Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bjarki Sigurðsson skrifar 5. febrúar 2025 22:01 Þessir létu rauða viðvörun ekki stoppa sig í dag. Vísir/Bjarni Þrátt fyrir rauða veðurviðvörun voru þónokkrir á ferð um miðbæ Reykjavíkur í dag. Ferðamenn í stuttu stoppi sem vildu ekki eyða deginum inni á hótelherbergi, fólk á leið heim úr vinnu og einn hlaupari sem þurfti að klára æfingu dagsins. „Það er æfing í dag. Það er ekkert hægt að sleppa þeim,“ segir Tómas Gíslason. Þú lætur rauða viðvörun ekkert stoppa þig? „Nei, ég spila þetta frekar öruggt. Ég er ekkert að fara í neina hættu. Ætlaði bara að klára þetta áður en versta veðrið kæmi.“ Tómas var klæddur í stuttbuxur þrátt fyrir allt. „Það eru alltaf stuttbuxur hjá mér. Ég held ég eigi ekki síðar buxur. Ef ég hreyfi mig nógu hratt, þá verður mér ekki kalt,“ segir Tómas. Tómas var viðbúinn í allt.Vísir/Bjarni Vissi ekki af rauðri viðvörun „Ég frétti í gær að það yrði appelsínugul viðvörun. Ferðunum mínum var aflýst en ég vildi skoða Reykjavík. Ég ákvað því að fara í gönguferð,“ segir Jeremy frá Belgíu. Hann vissi ekki að viðvaranirnar væru rauðar þegar fréttastofa náði tali af honum. Þú röltir þá bara um í þessu? „Já.“ Jeremy vildi ekki hanga á hótelinu því hann á flug af landi brott í fyrramálið.Vísir/Bjarni Hvernig var það? „Bara fínt.“ Ekki aðdáandi vindsins Remy frá Spáni kvartaði ekki yfir rigningunni. Hins vegar er vindurinn ekki hans besti vinur. „Vindurinn er slæmur því hann fer í augun á mér. Hann lemur í andlitið en það er allt í lagi,“ segir Remy. Remy er frá Spáni og kann vel við rigninguna.Vísir/Bjarni Er þér ekki kalt? „Nei, mér er ekki kalt. Nei, alls ekki.“ Veður Reykjavík Ferðaþjónusta Óveður 5. og 6. febrúar 2025 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Sjá meira
„Það er æfing í dag. Það er ekkert hægt að sleppa þeim,“ segir Tómas Gíslason. Þú lætur rauða viðvörun ekkert stoppa þig? „Nei, ég spila þetta frekar öruggt. Ég er ekkert að fara í neina hættu. Ætlaði bara að klára þetta áður en versta veðrið kæmi.“ Tómas var klæddur í stuttbuxur þrátt fyrir allt. „Það eru alltaf stuttbuxur hjá mér. Ég held ég eigi ekki síðar buxur. Ef ég hreyfi mig nógu hratt, þá verður mér ekki kalt,“ segir Tómas. Tómas var viðbúinn í allt.Vísir/Bjarni Vissi ekki af rauðri viðvörun „Ég frétti í gær að það yrði appelsínugul viðvörun. Ferðunum mínum var aflýst en ég vildi skoða Reykjavík. Ég ákvað því að fara í gönguferð,“ segir Jeremy frá Belgíu. Hann vissi ekki að viðvaranirnar væru rauðar þegar fréttastofa náði tali af honum. Þú röltir þá bara um í þessu? „Já.“ Jeremy vildi ekki hanga á hótelinu því hann á flug af landi brott í fyrramálið.Vísir/Bjarni Hvernig var það? „Bara fínt.“ Ekki aðdáandi vindsins Remy frá Spáni kvartaði ekki yfir rigningunni. Hins vegar er vindurinn ekki hans besti vinur. „Vindurinn er slæmur því hann fer í augun á mér. Hann lemur í andlitið en það er allt í lagi,“ segir Remy. Remy er frá Spáni og kann vel við rigninguna.Vísir/Bjarni Er þér ekki kalt? „Nei, mér er ekki kalt. Nei, alls ekki.“
Veður Reykjavík Ferðaþjónusta Óveður 5. og 6. febrúar 2025 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Sjá meira