Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. janúar 2025 10:33 Daníel Már Magnússon skósmiður við störf á Skóvinnustofunni. Vísir/Stefán Jón Eini skósmiður miðborgar Reykjavíkur pakkar nú saman og skellir verkstæði sínu í lás fyrir fullt og allt. Hann segir þetta ljúfsár tímamót eftir erfiðan rekstur síðustu misseri. Hann hvetur neytendur til að gefa því betur gaum úr hverju skórnir, sem þeir kaupa jafnvel dýrum dómum, eru gerðir. Við heimsóttum Daníel Má Magnússon skósmið á Skóvinnustofuna á Grettisgötu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. Daníel hefur rekið verkstæðið frá árinu 2018, þegar hann tók við rekstrinum af Þráni Jóhannssyni, Þráni skóara, sem þá hafði rekið skóverkstæði undir eigin nafni um árabil. Horfa má á heimsókn Íslands í dag á Grettisgötuna í spilaranum hér fyrir neðan, þar sem Daníel fer yfir ferilinn, reksturinn og eftirminnilegustu viðgerðina, sem var örlítið vandræðalegri en gengur og gerist. Daníel segir nú skilið við skósmíðar og kepptist við að klára síðustu verkefnin þegar við litum við. Hann kveðst munu sakna þess að vinna við fagið en annars sé það ákveðinn léttir að hætta og verða launamaður hjá stóru fyrirtæki, Össuri. „Það hafa komið erfiðir mánuðir en í raun og væru gæti stofan gengið mjög vel... ef það væri enginn starfsmaður,“ segir Daníel kíminn. „En maður hefur alveg verið að sleppa að borga sér laun suma mánuði, þetta hefur verið strembið.“ Þá beinir hann því til neytenda að sætta sig ekki við hvað sem er í skómálum. „Mér finnst mjög erfitt fyrir kúnnann í rauninni að vita hvað hann er að kaupa. Þeir eru orðnir mjög góðir að láta plast líta út fyrir að vera leður, og það kemur ekki í ljós fyrr en eftir tvo, þrjá mánuði. Þannig að ég mæli með að fólk kíki á lítinn límmiða á sólanum á skónum, gylltur og svartur, sem segir þér nákvæmlega hvaða efni er í skónum þínum. [...] Fólk er að kaupa plastskó á 25 þúsund kall. Það er rán!“ Ísland í dag Verslun Reykjavík Mest lesið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Kjólasaga Brooklyns loðin Tíska og hönnun Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Halla T meðal sofandi risa Menning Vance á von á barni Lífið Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Lífið Fleiri fréttir Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Sjá meira
Við heimsóttum Daníel Má Magnússon skósmið á Skóvinnustofuna á Grettisgötu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. Daníel hefur rekið verkstæðið frá árinu 2018, þegar hann tók við rekstrinum af Þráni Jóhannssyni, Þráni skóara, sem þá hafði rekið skóverkstæði undir eigin nafni um árabil. Horfa má á heimsókn Íslands í dag á Grettisgötuna í spilaranum hér fyrir neðan, þar sem Daníel fer yfir ferilinn, reksturinn og eftirminnilegustu viðgerðina, sem var örlítið vandræðalegri en gengur og gerist. Daníel segir nú skilið við skósmíðar og kepptist við að klára síðustu verkefnin þegar við litum við. Hann kveðst munu sakna þess að vinna við fagið en annars sé það ákveðinn léttir að hætta og verða launamaður hjá stóru fyrirtæki, Össuri. „Það hafa komið erfiðir mánuðir en í raun og væru gæti stofan gengið mjög vel... ef það væri enginn starfsmaður,“ segir Daníel kíminn. „En maður hefur alveg verið að sleppa að borga sér laun suma mánuði, þetta hefur verið strembið.“ Þá beinir hann því til neytenda að sætta sig ekki við hvað sem er í skómálum. „Mér finnst mjög erfitt fyrir kúnnann í rauninni að vita hvað hann er að kaupa. Þeir eru orðnir mjög góðir að láta plast líta út fyrir að vera leður, og það kemur ekki í ljós fyrr en eftir tvo, þrjá mánuði. Þannig að ég mæli með að fólk kíki á lítinn límmiða á sólanum á skónum, gylltur og svartur, sem segir þér nákvæmlega hvaða efni er í skónum þínum. [...] Fólk er að kaupa plastskó á 25 þúsund kall. Það er rán!“
Ísland í dag Verslun Reykjavík Mest lesið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Kjólasaga Brooklyns loðin Tíska og hönnun Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Halla T meðal sofandi risa Menning Vance á von á barni Lífið Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Lífið Fleiri fréttir Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Sjá meira