Segist vera nasisti sem elskar Hitler Magnús Jochum Pálsson skrifar 7. febrúar 2025 16:10 Andleg heilsa Kanye West hefur verið á milli tannanna á fólki lengi. Hann hefur brennt margar brýr að baki sér með undarlegum yfirlýsingum á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum að undanförnu. Nýjasta útspil hans er að lýsa yfir ást á Hitler. Vísir/EPA Kanye West hefur á síðustu klukkutímum sagst vera nasisti og elska Adolf Hitler. Hann segir gyðingahatur bull sem gyðingar bjuggu til og hann ætli aldrei aftur að biðjast afsökunar á ummælum sínum. Kanye West hefur í gegnum tíðina lent ítrekað í vandræðum vegna heimskulegra og jafnvel fordómafullra ummæla sinna. Vandræði hans náðu sennilega hámarki árið 2022 þegar hann lét andgyðingleg ummæli fala þónokkrum sinnum. Í október það ár var honum vísað á dyr á samfélagsmiðlinum X og á Instagram eftir að hafa birt færslur sem hvöttu til ofbeldis gegn gyðingum. Hann sagðist í kjölfarið ekki geta verið gyðingahatari því hann sé svartur. Skömmu síðar klæddist hann bol með áletruninni „White Lives Matter“ á tískusýningu í París. Í kjölfarið sleit Adidas samningi sínum við rapparann og fleiri fyrirtæki sömuleiðis. Rúmum mánuði eftir að rapparanum var hleypt á X á nýjan leik var hann aftur bannaður eftir að hafa deilt mynd af Davíðsstjörnunni og hakakrossinum blönduðum saman. Í sömu viku kom Ye fram í þættinum InfoWars og sagði meðal annars: „Það er margt sem ég elska við Hitler. Margt.“ Það var svo í desember 2023 sem rapparinn baðst afsökunar á ummælum sínum og sagðist sjá „innilega eftir öllum þeim sársauka“ sem hann kynni að hafa valdið. Hann hefur haldið sig mestmegnis á mottunni síðan þá þó hann segi reglulega einhverja tóma þvælu. Nú virðist eitthvað vera farið að liðkast um málbeinið á kauða. Síðustu helgi mætti hann með eiginkonu sinni, Biöncu Censori, á Grammy-hátíðina og vöktu þau hjónin athygli vegna þess að hún var nánast allsber. Nokkrum dögum síðar greindi West frá því að hann teldi sig ranglega greindan með geðhvörf og væri í raun með einvherfu. Elskar Hitler og segist vera nasisti Síðustu klukkutíma hefur rapparinn svo farið hamförum á X. Fyrstu færslurnar sem birtust í morgun, um miðnætti að staðartíma, sneru að rapparanum P. Diddy en hann virðist eytt þeim öllum. Síðustu fjóra klukkutíma hefur hann tvítað 53 sinnum og snúa þau allflest að gyðingum, nasisma og slaufun West. „Ég elska Hitler, hvað nú tíkur,“ sagði hann í fyrsta tvítinu og tvítaði þvínæst: „Sjáum hvort þið skilið peningunum núna.“ „Ég er nasisti,“ tvítaði hann svo og sagði í enn öðru tísti: „Ég segi það sem ég vil píkur.“ Gyðingar hati hvítt fólk og noti svart fólk Hann beindi síðan sjónum sínum að öðrum röppurum sem hann sagði fátæka og ófyndna áður en hann hóf langa tístrunu um gyðinga, svart fólk og hvítt fólk. „Allt hvítt fólk er rasískt,“ sagði hann í einu þeirra og „gyðingar hata hvítt fólk og nota svart fólk“ í öðru. Þá sagði hann gyðinga alltaf reyna að stela peningum fólks. Kanye virðist telja sig geta sagt hvað sem er. „Ég elska þegar gyðingar koma til mín og segjast ekki geta unnið með mér lengur, það er uppáhaldið mitt,“ tvítaði hann svo. „Ég mun ekki segja neitt vont um Kína. Þau sýndu mér alltaf ást þegar Ameríkanar sneru baki við mér út af rauðum hatti og bol. Ég fæ pening frá Kína. Ég elska Kína. Guð lét móður mína fara þangað þegar ég var tíu ára af ástæðu,“ tvítaði hann síðan. Kanye ætlar ekki að tala illa um Kína. „Kallaðu mig Yaydolf Yitler“ Áfram hélt hann og sagðist hata rappara og þeir klæddu sig illa. Hann umgengdist aðeins fólk sem hann hefði not af og þyrfti ekki lengur á vinum að halda, vinir væru bara fyrir börn. „Ég get sagt gyðingur eins mikið og ég vil, ég get sagt Hitler eins mikið og ég vil. Staðreyndin er að ég segi það þegar ég vil,“ tvítaði hann síðan og sagðist ætla að normalísera það að tala um Hitler alveg eins og það hefði verið normalíserað að tala um að myrða svart fólk. Sjá einnig: „Það er margt sem ég elska við Hitler“ „Kallaðu mig Yaydolf Yitler og tíkin þín vill samt ríða,“ tvítaði hann skömmu síðar. Hann virðist svo vera farinn að undirbúa sig undir viðbrögðin og segir að verði tónlist hans tekin af streymisveitum muni það bara gera hann ríkari. Allar tilraunir fólks til að stjórna honum muni aðeins gera hann ríkari. Loks tvítaði hann fyrir klukkutíma gamalli mynd af sér í bol sem á stóð „Segðu nei við nasistum“ og sagðist líka hafa verið „woke“ einu sinni. Kanye í and-nasískum bol fyrir mörgum árum. Hollywood Mál Kanye West Mest lesið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Bíó og sjónvarp Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Fleiri fréttir Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Sjá meira
Kanye West hefur í gegnum tíðina lent ítrekað í vandræðum vegna heimskulegra og jafnvel fordómafullra ummæla sinna. Vandræði hans náðu sennilega hámarki árið 2022 þegar hann lét andgyðingleg ummæli fala þónokkrum sinnum. Í október það ár var honum vísað á dyr á samfélagsmiðlinum X og á Instagram eftir að hafa birt færslur sem hvöttu til ofbeldis gegn gyðingum. Hann sagðist í kjölfarið ekki geta verið gyðingahatari því hann sé svartur. Skömmu síðar klæddist hann bol með áletruninni „White Lives Matter“ á tískusýningu í París. Í kjölfarið sleit Adidas samningi sínum við rapparann og fleiri fyrirtæki sömuleiðis. Rúmum mánuði eftir að rapparanum var hleypt á X á nýjan leik var hann aftur bannaður eftir að hafa deilt mynd af Davíðsstjörnunni og hakakrossinum blönduðum saman. Í sömu viku kom Ye fram í þættinum InfoWars og sagði meðal annars: „Það er margt sem ég elska við Hitler. Margt.“ Það var svo í desember 2023 sem rapparinn baðst afsökunar á ummælum sínum og sagðist sjá „innilega eftir öllum þeim sársauka“ sem hann kynni að hafa valdið. Hann hefur haldið sig mestmegnis á mottunni síðan þá þó hann segi reglulega einhverja tóma þvælu. Nú virðist eitthvað vera farið að liðkast um málbeinið á kauða. Síðustu helgi mætti hann með eiginkonu sinni, Biöncu Censori, á Grammy-hátíðina og vöktu þau hjónin athygli vegna þess að hún var nánast allsber. Nokkrum dögum síðar greindi West frá því að hann teldi sig ranglega greindan með geðhvörf og væri í raun með einvherfu. Elskar Hitler og segist vera nasisti Síðustu klukkutíma hefur rapparinn svo farið hamförum á X. Fyrstu færslurnar sem birtust í morgun, um miðnætti að staðartíma, sneru að rapparanum P. Diddy en hann virðist eytt þeim öllum. Síðustu fjóra klukkutíma hefur hann tvítað 53 sinnum og snúa þau allflest að gyðingum, nasisma og slaufun West. „Ég elska Hitler, hvað nú tíkur,“ sagði hann í fyrsta tvítinu og tvítaði þvínæst: „Sjáum hvort þið skilið peningunum núna.“ „Ég er nasisti,“ tvítaði hann svo og sagði í enn öðru tísti: „Ég segi það sem ég vil píkur.“ Gyðingar hati hvítt fólk og noti svart fólk Hann beindi síðan sjónum sínum að öðrum röppurum sem hann sagði fátæka og ófyndna áður en hann hóf langa tístrunu um gyðinga, svart fólk og hvítt fólk. „Allt hvítt fólk er rasískt,“ sagði hann í einu þeirra og „gyðingar hata hvítt fólk og nota svart fólk“ í öðru. Þá sagði hann gyðinga alltaf reyna að stela peningum fólks. Kanye virðist telja sig geta sagt hvað sem er. „Ég elska þegar gyðingar koma til mín og segjast ekki geta unnið með mér lengur, það er uppáhaldið mitt,“ tvítaði hann svo. „Ég mun ekki segja neitt vont um Kína. Þau sýndu mér alltaf ást þegar Ameríkanar sneru baki við mér út af rauðum hatti og bol. Ég fæ pening frá Kína. Ég elska Kína. Guð lét móður mína fara þangað þegar ég var tíu ára af ástæðu,“ tvítaði hann síðan. Kanye ætlar ekki að tala illa um Kína. „Kallaðu mig Yaydolf Yitler“ Áfram hélt hann og sagðist hata rappara og þeir klæddu sig illa. Hann umgengdist aðeins fólk sem hann hefði not af og þyrfti ekki lengur á vinum að halda, vinir væru bara fyrir börn. „Ég get sagt gyðingur eins mikið og ég vil, ég get sagt Hitler eins mikið og ég vil. Staðreyndin er að ég segi það þegar ég vil,“ tvítaði hann síðan og sagðist ætla að normalísera það að tala um Hitler alveg eins og það hefði verið normalíserað að tala um að myrða svart fólk. Sjá einnig: „Það er margt sem ég elska við Hitler“ „Kallaðu mig Yaydolf Yitler og tíkin þín vill samt ríða,“ tvítaði hann skömmu síðar. Hann virðist svo vera farinn að undirbúa sig undir viðbrögðin og segir að verði tónlist hans tekin af streymisveitum muni það bara gera hann ríkari. Allar tilraunir fólks til að stjórna honum muni aðeins gera hann ríkari. Loks tvítaði hann fyrir klukkutíma gamalli mynd af sér í bol sem á stóð „Segðu nei við nasistum“ og sagðist líka hafa verið „woke“ einu sinni. Kanye í and-nasískum bol fyrir mörgum árum.
Hollywood Mál Kanye West Mest lesið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Bíó og sjónvarp Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Fleiri fréttir Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Sjá meira