Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar um verkefni dagsins frá því í morgun til klukkan 17.
Þar segir að þegar lögregla skoðaði myndefni á vettvangi hafi verið staðfest að um leðurblöku væri að ræða. Leðurblakan var flogin á brott en dýraþjónustunni var gert viðvart um spendýrið.
Leðurblökur eru ekki algengar á Íslandi en berast þó stundum til landsins. Aðeins tvö ár eru síðan leðurblaka birtist á svölum pars í Kópavogi. Hér fyrir neðan má sjá myndband af óvænta gestinum: