Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. janúar 2025 12:36 Alþjóðadeild embættis ríkislögreglustjóra lagði bandarískum lögregluyfirvöldum lið við leit að börnunum. Vísir/Egill Bandarísk börn sem talin voru í hættu fundust á Suðurnesjum í síðustu viku en þeirra hafði verið saknað síðan í október. Íslensk lögregluyfirvöld leiddu aðgerðir hér á landi en málið var unnið í nánu samstarfi við bandarísk yfirvöld. Ekki er talið að fjölskyldan hafi nokkur önnur tengsl við Ísland. Líkt og Vísir greindi frá í morgun er fjallað um málið á vefsíðu U.S. Marshal Service í gær, en það er löggæslustofnun sem heyrir undir bandaríska dómsmálaráðuneytið. Fjölskyldumeðlimir höfðu tilkynnt um hvarf barnanna, sem eru átta og níu ára, frá Canton í Ohio þann 25. október í fyrra. Vísbendingar voru um að móðir barnanna hafi hætt að taka geðlyf sem hún var á, og hafi yfirgefið íbúð sína og tekið börnin úr skóla. Slóð þeirra var síðan rakin til Denver í Colorado og þaðan til Lundúna á Englandi og síðan til eyjarinnar Jersey á Ermasundi. Þá lá leiðin til Íslands en börnin voru í umsjá móðurinnar þegar þau fundust á Suðurnesjum þann 10. janúar að sögn Silviu Llorens Izaguirre, aðstoðaryfirlögregluþjóns og deildarstjóra alþjóðadeildar ríkislögreglustjóra. „Alþjóðadeild veitti US Marshal aðstoð í málinu í að finna börnin sem talin voru í hættu. Íslenska lögreglan hafði umsjón með aðgerðum innanlands þar sem hún hefur lögsögu en bandaríks yfirvöld lögðu til upplýsingar og unnu í samstarfi við íslenska aðila í gegnum Interpol sem er alþjóðlegur samstarfsvettvangur lögregluyfirvalda,“ segir Silvia. Ekki leið langur tími frá því beiðni um aðstoð barst að utan og þar til börnin komu í leitirnar. „Yfirleitt taka svona mál ekki langan tíma, tveir sólarhringar tekur yfirleitt að vinna svona mál. Stundum bara örfáa klukkutíma, þannig þetta gekk fljótt fyrir sig þegar við vorum búin að staðsetja einstaklingana,“ segir Silvia. Ekki frekari eftirmál á Íslandi Engir fulltrúar bandarískra yfirvalda hafi komið til Íslands í tengslum við aðgerðina, en börnin voru í umsjá íslenskra barnaverndaryfirvalda þangað til þau voru sótt af fjölskyldumeðlimum að utan. „Þrátt fyrir að enginn formlegur tvíhliða samningur sé til staðar hefur verið mjög löng hefð fyrir góðu samstarfi íslenskra og bandarískra lögregluyfirvalda og sú aðstoð náttúrlega byggir á trausti og alþjóðlegri ábyrgð og skuldbindingum sem ríkja til að vinna saman gegn svona málum,“ segir Silvia. Aðspurð segir Silvia að ekki sé vitað til þess að fjölskyldan eða börnin hafi tengsl við Ísland. Fram kemur í tilkynningu US Marshal service að móðirin hafi verið lögð inn á sjúkrastofnun þar sem hún muni dvelja þar til hún hefur heilsu til að ferðast aftur til Bandaríkjanna. Aðspurð segir Silvia að málið hafi ekki frekari eftirmál hér á landi. „Þessu máli er lokið af okkar hálfu og íslenskra yfirvalda,“ segir Silvia. Lögreglumál Barnavernd Bandaríkin Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Sjá meira
Líkt og Vísir greindi frá í morgun er fjallað um málið á vefsíðu U.S. Marshal Service í gær, en það er löggæslustofnun sem heyrir undir bandaríska dómsmálaráðuneytið. Fjölskyldumeðlimir höfðu tilkynnt um hvarf barnanna, sem eru átta og níu ára, frá Canton í Ohio þann 25. október í fyrra. Vísbendingar voru um að móðir barnanna hafi hætt að taka geðlyf sem hún var á, og hafi yfirgefið íbúð sína og tekið börnin úr skóla. Slóð þeirra var síðan rakin til Denver í Colorado og þaðan til Lundúna á Englandi og síðan til eyjarinnar Jersey á Ermasundi. Þá lá leiðin til Íslands en börnin voru í umsjá móðurinnar þegar þau fundust á Suðurnesjum þann 10. janúar að sögn Silviu Llorens Izaguirre, aðstoðaryfirlögregluþjóns og deildarstjóra alþjóðadeildar ríkislögreglustjóra. „Alþjóðadeild veitti US Marshal aðstoð í málinu í að finna börnin sem talin voru í hættu. Íslenska lögreglan hafði umsjón með aðgerðum innanlands þar sem hún hefur lögsögu en bandaríks yfirvöld lögðu til upplýsingar og unnu í samstarfi við íslenska aðila í gegnum Interpol sem er alþjóðlegur samstarfsvettvangur lögregluyfirvalda,“ segir Silvia. Ekki leið langur tími frá því beiðni um aðstoð barst að utan og þar til börnin komu í leitirnar. „Yfirleitt taka svona mál ekki langan tíma, tveir sólarhringar tekur yfirleitt að vinna svona mál. Stundum bara örfáa klukkutíma, þannig þetta gekk fljótt fyrir sig þegar við vorum búin að staðsetja einstaklingana,“ segir Silvia. Ekki frekari eftirmál á Íslandi Engir fulltrúar bandarískra yfirvalda hafi komið til Íslands í tengslum við aðgerðina, en börnin voru í umsjá íslenskra barnaverndaryfirvalda þangað til þau voru sótt af fjölskyldumeðlimum að utan. „Þrátt fyrir að enginn formlegur tvíhliða samningur sé til staðar hefur verið mjög löng hefð fyrir góðu samstarfi íslenskra og bandarískra lögregluyfirvalda og sú aðstoð náttúrlega byggir á trausti og alþjóðlegri ábyrgð og skuldbindingum sem ríkja til að vinna saman gegn svona málum,“ segir Silvia. Aðspurð segir Silvia að ekki sé vitað til þess að fjölskyldan eða börnin hafi tengsl við Ísland. Fram kemur í tilkynningu US Marshal service að móðirin hafi verið lögð inn á sjúkrastofnun þar sem hún muni dvelja þar til hún hefur heilsu til að ferðast aftur til Bandaríkjanna. Aðspurð segir Silvia að málið hafi ekki frekari eftirmál hér á landi. „Þessu máli er lokið af okkar hálfu og íslenskra yfirvalda,“ segir Silvia.
Lögreglumál Barnavernd Bandaríkin Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent