Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 16. janúar 2025 15:43 Alvöru reynsluboltar vilja aftur í Eurovision fyrir hönd Noregs. Sléttum fjörutíu árum eftir að þau komu, sáu og sigruðu Eurovision söngvakeppnina með La de swinge! stefnir hljómsveitin á endurkomu í keppnina. Sveitin ætlar að taka þátt í norsku undankeppninni Melodi Grand Prix en athygli vekur að þar er einnig að finna hljómsveitina Wig Wam sem keppti fyrir hönd Noregs í keppninni árið 2005 og sló í gegn hér á landi. Þetta kemur fram í umfjöllun norska miðilsins VG. Þar kemur fram að tvíeykið, hin 66 ára gamla Elisabeth Andreassen og hinn 68 ára gamla Hanne Krogh hafi aldrei verið sprækari og verði meðal fimm keppenda í norsku undankeppninni. Upphaflega áttu þeir að vera sjö áður en tveir drógu sig til baka. Bobbysocks mæta í undankeppnina með lagið Joyful. Þær segja í samtali við norska miðilinn að það hafi aldrei verið betri tími en nú til að taka aftur þátt í keppninni, enda rosaleg tímamót í ár. Þær stöllur sigruðu keppnina árið 1985. Slógu í gegn í Vetrargarðinum Síðan þá hafa þær farið mikinn í norska tónlistarheiminum í sitthvoru lagi. Þær sáu ekki fram á að taka einhvern tímann aftur þátt í keppninni, þar til þær áttuðu sig á því að í ár væri afmælisár og slétt fjörutíu ár síðan þær sigruðu keppnina. Listi yfir keppendur var birtur í dag í norskum miðlum. Þar vekur mesta athygli fyrir utan stórtíðindin af Bobbysocks að glamrokkararnir í Wig Wam mæta aftur til leiks í keppnina. Sveitin fagnar tuttugu ára afmæli í ár en hún tók þátt með lagið In my dreams árið 2005. Lagið naut mikilla vinsælda hér á landi og slógu rokkararnir í gegn í Vetrargarðinum í Smáralind sumarið eftir þegar þeir sóttu klakann heim. Noregur Eurovision Tónlist Eurovision 2025 Mest lesið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? Menning Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið Saga jarðaði alla við borðið Lífið „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Fleiri fréttir Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Sjá meira
Þetta kemur fram í umfjöllun norska miðilsins VG. Þar kemur fram að tvíeykið, hin 66 ára gamla Elisabeth Andreassen og hinn 68 ára gamla Hanne Krogh hafi aldrei verið sprækari og verði meðal fimm keppenda í norsku undankeppninni. Upphaflega áttu þeir að vera sjö áður en tveir drógu sig til baka. Bobbysocks mæta í undankeppnina með lagið Joyful. Þær segja í samtali við norska miðilinn að það hafi aldrei verið betri tími en nú til að taka aftur þátt í keppninni, enda rosaleg tímamót í ár. Þær stöllur sigruðu keppnina árið 1985. Slógu í gegn í Vetrargarðinum Síðan þá hafa þær farið mikinn í norska tónlistarheiminum í sitthvoru lagi. Þær sáu ekki fram á að taka einhvern tímann aftur þátt í keppninni, þar til þær áttuðu sig á því að í ár væri afmælisár og slétt fjörutíu ár síðan þær sigruðu keppnina. Listi yfir keppendur var birtur í dag í norskum miðlum. Þar vekur mesta athygli fyrir utan stórtíðindin af Bobbysocks að glamrokkararnir í Wig Wam mæta aftur til leiks í keppnina. Sveitin fagnar tuttugu ára afmæli í ár en hún tók þátt með lagið In my dreams árið 2005. Lagið naut mikilla vinsælda hér á landi og slógu rokkararnir í gegn í Vetrargarðinum í Smáralind sumarið eftir þegar þeir sóttu klakann heim.
Noregur Eurovision Tónlist Eurovision 2025 Mest lesið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? Menning Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið Saga jarðaði alla við borðið Lífið „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Fleiri fréttir Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Sjá meira