Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. janúar 2025 19:31 Björgunarsveitir hafa aðstoðað íbúa fyrir austan í dag. Landsbjörg Á annað hundrað íbúar á Austfjörðum þurftu að yfirgefa heimili sín í dag vegna aukinnar snjóflóðahættu. Íbúar hafa tekið ástandinu að æðruleysi segir verkefnastjóri hjá almannavörnum en ástandið hreyfir við mörgum í ljósi sögunnar. Rýmingarsvæðum á Seyðisfirði fjölgar í kvöld en ná að mestu yfir atvinnusvæði. Óvissustig vegna snjóflóðahættu tók gildi á Austfjörðum í hádeginu en þar er spáð mikilli snjókomu til fjalla. Þá tók rýming gildi á nokkrum svæðum klukkan sex í kvöld. Sjá einnig: Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Rýming á Seyðisfirði nær til atvinnusvæðis við Strandveg og Ránargötu, en nokkrir íbúar þurftu einnig að yfirgefa heimili sín sem eru innan rýmingarsvæðis. Þá var opnuð fjöldahjálparmiðstöð í Herðubreið um tíma í dag. Í Neskaupstað þurfti að rýma skilgreind atvinnusvæði við Norðfjarðarveg og Nausthvamm en rýmingin nær einnig til 37 heimila í íbúðahverfi þar sem á annað hundrað manns eru skráðir til heimilis. Íbúar þar geta enn leitað í fjöldahjálparstöð í Egilsbúð. Viðbótarrýming tekur gildi klukkan 20 Í tilkynningu sem barst frá lögreglu nú í kvöld segir að alls búi um 170 manns á þeim svæðum sem rýmd voru í dag og eru allir komnir í húsaskjól. Þá var tekin ákvörðun um viðbótarrýmingu á þremur rýmingarreitum á Seyðisfirði til viðbótar, reitum SE03, SE04 og SE05, sem sjá má á myndinni hér að neðan í gulu. Um atvinnuhúsnæði er að ræða, meðal annars gistiheimili. Þegar þetta er skrifað stendur stendur rýming yfir og gert er ráð fyrir að henni ljúki fljótlega. Athygli er vakin á að öll starfsemi er óheimil í húsunum meðan á rýmingu stendur. Þau verða því lokuð á morgun. „Maður er bara fullur þakklætis fyrir allt þetta öfluga fólk í björgunarsveitunum sem hefur komið í dag, bæði hér í Neskaupsstað og Seyðisfirði, og á fleiri stöðum og aðstoðað,“ segir Jón Björn Hákonarson, verkefnastjóri almannavarna á Austfjörðum. Ástandið hreyfir við fólki í ljósi sögunnar Rýming hafi gengið fumlaust fyrir sig í dag og íbúar sýnt aðstæðum skilning. „Það eru auðvitað einhverjir ekki heima og kannski aðrir á svæðinu sem eru ekki skráðir til heimilis. Á Seyðisfirði var þetta minna, þar voru einungis skráðir níu en eru auðvitað miklu færri en þar er verið að rýma stærri svæði sem eru athafnasvæði og það er líka hér í Neskaupstað þannig þetta mun auðvitað hafa áhrif á fyrirtæki og fleira meðan að á þessu stendur,“ segir Jón Björn. Allir íbúar sem þufa að yfirgefa heimili sín ættu að vera komin með húsaskjól.Landsbjörg Hann ítrekar að ekki er um neyðarrýmingu að ræða heldur rýmingu í varúðarskyni af öryggisástæðum. „Margir, og flestir fóru til ættingja og vina og annað slíkt en einhverjir þurftu aðstoð við að finna sér húsnæði og það hefur verið leyst úr því í fjöldahjálparstöðinni og eins og staðan er núna þá eiga allir að vera komnir í hús,“ segir Jón Björn. Gengið er út frá því að rýming verði í gildi í mesta lagi í tvær nætur, fram á þriðjudag. „Auðvitað veit ég að þetta hreyfir við mörgum eftir bæði eftir rýmingarnar 2023 og flóðin. Og rétt fyrir jól, 20. Desember voru 50 ár liðin frá stóru snjóflóðunum 1974, auðvitað höfum verið að minnast þessa hræðilega viðburðar í Súðavík og auðvitað veit ég að þetta hefur allt áhrif á fólk. En stóra málið er að fólk tekur þessu af æðruleysi og það er svo mikilvægt,“ segir Jón. Múlaþing Fjarðabyggð Snjóflóð á Íslandi Veður Öryggis- og varnarmál Mest lesið Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Fleiri fréttir „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Sjá meira
