Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. febrúar 2025 21:43 Magnea Gná Jóhannsdóttir og Aðalsteinn Haukur Sverrisson, borgarfulltrúar Framsóknarflokksins í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Tveir borgarfulltrúar Framsóknarflokksins vildu ekki svara spurningu blaðamanns um hvort þeir hefðu vitað af plönum borgarstjóra að slíta meirihlutasamstarfinu í kvöld. Önnur áréttaði þó að oddviti þeirra hefði umboð til að gera það sem hann vildi gera. Einar Þorsteinsson borgarstjóri og oddviti Framsóknarflokksins ákvað á fundi með oddvitum Samfylkingarinnar, Pírata og Viðreisnar í kvöld að slíta meirihlutasamstarfinu. Framsóknarflokkurinn er með fjóra borgarfulltrúa og er Magnea Gná Jóhannsdóttir einn þeirra. Hún var stödd á þorrablóti Framsóknarflokksins í Kópavogi þegar blaðamaður náði í hana. Hún tók undir að það væru sannarlega tíðindi úr borginni. „Það er vægast sagt hægt að segja það,“ segir Magnea Gná. Hún baðst undan því að ræða við blaðamann að svo stöddu og áréttaði að Einar hefði fullt umboð til að gera það sem hann vildi gera. Blaðamaður náði þó að bera upp eina spurningu, hvort hún hefði vitað af fyriráætlunum Einars eða frétt af þeim eftir á. „Ég ætla ekki að tjá mig um það,“ sagði Magnea Gná en áréttaði fullt umboð Einars. „Hann svarar fyrir hönd okkar,“ sagði Magnea og hélt svo áfram að blóta þorrann. Árelía Eydís Guðmundsdóttir er borgarfulltrúi Framsóknar í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Árelía Eydís Guðmundsdóttir borgarfulltrúi Framsóknar var í matarboði þegar blaðamaður náði af henni tali. „Ég get eiginlega varla tjáð mig, hef varla náð að skoða fréttirnar,“ sagði Árelía. Blaðamaður bar upp sömu spurningu og Magnea fékk, varðandi hvort borgarfulltrúinn hefði vitað af plönum Einars, en fékk ekki svar við henni. „Ég er bara í matarboði eins og ég segi og er að melta þetta,“ sagði Árelía. Ekki náðist í Aðalstein Hauk Sverrisson, fjórða borgarfulltrúa Framsóknar í borginni. Einar Þorsteinsson segir í samtali við Vísi hafa tekið ákvörðunina að eigin frumkvæði. „Ég fundaði með þeim í kvöld, þar sem ég ræddi stöðuna sem upp er komin í meirihlutanum, og kynnti ástæður þess að ég ákvað að slíta þessu meirihlutasamstarfi. Við áttum samtöl um ástæður þess að ég tók þessa ákvörðun, og við sátum saman í um það bil klukkutíma til að ræða stöðuna,“ segir Einar. „Þetta var mín ákvörðun.“ Fréttin var uppfærð með viðbrögðum Einars borgarstjóra. Borgarstjórn Framsóknarflokkurinn Reykjavík Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira
Einar Þorsteinsson borgarstjóri og oddviti Framsóknarflokksins ákvað á fundi með oddvitum Samfylkingarinnar, Pírata og Viðreisnar í kvöld að slíta meirihlutasamstarfinu. Framsóknarflokkurinn er með fjóra borgarfulltrúa og er Magnea Gná Jóhannsdóttir einn þeirra. Hún var stödd á þorrablóti Framsóknarflokksins í Kópavogi þegar blaðamaður náði í hana. Hún tók undir að það væru sannarlega tíðindi úr borginni. „Það er vægast sagt hægt að segja það,“ segir Magnea Gná. Hún baðst undan því að ræða við blaðamann að svo stöddu og áréttaði að Einar hefði fullt umboð til að gera það sem hann vildi gera. Blaðamaður náði þó að bera upp eina spurningu, hvort hún hefði vitað af fyriráætlunum Einars eða frétt af þeim eftir á. „Ég ætla ekki að tjá mig um það,“ sagði Magnea Gná en áréttaði fullt umboð Einars. „Hann svarar fyrir hönd okkar,“ sagði Magnea og hélt svo áfram að blóta þorrann. Árelía Eydís Guðmundsdóttir er borgarfulltrúi Framsóknar í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Árelía Eydís Guðmundsdóttir borgarfulltrúi Framsóknar var í matarboði þegar blaðamaður náði af henni tali. „Ég get eiginlega varla tjáð mig, hef varla náð að skoða fréttirnar,“ sagði Árelía. Blaðamaður bar upp sömu spurningu og Magnea fékk, varðandi hvort borgarfulltrúinn hefði vitað af plönum Einars, en fékk ekki svar við henni. „Ég er bara í matarboði eins og ég segi og er að melta þetta,“ sagði Árelía. Ekki náðist í Aðalstein Hauk Sverrisson, fjórða borgarfulltrúa Framsóknar í borginni. Einar Þorsteinsson segir í samtali við Vísi hafa tekið ákvörðunina að eigin frumkvæði. „Ég fundaði með þeim í kvöld, þar sem ég ræddi stöðuna sem upp er komin í meirihlutanum, og kynnti ástæður þess að ég ákvað að slíta þessu meirihlutasamstarfi. Við áttum samtöl um ástæður þess að ég tók þessa ákvörðun, og við sátum saman í um það bil klukkutíma til að ræða stöðuna,“ segir Einar. „Þetta var mín ákvörðun.“ Fréttin var uppfærð með viðbrögðum Einars borgarstjóra.
Borgarstjórn Framsóknarflokkurinn Reykjavík Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira