Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Lovísa Arnardóttir skrifar 31. janúar 2025 10:33 Benedikt Freyr, Pétur og Kjartan hita upp á tónleikum Talib Kweli á Íslandi 13. febrúar. Vísir/Vilhelm Tónlistarmaðurinn Talib Kweli kemur fram á tónleikum í Gamla bíó þann 13. febrúar. Tónlistarmaðurinn Saint Pete sér um upphitun ásamt Benna B-Ruff eða Benedikt Frey Jónssyni en hann og Kjartan Trauner frumsýna nýtt efni í upphitun ásamt óvæntum gestum . Benedikt stendur að innflutningi Talib Kweli í gegnum fyrirtæki sitt Liveproject. „Það er búið að vera lítið framboð af hiphop tónleikum á Íslandi, sérstaklega af gamla skólanum. Við vorum með DJ Shadow nýlega og það var draumur að rætast að sjá hann í Reykjavík. Eftir það opnuðust líka margar dyr í þessum heimi,“ segir Benedikt og að því tengt sé margt spennandi í gangi á árinu. Listamennirnir sem hafi verið stórir „í gamla daga“ séu enn að við tónleikahald og að semja þó svo að það fari minna fyrir þeim á til dæmis samfélagsmiðlum. Talib Kweli tekur við þegar Benedikt, Pétur og Kjartan eru búnir.Vísir/Getty „Þetta fer kannski undir radarinn en tónlistin talar alltaf til fólks. Ég heyrði fyrst í Talib Kweli í kringum 1997 í laginu 2000 Seasons og svo 1998 þegar hann og Mos Def gáfu út undir nafninu Black Star samnefnda plötu. Þessi plata var bara þannig að maður vildi hengja coverið upp á vegg. Þetta var heilsteypt og nýtt.“ Benedikt hefur verið viðloðin hiphop senuna um árabil sem aðdáandi, tónlistarmaður og plötusnúður. Hann segir að á þessum tíma hafi verið mikill uppgangur í Hip-hopi á bæði austur- og vesturströnd Bandaríkjanna. Engir gangstas á Íslandi „Á þessum sama tíma vorum við Robbi með útvarpsþáttinn Kronik og vorum að kaupa fimmtíu til sjötíu plötur á mánuði. Við vorum að panta að utan en Þruman var líka að feed-a okkur. Frá svona ´93 til ´97 voru tónlistarmenn eins og Nas og allir þessu stóru gaura að gera ótrúlega hluti en svo koma Talib Kweli og Mos Def alveg nýir, ferskir og ungir með alveg ferskt sound 1998. Þeir voru pólitískir og voru boðberar friðs. Þetta var svona „conscious rapp“ eins og Common var búinn að vera að predika.“ Hann segir þá þannig hafa komið með þá pólitík að vera með meðvitund í lífinu. „Maður kolféll fyrir hiphopi 1993, en þá voru straumarnir beint úr ghettounum og maður speglaði sig í því. En þegar þeir komu á sjónarsviðið þá voru málefnin sem þeir fjölluðu um nær manni. Við vorum engir gangstas hérna á Íslandi þó maður hafi haldið það stundum,“ segir Benedikt og hlær. Hann segir að í sama flokki sé til dæmis tónlist D‘Angelo, J Dilla, Erykah Badu, Common, Roots. Hægt sé að lýsa henni sem jazzy swing takti með hiphopi. „Þessi tónlist nærir sálina.“ Benedikt segir það hafa legið beint við að fá Saint Pete, eða Pétur Már Guðmundsson. Benedikt segir Pétur einn af nýliðum ársins í fyrra og plötuna, Græna pakkann, eina af plötum ársins. Pétur var tilnefndur til Kraumsverðlaunanna fyrir plötuna. „Hann er vonarstjarna í oldskool fíling,“ segir Benedikt. Alvöru show Pétur segir spenntur fyrir tónleikunum „Við ætlum að reyna að gera eins mikið úr þessu og hægt er. Gera alvöru show,“ segir Pétur. Fyrsta plata Péturs, Græni pakkinn, kom út á plötuútgáfunni Sticky Records síðasta sumar. Í umsögn um útgáfuna á vef Sticky Records kom fram að Pétur hefði fyrir það vakið athygli með samstarfi sínu við hljómsveitina Úlf Úlf og Emmsjé Gauta. Platan er framleidd af pródúsentinum Þormóði Eiríkssyni og Hreini Orra Óðinssyni sem einnig er þekktur undir listamannsnafninu Klean. Pétur, eða Saint Pete, segir fólk mega búast við alvöru show-i í Gamla bíói.Vísir/Vilhelm „Fræðimenn telja Saint Pete vera að færa til bókar nýjar áttir og strauma í íslenskri hiphop músík, einfaldlega með að færa sig nær kjarna málsins, bókstaflega. En ríkuleg textasmíði og boðskapur í bland við ótrúlega hnyttni einkenna stíl rapparans. Gömul saga og ný, með áherslu á ný. Norðanátt gustar um tónlistina, og er um hreinræktaða Akureyska afurð að ræða. En hiphop tónlist og menning hafa ávallt átt sína vita að líta til fyrir norðan og tekur Saint Pete á rás með þann kyndil,“ sagði um útgáfuna í ágúst í fyrra. Nær vel til eldri hlustenda „Ég er aðeins að synda á móti straumnum en við erum á rappinu og það virðist vera einhver eftirspurn eftir því, sem er geggjað. Þegar það kemur rappari af gamla skólanum þá held ég að tónlistin contrasti vel við það. Þú kannski nærð til einhvers nýs hóps þarna, eldri hóps? „Það er reyndar áhugavert að sjá að stærsti hlustendahópurinn minn er í aldursbilinu 25 til 40 ára. Það meikar svosem sense því það er fólkið sem elst upp á þessu lyrical rappi.“ Hann segir tónlistina sína fjalla um lífið á Akureyri og rappdraumana. „Ferlið fram að þessu. Að reyna að mála einhverja ferska mynd af þessum heimi sem menn eru að rappa um, en með annarri nálgun.“ Pétur er sjálfur fluttur til Reykjavíkur og hefur nóg að gera í rappinu í tónleikahaldi og að smíða nýja tónlist. Hann á von á því að Hreinn verði með sér á sviðinu á tónleikunum auk einhverra fleirra. „Það verður fullt skemmtilegt í gangi fyrir utan bara rappið. Það ætti að vera stútfullt hús og svakaleg stemning. Þetta verður gott kvöld fyrir rapp á Íslandi.“ Miðasalan er hér. Tónleikar á Íslandi Tónlist Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Menning Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? Menning Fleiri fréttir Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjá meira
„Það er búið að vera lítið framboð af hiphop tónleikum á Íslandi, sérstaklega af gamla skólanum. Við vorum með DJ Shadow nýlega og það var draumur að rætast að sjá hann í Reykjavík. Eftir það opnuðust líka margar dyr í þessum heimi,“ segir Benedikt og að því tengt sé margt spennandi í gangi á árinu. Listamennirnir sem hafi verið stórir „í gamla daga“ séu enn að við tónleikahald og að semja þó svo að það fari minna fyrir þeim á til dæmis samfélagsmiðlum. Talib Kweli tekur við þegar Benedikt, Pétur og Kjartan eru búnir.Vísir/Getty „Þetta fer kannski undir radarinn en tónlistin talar alltaf til fólks. Ég heyrði fyrst í Talib Kweli í kringum 1997 í laginu 2000 Seasons og svo 1998 þegar hann og Mos Def gáfu út undir nafninu Black Star samnefnda plötu. Þessi plata var bara þannig að maður vildi hengja coverið upp á vegg. Þetta var heilsteypt og nýtt.“ Benedikt hefur verið viðloðin hiphop senuna um árabil sem aðdáandi, tónlistarmaður og plötusnúður. Hann segir að á þessum tíma hafi verið mikill uppgangur í Hip-hopi á bæði austur- og vesturströnd Bandaríkjanna. Engir gangstas á Íslandi „Á þessum sama tíma vorum við Robbi með útvarpsþáttinn Kronik og vorum að kaupa fimmtíu til sjötíu plötur á mánuði. Við vorum að panta að utan en Þruman var líka að feed-a okkur. Frá svona ´93 til ´97 voru tónlistarmenn eins og Nas og allir þessu stóru gaura að gera ótrúlega hluti en svo koma Talib Kweli og Mos Def alveg nýir, ferskir og ungir með alveg ferskt sound 1998. Þeir voru pólitískir og voru boðberar friðs. Þetta var svona „conscious rapp“ eins og Common var búinn að vera að predika.“ Hann segir þá þannig hafa komið með þá pólitík að vera með meðvitund í lífinu. „Maður kolféll fyrir hiphopi 1993, en þá voru straumarnir beint úr ghettounum og maður speglaði sig í því. En þegar þeir komu á sjónarsviðið þá voru málefnin sem þeir fjölluðu um nær manni. Við vorum engir gangstas hérna á Íslandi þó maður hafi haldið það stundum,“ segir Benedikt og hlær. Hann segir að í sama flokki sé til dæmis tónlist D‘Angelo, J Dilla, Erykah Badu, Common, Roots. Hægt sé að lýsa henni sem jazzy swing takti með hiphopi. „Þessi tónlist nærir sálina.“ Benedikt segir það hafa legið beint við að fá Saint Pete, eða Pétur Már Guðmundsson. Benedikt segir Pétur einn af nýliðum ársins í fyrra og plötuna, Græna pakkann, eina af plötum ársins. Pétur var tilnefndur til Kraumsverðlaunanna fyrir plötuna. „Hann er vonarstjarna í oldskool fíling,“ segir Benedikt. Alvöru show Pétur segir spenntur fyrir tónleikunum „Við ætlum að reyna að gera eins mikið úr þessu og hægt er. Gera alvöru show,“ segir Pétur. Fyrsta plata Péturs, Græni pakkinn, kom út á plötuútgáfunni Sticky Records síðasta sumar. Í umsögn um útgáfuna á vef Sticky Records kom fram að Pétur hefði fyrir það vakið athygli með samstarfi sínu við hljómsveitina Úlf Úlf og Emmsjé Gauta. Platan er framleidd af pródúsentinum Þormóði Eiríkssyni og Hreini Orra Óðinssyni sem einnig er þekktur undir listamannsnafninu Klean. Pétur, eða Saint Pete, segir fólk mega búast við alvöru show-i í Gamla bíói.Vísir/Vilhelm „Fræðimenn telja Saint Pete vera að færa til bókar nýjar áttir og strauma í íslenskri hiphop músík, einfaldlega með að færa sig nær kjarna málsins, bókstaflega. En ríkuleg textasmíði og boðskapur í bland við ótrúlega hnyttni einkenna stíl rapparans. Gömul saga og ný, með áherslu á ný. Norðanátt gustar um tónlistina, og er um hreinræktaða Akureyska afurð að ræða. En hiphop tónlist og menning hafa ávallt átt sína vita að líta til fyrir norðan og tekur Saint Pete á rás með þann kyndil,“ sagði um útgáfuna í ágúst í fyrra. Nær vel til eldri hlustenda „Ég er aðeins að synda á móti straumnum en við erum á rappinu og það virðist vera einhver eftirspurn eftir því, sem er geggjað. Þegar það kemur rappari af gamla skólanum þá held ég að tónlistin contrasti vel við það. Þú kannski nærð til einhvers nýs hóps þarna, eldri hóps? „Það er reyndar áhugavert að sjá að stærsti hlustendahópurinn minn er í aldursbilinu 25 til 40 ára. Það meikar svosem sense því það er fólkið sem elst upp á þessu lyrical rappi.“ Hann segir tónlistina sína fjalla um lífið á Akureyri og rappdraumana. „Ferlið fram að þessu. Að reyna að mála einhverja ferska mynd af þessum heimi sem menn eru að rappa um, en með annarri nálgun.“ Pétur er sjálfur fluttur til Reykjavíkur og hefur nóg að gera í rappinu í tónleikahaldi og að smíða nýja tónlist. Hann á von á því að Hreinn verði með sér á sviðinu á tónleikunum auk einhverra fleirra. „Það verður fullt skemmtilegt í gangi fyrir utan bara rappið. Það ætti að vera stútfullt hús og svakaleg stemning. Þetta verður gott kvöld fyrir rapp á Íslandi.“ Miðasalan er hér.
Tónleikar á Íslandi Tónlist Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Menning Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? Menning Fleiri fréttir Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjá meira