Óvissustig vegna snjóflóðahættu tók gildi á Austfjörðum í hádeginu en þar er spáð mikilli snjókomu til fjalla. Þá tók rýming gildi á nokkrum svæðum klukkan sex í kvöld. Sjá einnig: Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Rýming á Seyðisfirði nær til atvinnusvæðis við Strandveg og Ránargötu, en nokkrir íbúar þurftu einnig að yfirgefa heimili sín sem eru innan rýmingarsvæðis. Þá var opnuð fjöldahjálparmiðstöð í Herðubreið um tíma í dag. Í Neskaupstað þurfti að rýma skilgreind atvinnusvæði við Norðfjarðarveg og Nausthvamm en rýmingin nær einnig til 37 heimila í íbúðahverfi þar sem á annað hundrað manns eru skráðir til heimilis. Íbúar þar geta enn leitað í fjöldahjálparstöð í Egilsbúð. Viðbótarrýming tekur gildi klukkan 20 Í tilkynningu sem barst frá lögreglu nú í kvöld segir að alls búi um 170 manns á þeim svæðum sem rýmd voru í dag og eru allir komnir í húsaskjól. Þá var tekin ákvörðun um viðbótarrýmingu á þremur rýmingarreitum á Seyðisfirði til viðbótar, reitum SE03, SE04 og SE05, sem sjá má á myndinni hér að neðan í gulu. Um atvinnuhúsnæði er að ræða, meðal annars gistiheimili. Þegar þetta er skrifað stendur stendur rýming yfir og gert er ráð fyrir að henni ljúki fljótlega. Athygli er vakin á að öll starfsemi er óheimil í húsunum meðan á rýmingu stendur. Þau verða því lokuð á morgun. „Maður er bara fullur þakklætis fyrir allt þetta öfluga fólk í björgunarsveitunum sem hefur komið í dag, bæði hér í Neskaupsstað og Seyðisfirði, og á fleiri stöðum og aðstoðað,“ segir Jón Björn Hákonarson, verkefnastjóri almannavarna á Austfjörðum. Ástandið hreyfir við fólki í ljósi sögunnar Rýming hafi gengið fumlaust fyrir sig í dag og íbúar sýnt aðstæðum skilning. „Það eru auðvitað einhverjir ekki heima og kannski aðrir á svæðinu sem eru ekki skráðir til heimilis. Á Seyðisfirði var þetta minna, þar voru einungis skráðir níu en eru auðvitað miklu færri en þar er verið að rýma stærri svæði sem eru athafnasvæði og það er líka hér í Neskaupstað þannig þetta mun auðvitað hafa áhrif á fyrirtæki og fleira meðan að á þessu stendur,“ segir Jón Björn. Allir íbúar sem þufa að yfirgefa heimili sín ættu að vera komin með húsaskjól.Landsbjörg Hann ítrekar að ekki er um neyðarrýmingu að ræða heldur rýmingu í varúðarskyni af öryggisástæðum. „Margir, og flestir fóru til ættingja og vina og annað slíkt en einhverjir þurftu aðstoð við að finna sér húsnæði og það hefur verið leyst úr því í fjöldahjálparstöðinni og eins og staðan er núna þá eiga allir að vera komnir í hús,“ segir Jón Björn. Gengið er út frá því að rýming verði í gildi í mesta lagi í tvær nætur, fram á þriðjudag. „Auðvitað veit ég að þetta hreyfir við mörgum eftir bæði eftir rýmingarnar 2023 og flóðin. Og rétt fyrir jól, 20. Desember voru 50 ár liðin frá stóru snjóflóðunum 1974, auðvitað höfum verið að minnast þessa hræðilega viðburðar í Súðavík og auðvitað veit ég að þetta hefur allt áhrif á fólk. En stóra málið er að fólk tekur þessu af æðruleysi og það er svo mikilvægt,“ segir Jón.
Múlaþing Fjarðabyggð Snjóflóð á Íslandi Veður Öryggis- og varnarmál Mest lesið Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Fleiri fréttir „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Sjá meira