Sjáðu herbergið sem Samfó vill en Sjallar neita að yfirgefa Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. janúar 2025 22:30 Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir sinn flokk einfaldlega þurfa meira pláss. Beinast liggi við að taka stærsta herbergi hússins, sem Sjálfstæðismenn hafa haft til umráða síðastliðin 84 ár. Kollegi hans í Sjálfstæðisflokknum heldur nú síður. Samfylkingin geti einfaldlega fundað í öðru herbergi sem rúmi vel 15 manna þingflokk. Vísir/Einar Deilur standa nú yfir á þingi um hvort Sjálfstæðisflokkurinn eigi að víkja úr stærsta þingflokksherberginu, sem Samfylkingin ásælist. Samfylkingin er nú stærsti flokkurinn, en Sjálfstæðismenn segja það engu máli skipta. Í dag var fjallað um það að Samfylkingin, sem er nú stærsti flokkurinn á þingi, hefði óskað eftir að fá herberginu, sem er það stærsta, úthlutað til sín. Erindi þess efnis hefði borist þingflokksformanni Sjálfstæðisflokks frá skrifstofustjóra Alþingis, sem hefur litla trú á að Samfylkingin fái sínu framgengt. Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir reglur forsætisnefndar um úthlutun þingflokksherbergja alveg skýrar. Sjálfstæðismenn þurfi ekki að láta herbergið eftir. Herbergi sem þeir hafi haft til umráða síðan árið 1941. Gott ef stjórnin er öll í kallfæri Guðmundur Ari Sigurjónsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir til skoðunar að hafa herbergi stjórnarflokkanna nálægt hvert öðru. Þá myndi hans flokkur taka herbergi Sjálfsfstæðisflokksins, sem hefur einum færri þingmenn. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagði hann hafa komið á óvart hve miklar tilfinningar væru í spilinu. Hildur sagði það skiljanlegt að yngri flokkar áttuðu sig ekki á gildi þess að halda herbergi sem hefði fylgt flokknum í 84 ár. Skýrar reglur sem þó gætu breyst Staðreyndin er þó sú að Samfylkingin, sem bætti við sig níu þingmönnum í síðustu kosningum, hefur sprengt af sér þingflokksherbergið sem það hafði yfir að ráða á síðasta kjörtímabili. Hildur segir fimmtán manna þingflokk þó vel geta fundað í næst stærsta herberginu. Reglur þingsins kveði á um að ekki eigi að flytja flokka milli herbergja nema nauðsynlegt sé. Þá segir Guðmundur Ari að vel komi til greina að breyta reglunum, kjósi Sjálfstæðismenn að túlka þær á þennan veg. Herbergið sem Samfylkingin vill komast í, og Sjálfstæðismenn vilja allra síst yfirgefa, má sjá í sjónvarpsfréttinni í spilaranum hér að ofan. Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Alþingi Nágrannadeilur Tengdar fréttir Segir Sjálfstæðismenn hyggja á setuverkfall verði þeim vísað á dyr Samfylkingin hefur óskað eftir því að fá úthlutað stærsta þingflokksherberginu í Alþingishúsinu – herbergi sem hefur hýst þingflokk Sjálfstæðisflokksins í 84 ár. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir kröfuna fáránlega enda fullkomlega óþarfa, auk þess að þingflokksherbergið hefur sögulegt og tilfinningalegt gildi fyrir Sjálfstæðisflokkinn. 30. janúar 2025 10:42 Sterk tilfinningabönd Sjálfstæðismanna við herbergið koma Guðmundi Ara í opna skjöldu Guðmundur Ari Sigurjónsson þingflokksformaður Samfylkingarinnar er undrandi á því hversu fast Sjálfstæðismenn vilja halda í þingflokksherbergi sitt. 30. janúar 2025 11:39 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Sjá meira
Í dag var fjallað um það að Samfylkingin, sem er nú stærsti flokkurinn á þingi, hefði óskað eftir að fá herberginu, sem er það stærsta, úthlutað til sín. Erindi þess efnis hefði borist þingflokksformanni Sjálfstæðisflokks frá skrifstofustjóra Alþingis, sem hefur litla trú á að Samfylkingin fái sínu framgengt. Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir reglur forsætisnefndar um úthlutun þingflokksherbergja alveg skýrar. Sjálfstæðismenn þurfi ekki að láta herbergið eftir. Herbergi sem þeir hafi haft til umráða síðan árið 1941. Gott ef stjórnin er öll í kallfæri Guðmundur Ari Sigurjónsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir til skoðunar að hafa herbergi stjórnarflokkanna nálægt hvert öðru. Þá myndi hans flokkur taka herbergi Sjálfsfstæðisflokksins, sem hefur einum færri þingmenn. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagði hann hafa komið á óvart hve miklar tilfinningar væru í spilinu. Hildur sagði það skiljanlegt að yngri flokkar áttuðu sig ekki á gildi þess að halda herbergi sem hefði fylgt flokknum í 84 ár. Skýrar reglur sem þó gætu breyst Staðreyndin er þó sú að Samfylkingin, sem bætti við sig níu þingmönnum í síðustu kosningum, hefur sprengt af sér þingflokksherbergið sem það hafði yfir að ráða á síðasta kjörtímabili. Hildur segir fimmtán manna þingflokk þó vel geta fundað í næst stærsta herberginu. Reglur þingsins kveði á um að ekki eigi að flytja flokka milli herbergja nema nauðsynlegt sé. Þá segir Guðmundur Ari að vel komi til greina að breyta reglunum, kjósi Sjálfstæðismenn að túlka þær á þennan veg. Herbergið sem Samfylkingin vill komast í, og Sjálfstæðismenn vilja allra síst yfirgefa, má sjá í sjónvarpsfréttinni í spilaranum hér að ofan.
Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Alþingi Nágrannadeilur Tengdar fréttir Segir Sjálfstæðismenn hyggja á setuverkfall verði þeim vísað á dyr Samfylkingin hefur óskað eftir því að fá úthlutað stærsta þingflokksherberginu í Alþingishúsinu – herbergi sem hefur hýst þingflokk Sjálfstæðisflokksins í 84 ár. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir kröfuna fáránlega enda fullkomlega óþarfa, auk þess að þingflokksherbergið hefur sögulegt og tilfinningalegt gildi fyrir Sjálfstæðisflokkinn. 30. janúar 2025 10:42 Sterk tilfinningabönd Sjálfstæðismanna við herbergið koma Guðmundi Ara í opna skjöldu Guðmundur Ari Sigurjónsson þingflokksformaður Samfylkingarinnar er undrandi á því hversu fast Sjálfstæðismenn vilja halda í þingflokksherbergi sitt. 30. janúar 2025 11:39 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Sjá meira
Segir Sjálfstæðismenn hyggja á setuverkfall verði þeim vísað á dyr Samfylkingin hefur óskað eftir því að fá úthlutað stærsta þingflokksherberginu í Alþingishúsinu – herbergi sem hefur hýst þingflokk Sjálfstæðisflokksins í 84 ár. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir kröfuna fáránlega enda fullkomlega óþarfa, auk þess að þingflokksherbergið hefur sögulegt og tilfinningalegt gildi fyrir Sjálfstæðisflokkinn. 30. janúar 2025 10:42
Sterk tilfinningabönd Sjálfstæðismanna við herbergið koma Guðmundi Ara í opna skjöldu Guðmundur Ari Sigurjónsson þingflokksformaður Samfylkingarinnar er undrandi á því hversu fast Sjálfstæðismenn vilja halda í þingflokksherbergi sitt. 30. janúar 2025 11:39