Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. febrúar 2025 15:31 Verkfall skellur á í Borgarholtsskóla þann 21. febrúar verði ekki búið að semja fyrir þann tíma. vísir/Vilhelm Verkföll hefjast í Menntaskólanum á Akureyri, Verkmenntaskólanum á Akureyri, Borgarholtsskóla, Verkmenntaskóla Austurlands og Fjölbrautaskóla Snæfellinga 21. febrúar, hafi samningar ekki náðst. Þetta kemur fram á vef Kennarasambands Íslands. Kjörstjórn Kennarasambandsins kynnti niðurstöður í atkvæðagreiðslum um boðun verkfalla í fimm framhaldsskólum á fjórða tímanum. Félagsmenn í Félagi framhaldsskólakennara (FF) og Félagi stjórnenda í framhaldsskólum (FS) í Borgarholtsskóla, Menntaskólanum á Akureyri, Verkmenntaskólanum á Akureyri, Verkmenntaskóla Austurlands og Fjölbrautaskóla Snæfellinga greiddu atkvæði um boðun verkfalla. Verkfallsaðgerðir voru, í öllum fimm skólunum, samþykktar með yfirgnæfandi meirihluta. Kjörsókn var í öllum tilfellum góð eða á bilinu 88% til 100%. Atkvæðagreiðsla stóð dagana 3.-5. febrúar 2025. Náist ekki samkomulag um kjarasamninga hefjast verkföll í þessum skólum 21. febrúar næstkomandi. Verkföllin verða ótímabundin. Þá er vert að geta þess að kjaraviðræðum Félags framhaldsskólakennara og Félags stjórnenda í framhaldsskólum og Verzlunarskóla Íslands hefur verið vísað til ríkissáttasemjara. Önnur lota verkfalla Kjaradeila KÍ við ríki og sveitarfélög á sér langan aðdraganda og hófst önnur verkfallslota í leik- og grunnskólum á mánudag. Kennarar í Fjölbrautaskóla Suðurlands fóru í verkfall 29. október síðastliðinn og kennarar í Menntaskólanum í Reykjavík hófu verkfall 18. nóvember síðastliðinn. Í báðum tilfellum stóð til að verkföllin yrðu tímabundin, myndu standa til 20. desember. Til þess kom þó ekki því þann 29. nóvember frestaði Kennarasambandið öllum verkföllum, í leik-, grunn, framhalds- og tónlistarskólum, til 1. febrúar 2025. Samkomulag hefur enn ekki náðst í deilunni þótt á tímapunkti hafi verið talið líklegt að samningar næðust liðna helgi. Upp úr viðræðum slitnaði en ríkissáttasemjari boðaði samningsaðila á sinn fund í Karphúið eftir hádegi í dag og hefur hvatt þá frá því að tjá sig í fjölmiðlum. Kennaraverkfall 2024-25 Skóla- og menntamál Kjaramál Reykjavík Snæfellsbær Múlaþing Akureyri Framhaldsskólar Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Fleiri fréttir „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Sjá meira
Kjörstjórn Kennarasambandsins kynnti niðurstöður í atkvæðagreiðslum um boðun verkfalla í fimm framhaldsskólum á fjórða tímanum. Félagsmenn í Félagi framhaldsskólakennara (FF) og Félagi stjórnenda í framhaldsskólum (FS) í Borgarholtsskóla, Menntaskólanum á Akureyri, Verkmenntaskólanum á Akureyri, Verkmenntaskóla Austurlands og Fjölbrautaskóla Snæfellinga greiddu atkvæði um boðun verkfalla. Verkfallsaðgerðir voru, í öllum fimm skólunum, samþykktar með yfirgnæfandi meirihluta. Kjörsókn var í öllum tilfellum góð eða á bilinu 88% til 100%. Atkvæðagreiðsla stóð dagana 3.-5. febrúar 2025. Náist ekki samkomulag um kjarasamninga hefjast verkföll í þessum skólum 21. febrúar næstkomandi. Verkföllin verða ótímabundin. Þá er vert að geta þess að kjaraviðræðum Félags framhaldsskólakennara og Félags stjórnenda í framhaldsskólum og Verzlunarskóla Íslands hefur verið vísað til ríkissáttasemjara. Önnur lota verkfalla Kjaradeila KÍ við ríki og sveitarfélög á sér langan aðdraganda og hófst önnur verkfallslota í leik- og grunnskólum á mánudag. Kennarar í Fjölbrautaskóla Suðurlands fóru í verkfall 29. október síðastliðinn og kennarar í Menntaskólanum í Reykjavík hófu verkfall 18. nóvember síðastliðinn. Í báðum tilfellum stóð til að verkföllin yrðu tímabundin, myndu standa til 20. desember. Til þess kom þó ekki því þann 29. nóvember frestaði Kennarasambandið öllum verkföllum, í leik-, grunn, framhalds- og tónlistarskólum, til 1. febrúar 2025. Samkomulag hefur enn ekki náðst í deilunni þótt á tímapunkti hafi verið talið líklegt að samningar næðust liðna helgi. Upp úr viðræðum slitnaði en ríkissáttasemjari boðaði samningsaðila á sinn fund í Karphúið eftir hádegi í dag og hefur hvatt þá frá því að tjá sig í fjölmiðlum.
Kennaraverkfall 2024-25 Skóla- og menntamál Kjaramál Reykjavík Snæfellsbær Múlaþing Akureyri Framhaldsskólar Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Fleiri fréttir „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Sjá meira