Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. janúar 2025 12:36 Alþjóðadeild embættis ríkislögreglustjóra lagði bandarískum lögregluyfirvöldum lið við leit að börnunum. Vísir/Egill Bandarísk börn sem talin voru í hættu fundust á Suðurnesjum í síðustu viku en þeirra hafði verið saknað síðan í október. Íslensk lögregluyfirvöld leiddu aðgerðir hér á landi en málið var unnið í nánu samstarfi við bandarísk yfirvöld. Ekki er talið að fjölskyldan hafi nokkur önnur tengsl við Ísland. Líkt og Vísir greindi frá í morgun er fjallað um málið á vefsíðu U.S. Marshal Service í gær, en það er löggæslustofnun sem heyrir undir bandaríska dómsmálaráðuneytið. Fjölskyldumeðlimir höfðu tilkynnt um hvarf barnanna, sem eru átta og níu ára, frá Canton í Ohio þann 25. október í fyrra. Vísbendingar voru um að móðir barnanna hafi hætt að taka geðlyf sem hún var á, og hafi yfirgefið íbúð sína og tekið börnin úr skóla. Slóð þeirra var síðan rakin til Denver í Colorado og þaðan til Lundúna á Englandi og síðan til eyjarinnar Jersey á Ermasundi. Þá lá leiðin til Íslands en börnin voru í umsjá móðurinnar þegar þau fundust á Suðurnesjum þann 10. janúar að sögn Silviu Llorens Izaguirre, aðstoðaryfirlögregluþjóns og deildarstjóra alþjóðadeildar ríkislögreglustjóra. „Alþjóðadeild veitti US Marshal aðstoð í málinu í að finna börnin sem talin voru í hættu. Íslenska lögreglan hafði umsjón með aðgerðum innanlands þar sem hún hefur lögsögu en bandaríks yfirvöld lögðu til upplýsingar og unnu í samstarfi við íslenska aðila í gegnum Interpol sem er alþjóðlegur samstarfsvettvangur lögregluyfirvalda,“ segir Silvia. Ekki leið langur tími frá því beiðni um aðstoð barst að utan og þar til börnin komu í leitirnar. „Yfirleitt taka svona mál ekki langan tíma, tveir sólarhringar tekur yfirleitt að vinna svona mál. Stundum bara örfáa klukkutíma, þannig þetta gekk fljótt fyrir sig þegar við vorum búin að staðsetja einstaklingana,“ segir Silvia. Ekki frekari eftirmál á Íslandi Engir fulltrúar bandarískra yfirvalda hafi komið til Íslands í tengslum við aðgerðina, en börnin voru í umsjá íslenskra barnaverndaryfirvalda þangað til þau voru sótt af fjölskyldumeðlimum að utan. „Þrátt fyrir að enginn formlegur tvíhliða samningur sé til staðar hefur verið mjög löng hefð fyrir góðu samstarfi íslenskra og bandarískra lögregluyfirvalda og sú aðstoð náttúrlega byggir á trausti og alþjóðlegri ábyrgð og skuldbindingum sem ríkja til að vinna saman gegn svona málum,“ segir Silvia. Aðspurð segir Silvia að ekki sé vitað til þess að fjölskyldan eða börnin hafi tengsl við Ísland. Fram kemur í tilkynningu US Marshal service að móðirin hafi verið lögð inn á sjúkrastofnun þar sem hún muni dvelja þar til hún hefur heilsu til að ferðast aftur til Bandaríkjanna. Aðspurð segir Silvia að málið hafi ekki frekari eftirmál hér á landi. „Þessu máli er lokið af okkar hálfu og íslenskra yfirvalda,“ segir Silvia. Lögreglumál Barnavernd Bandaríkin Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Fleiri fréttir Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Sjá meira
Líkt og Vísir greindi frá í morgun er fjallað um málið á vefsíðu U.S. Marshal Service í gær, en það er löggæslustofnun sem heyrir undir bandaríska dómsmálaráðuneytið. Fjölskyldumeðlimir höfðu tilkynnt um hvarf barnanna, sem eru átta og níu ára, frá Canton í Ohio þann 25. október í fyrra. Vísbendingar voru um að móðir barnanna hafi hætt að taka geðlyf sem hún var á, og hafi yfirgefið íbúð sína og tekið börnin úr skóla. Slóð þeirra var síðan rakin til Denver í Colorado og þaðan til Lundúna á Englandi og síðan til eyjarinnar Jersey á Ermasundi. Þá lá leiðin til Íslands en börnin voru í umsjá móðurinnar þegar þau fundust á Suðurnesjum þann 10. janúar að sögn Silviu Llorens Izaguirre, aðstoðaryfirlögregluþjóns og deildarstjóra alþjóðadeildar ríkislögreglustjóra. „Alþjóðadeild veitti US Marshal aðstoð í málinu í að finna börnin sem talin voru í hættu. Íslenska lögreglan hafði umsjón með aðgerðum innanlands þar sem hún hefur lögsögu en bandaríks yfirvöld lögðu til upplýsingar og unnu í samstarfi við íslenska aðila í gegnum Interpol sem er alþjóðlegur samstarfsvettvangur lögregluyfirvalda,“ segir Silvia. Ekki leið langur tími frá því beiðni um aðstoð barst að utan og þar til börnin komu í leitirnar. „Yfirleitt taka svona mál ekki langan tíma, tveir sólarhringar tekur yfirleitt að vinna svona mál. Stundum bara örfáa klukkutíma, þannig þetta gekk fljótt fyrir sig þegar við vorum búin að staðsetja einstaklingana,“ segir Silvia. Ekki frekari eftirmál á Íslandi Engir fulltrúar bandarískra yfirvalda hafi komið til Íslands í tengslum við aðgerðina, en börnin voru í umsjá íslenskra barnaverndaryfirvalda þangað til þau voru sótt af fjölskyldumeðlimum að utan. „Þrátt fyrir að enginn formlegur tvíhliða samningur sé til staðar hefur verið mjög löng hefð fyrir góðu samstarfi íslenskra og bandarískra lögregluyfirvalda og sú aðstoð náttúrlega byggir á trausti og alþjóðlegri ábyrgð og skuldbindingum sem ríkja til að vinna saman gegn svona málum,“ segir Silvia. Aðspurð segir Silvia að ekki sé vitað til þess að fjölskyldan eða börnin hafi tengsl við Ísland. Fram kemur í tilkynningu US Marshal service að móðirin hafi verið lögð inn á sjúkrastofnun þar sem hún muni dvelja þar til hún hefur heilsu til að ferðast aftur til Bandaríkjanna. Aðspurð segir Silvia að málið hafi ekki frekari eftirmál hér á landi. „Þessu máli er lokið af okkar hálfu og íslenskra yfirvalda,“ segir Silvia.
Lögreglumál Barnavernd Bandaríkin Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Fleiri fréttir Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?