirihlutasamstarfinu á fundi með oddvitum meirihlutans í borginni á áttunda tímanum. 7. febrúar 2025 20:01