„Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 4. febrúar 2025 20:32 Jón Þór Víglundsson hefur mestar áhyggjur af byggingarsvæðum. Stöð 2/Skjáskot Aftakaveður er í kortunum á öllu landinu næstu daga og verulegar raskanir verða á flugsamgöngum. Björgunarsveitir hafa þegar hafið undirbúning vegna yfirvofandi óveðurs. Gular viðvaranir taka gildi á vestanverðu landinu í kvöld en síðdegis á morgun verður farið að bera á appelsínugulum viðvörunum víðast hvar á landinu. Aðfaranótt fimmtudags verður allt landið undirlagt af slíkum viðvörunum, þar sem von er á sunnan illviðri með roki eða jafnvel ofsaveðri. Icelandair hefur aflýst 38 ferðum á morgun og fimmtudag og seinkað öllu Evrópuflugi eftir hádegi á morgun. Play hefur aflýst öllum sínum ferðum á morgun nema þremur, en félagið gerir ráð fyrir óbreyttri áætlun á fimmtudag. Endurvinnslustöðvar Sorpu verða lokaðar á morgun, og var fólk hvatt til þess að fara í nauðsynlegar sorpuferðir fyrir lokun í dag. Í gærmorgun fór hviða sem mældist 54 metrar á sekúndu á Austurlandi og olli skemmdum. Illviðrinu hefur verið líkt við óveðrið í mars 2015. Hefur mestar áhyggjur af byggingarsvæðum „Þetta er búið að vera í kortunum í svolítinn tíma. Sveitir, sérstaklega á Norðurlandi, hafa undirbúið sig fyrir þetta og farið sérstaklega yfir þann búnað sem gæti þurft að grípa til,“ segir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Jón Þór segist hafa mestar áhyggjur af byggingarsvæðum. „Mönnum verður hætta á að verða værukærir af því að það hefur ekki verið stórviðrasamur vetur en það eru byggingarsvæði. Síðan náttúrulega hvetjum við aðra til þess að líta í kringum sig. Þetta brestur ekki á fyrr en upp úr hádegi á morgun. Það er tími til þess að huga að lausamunum og því sem gæti farið af stað.“ Veður Björgunarsveitir Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Sjá meira
Gular viðvaranir taka gildi á vestanverðu landinu í kvöld en síðdegis á morgun verður farið að bera á appelsínugulum viðvörunum víðast hvar á landinu. Aðfaranótt fimmtudags verður allt landið undirlagt af slíkum viðvörunum, þar sem von er á sunnan illviðri með roki eða jafnvel ofsaveðri. Icelandair hefur aflýst 38 ferðum á morgun og fimmtudag og seinkað öllu Evrópuflugi eftir hádegi á morgun. Play hefur aflýst öllum sínum ferðum á morgun nema þremur, en félagið gerir ráð fyrir óbreyttri áætlun á fimmtudag. Endurvinnslustöðvar Sorpu verða lokaðar á morgun, og var fólk hvatt til þess að fara í nauðsynlegar sorpuferðir fyrir lokun í dag. Í gærmorgun fór hviða sem mældist 54 metrar á sekúndu á Austurlandi og olli skemmdum. Illviðrinu hefur verið líkt við óveðrið í mars 2015. Hefur mestar áhyggjur af byggingarsvæðum „Þetta er búið að vera í kortunum í svolítinn tíma. Sveitir, sérstaklega á Norðurlandi, hafa undirbúið sig fyrir þetta og farið sérstaklega yfir þann búnað sem gæti þurft að grípa til,“ segir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Jón Þór segist hafa mestar áhyggjur af byggingarsvæðum. „Mönnum verður hætta á að verða værukærir af því að það hefur ekki verið stórviðrasamur vetur en það eru byggingarsvæði. Síðan náttúrulega hvetjum við aðra til þess að líta í kringum sig. Þetta brestur ekki á fyrr en upp úr hádegi á morgun. Það er tími til þess að huga að lausamunum og því sem gæti farið af stað.“
Veður Björgunarsveitir Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Sjá meira