Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 25. janúar 2025 17:25 Nýjar reglur á skíðasvæðum höfuðborgarsvæðisins, í Árbæ og Grafarvogi, hafa tekið gildi. Skiptar skoðanir eru meðal íbúa Árbæjar með breytinguna. Steinþór Carl Karlsson Reykjavíkurborg hefur tekið þá ákvörðun að banna umferð sleða á skíðasvæðum borgarinnar meðan á opnun skíðalyftanna stendur. Iðkandi til margra ára er forviða á reglunum og lýsir leiðinlegri upplifun á skíðasvæðinu í Ártúnsbrekku er honum var tjáð um breytinguna. Greint var frá nýju reglunni á Facebooksíðunni Skíðasvæðin í borginni á fimmtudag. Þar segir að undanfarin ár hafi umferð ýmiss konar sleða færst í aukana á skíðasvæðunum. Þeirri umferð hafi verið beint í jaðar brekknanna en það fyrirkomulag ekki tekist nægilega vel. „Umferð bretta, skíða og sleða á ekki samleið í skíðabrekkum. Hefur því verið ákveðið að öll umferð sleða sé óheimil á opnunartíma svæðanna,“ segir í færslunni. Utan opnunartíma sé umferð sleða heimil en brekkurnar eru opnar milli klukkan fimm og átta á virkum dögum og ellefu og fimm um helgar. Hótaði að stöðva lyftuna og hringja á lögreglu Steinþóri Carli Karlssyni, Árbæingi og iðkanda í brekkunni þar til margra ára, er verulega brugðið vegna nýju reglnanna. Hann segir frá atvikum dagsins í samtali við fréttastofu en hann mætti einu sinni sem oftar með börnunum sínum í Ártúnsbrekkuna í dag ómeðvitaður um nýju reglurnar. Starfsmaður hafi komið á eftir þeim upp í brekkuna og sagt þeim að þau mættu ekki renna sér á sleða. „Hann sagði að við þyrftum að fara hinu megin við skíðalyftuna. Af því að það væri svo mikil slysahætta og þessi svæði væru ekki tryggð. Þannig að borgin er að reyna að minnka þessa slysahættu,“ segir Steinþór. „Hann hótaði að hringja í lögregluna og hann hótaði að stoppa lyftuna. Þetta er starfsmaður sem er búinn að vinna í lyftunni í mörg.“ Hann segist ekki vita til neinna slysa í brekkunni af völdum þess að iðkendur séu ýmist að renna sér á skíðum eða sleða, í þau skipti sem hann hefur mætt í brekkuna. „Manni leið eins og maður væri ekki velkominn,“ segir Steinþór. „Þetta var ekki skemmtileg upplifun.“ Ekki skíðasvæði heldur hverfisbrekka Steinþór segist skilja reglur af þessu tagi á skíðasvæðum eins og Bláfjöllum eða Skálafelli, sem séu sérstaklega hugsuð sem skíðasvæði. „Þar er meiri hraði og meiri hlutinn fer þangað til að fara á skíði. En þetta eru hverfisbrekkurnar sem fólk sækir í, allir eru saman hvort sem Siggi kemur á skíðum eða Gunna á sleða,“ segir Steinþór. „Það er oftar sem maður fer [í Ártúnsbrekkuna] á sleða en á skíði upp í Bláfjöll.“ Steinþór segist trúa því að reglunum verði breytt aftur svo sleðaiðkendur fái líka að renna sér á opnunartíma. „Ég vil ekki trúa því að þetta þurfi að vera svona. Við búum í betra samfélagi en þessu.“ Skíðasvæði Reykjavík Börn og uppeldi Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Innlent „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Erlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Fleiri fréttir Virðist ekki vera hægt á Íslandi Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Sjá meira
Greint var frá nýju reglunni á Facebooksíðunni Skíðasvæðin í borginni á fimmtudag. Þar segir að undanfarin ár hafi umferð ýmiss konar sleða færst í aukana á skíðasvæðunum. Þeirri umferð hafi verið beint í jaðar brekknanna en það fyrirkomulag ekki tekist nægilega vel. „Umferð bretta, skíða og sleða á ekki samleið í skíðabrekkum. Hefur því verið ákveðið að öll umferð sleða sé óheimil á opnunartíma svæðanna,“ segir í færslunni. Utan opnunartíma sé umferð sleða heimil en brekkurnar eru opnar milli klukkan fimm og átta á virkum dögum og ellefu og fimm um helgar. Hótaði að stöðva lyftuna og hringja á lögreglu Steinþóri Carli Karlssyni, Árbæingi og iðkanda í brekkunni þar til margra ára, er verulega brugðið vegna nýju reglnanna. Hann segir frá atvikum dagsins í samtali við fréttastofu en hann mætti einu sinni sem oftar með börnunum sínum í Ártúnsbrekkuna í dag ómeðvitaður um nýju reglurnar. Starfsmaður hafi komið á eftir þeim upp í brekkuna og sagt þeim að þau mættu ekki renna sér á sleða. „Hann sagði að við þyrftum að fara hinu megin við skíðalyftuna. Af því að það væri svo mikil slysahætta og þessi svæði væru ekki tryggð. Þannig að borgin er að reyna að minnka þessa slysahættu,“ segir Steinþór. „Hann hótaði að hringja í lögregluna og hann hótaði að stoppa lyftuna. Þetta er starfsmaður sem er búinn að vinna í lyftunni í mörg.“ Hann segist ekki vita til neinna slysa í brekkunni af völdum þess að iðkendur séu ýmist að renna sér á skíðum eða sleða, í þau skipti sem hann hefur mætt í brekkuna. „Manni leið eins og maður væri ekki velkominn,“ segir Steinþór. „Þetta var ekki skemmtileg upplifun.“ Ekki skíðasvæði heldur hverfisbrekka Steinþór segist skilja reglur af þessu tagi á skíðasvæðum eins og Bláfjöllum eða Skálafelli, sem séu sérstaklega hugsuð sem skíðasvæði. „Þar er meiri hraði og meiri hlutinn fer þangað til að fara á skíði. En þetta eru hverfisbrekkurnar sem fólk sækir í, allir eru saman hvort sem Siggi kemur á skíðum eða Gunna á sleða,“ segir Steinþór. „Það er oftar sem maður fer [í Ártúnsbrekkuna] á sleða en á skíði upp í Bláfjöll.“ Steinþór segist trúa því að reglunum verði breytt aftur svo sleðaiðkendur fái líka að renna sér á opnunartíma. „Ég vil ekki trúa því að þetta þurfi að vera svona. Við búum í betra samfélagi en þessu.“
Skíðasvæði Reykjavík Börn og uppeldi Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Innlent „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Erlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Fleiri fréttir Virðist ekki vera hægt á Íslandi Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Sjá meira
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent