Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 26. janúar 2025 16:05 Dómsmálaráðherrarnir fyrrverandi, Áslaug og Sólveig Pétursdóttir, féllust í faðma að fundinum loknum. RAX Margt var um manninn í Sjálfstæðissalnum á NASA þegar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins tilkynnti um framboð sitt til formanns flokksins í dag. Þó lét enginn þingmaður flokksins sjá sig. Áslaug fór um víðan völl í ræðunni sinni. Hún þakkaði Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur og Bjarna Benediktssyni samstarfsfólki sínu fyrir samstarfið. Hún skaut á nýja ríkisstjórn, sem hún kallaði tveggja flokka vinstristjórn með félagasamtökum sem stefni að því að skrá sig sem stjórnmálaflokk fyrr eða síðar. Sjá einnig: Áslaug ætlar í formanninn Kosið verður í embættið á landsfundi Sjálfstæðisflokksins um mánaðamót febrúar og mars. Áslaug er ein í framboði enn sem komið er. Húsfyllir var í Sjálfstæðissalnum. RAX Athygli vakti að enginn úr þingflokki Sjálfstæðisflokksins lét sjá sig á fundinum. Fréttastofa hafði samband við Hildi Sverrisdóttur þingflokksformann vegna þess, en hún segir ekki ástæðu til að lesa í ákvörðun þingmannanna að mæta ekki. „Það þarf enginn að velkjast í vafa um að Áslaug Arna nýtur mikils stuðnings og trausts víða í hinum ýmsu kimum flokksins og þar með einnig hjá kjörnum fulltrúum hans. Það getur einfaldlega staðið mismunandi á hjá fólki og eins er alvanalegt að kjörnir fulltrúar haldi að sér höndum á meðan línur eru að skýrast og þá sérlega í þeirri stöðu sem uppi er núna þegar ekki er verið að bjóða fram gegn sitjandi forystu,“ segir Hildur. Merkið sem prýddi ræðupúltið og skjáinn segir Áslaug sitt. Henni hafi ekki fundist passa að nota merki flokksins í sína persónulegu baráttu. RAX Hún segist mikil vinkona og aðdáandi Áslaugar en í senn þingflokksformaður flokksins alls og þar af leiðandi allra þingmanna. Meðal þeirra hafi einhverjir sagst íhuga framboð til formanns. „Ég tel því rétt að gefa ekki upp hvern ég mun styðja til formennsku í okkar góða flokki fyrr en þegar nær dregur landsfundi.“ Hún muni gera skilmerkilega grein fyrir því hvern hún styður þegar eftir að nýtt þing er komið saman og landsfundur nálgast. „Það er mikilvægt að þingflokkurinn byrji þingið af krafti í stjórnarandstöðu í fyrsta sinn í rúmlega áratug. Þar er af nógu að taka og mikilvægt að við einbeitum okkur saman að því verkefni,“ segir Hildur. Í fjarveru þingflokksins vakti þó athygli að nánir aðstandendur þingmanna í flokknum létu sjá sig á fundinum. Þeirra á meðal er Gísli Árnason sambýlismaður Hildar Sverrisdóttur, Margrét Bjarnadóttir dóttir Bjarna Benediktssonar og Ísak Ernir Kristinsson unnusti hennar. Þá var Sigurgeir Jónasson sonur Rósu Guðbjartsdóttur mættur á fundinn. Ragnar Axelsson, RAX, ljósmyndari var á staðnum og festi viðburðinn á filmu. Myndirnar má sjá hér að neðan. Ungir Sjálfstæðismenn áttu fulltrúa á fremsta bekk. RAX Sólveig Guðrún Pétursdóttir fyrrverandi dóms- og kirkjumálaráðherra mætti á fundinn. RAX RAX Áslaug ávarpaði salinn. RAX Sólveig Guðrún og Áslaug að fundinum loknum. Sólveig gegndi embætti dóms- og kirkjumálaráðherra 1999-2003. RAX Ljóst er að Áslaug á sér aðdáendur úr ýmsum áttum. RAX Fréttin hefur verið uppfærð. Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Fleiri fréttir „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Sjá meira
Áslaug fór um víðan völl í ræðunni sinni. Hún þakkaði Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur og Bjarna Benediktssyni samstarfsfólki sínu fyrir samstarfið. Hún skaut á nýja ríkisstjórn, sem hún kallaði tveggja flokka vinstristjórn með félagasamtökum sem stefni að því að skrá sig sem stjórnmálaflokk fyrr eða síðar. Sjá einnig: Áslaug ætlar í formanninn Kosið verður í embættið á landsfundi Sjálfstæðisflokksins um mánaðamót febrúar og mars. Áslaug er ein í framboði enn sem komið er. Húsfyllir var í Sjálfstæðissalnum. RAX Athygli vakti að enginn úr þingflokki Sjálfstæðisflokksins lét sjá sig á fundinum. Fréttastofa hafði samband við Hildi Sverrisdóttur þingflokksformann vegna þess, en hún segir ekki ástæðu til að lesa í ákvörðun þingmannanna að mæta ekki. „Það þarf enginn að velkjast í vafa um að Áslaug Arna nýtur mikils stuðnings og trausts víða í hinum ýmsu kimum flokksins og þar með einnig hjá kjörnum fulltrúum hans. Það getur einfaldlega staðið mismunandi á hjá fólki og eins er alvanalegt að kjörnir fulltrúar haldi að sér höndum á meðan línur eru að skýrast og þá sérlega í þeirri stöðu sem uppi er núna þegar ekki er verið að bjóða fram gegn sitjandi forystu,“ segir Hildur. Merkið sem prýddi ræðupúltið og skjáinn segir Áslaug sitt. Henni hafi ekki fundist passa að nota merki flokksins í sína persónulegu baráttu. RAX Hún segist mikil vinkona og aðdáandi Áslaugar en í senn þingflokksformaður flokksins alls og þar af leiðandi allra þingmanna. Meðal þeirra hafi einhverjir sagst íhuga framboð til formanns. „Ég tel því rétt að gefa ekki upp hvern ég mun styðja til formennsku í okkar góða flokki fyrr en þegar nær dregur landsfundi.“ Hún muni gera skilmerkilega grein fyrir því hvern hún styður þegar eftir að nýtt þing er komið saman og landsfundur nálgast. „Það er mikilvægt að þingflokkurinn byrji þingið af krafti í stjórnarandstöðu í fyrsta sinn í rúmlega áratug. Þar er af nógu að taka og mikilvægt að við einbeitum okkur saman að því verkefni,“ segir Hildur. Í fjarveru þingflokksins vakti þó athygli að nánir aðstandendur þingmanna í flokknum létu sjá sig á fundinum. Þeirra á meðal er Gísli Árnason sambýlismaður Hildar Sverrisdóttur, Margrét Bjarnadóttir dóttir Bjarna Benediktssonar og Ísak Ernir Kristinsson unnusti hennar. Þá var Sigurgeir Jónasson sonur Rósu Guðbjartsdóttur mættur á fundinn. Ragnar Axelsson, RAX, ljósmyndari var á staðnum og festi viðburðinn á filmu. Myndirnar má sjá hér að neðan. Ungir Sjálfstæðismenn áttu fulltrúa á fremsta bekk. RAX Sólveig Guðrún Pétursdóttir fyrrverandi dóms- og kirkjumálaráðherra mætti á fundinn. RAX RAX Áslaug ávarpaði salinn. RAX Sólveig Guðrún og Áslaug að fundinum loknum. Sólveig gegndi embætti dóms- og kirkjumálaráðherra 1999-2003. RAX Ljóst er að Áslaug á sér aðdáendur úr ýmsum áttum. RAX Fréttin hefur verið uppfærð.
Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Fleiri fréttir „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Sjá meira