Sagði engum frá nema fjölskyldunni Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 16. janúar 2025 14:37 Alexandra og Gylfi á góðri stundu á EM árið 2016. Vísir/Getty Alexandra Helga Ívarsdóttir athafnakona og eiginkona Gylfa Þórs Sigurðssonar knattspyrnumanns segist hafa fundið á sér að það væri eitthvað sem hún þyrfti að athuga þegar þau hjónin hugðu á barneignir. Alexandra segir skrítið að vera tilbúin í barneignir en upplifa það svo mánuð eftir mánuð að ekkert gerist. Þetta er meðal þess sem fram kemur í hlaðvarpsþættinum Undirmannaðar. Þar ræðir Alexandra á einlægan hátt ófrjósemisbaráttu þeirra hjóna sem eiga tvö börn í dag en þau voru 25 ára þegar þau ákváðu að leita aðstoðar lækna þegar Alexöndru grunaði að ekki væri allt með felldu. „Það var eitthvað gut feeling hjá mér að það væri eitthvað sem þyrfti að athuga. Þarna vorum við mjög ung, rúmlega 25 ára,“ segir Alexandra í þættinum. Þarna hafi komið í ljós að þau þyrftu hjálp. Við tók ferli sem hafi staðið í mörg ár án þess að skila árangri, sem hafi verið ótrúlega erfitt. Sagði engum frá „Sérstaklega ef maður talar ekki um það, því á þeim tíma var ég ekki alveg tilbúin að ræða það. Ég veit ekki hvað olli því, ég held að þetta sé ótrúlega persónubundið hvort að fólk treystir sér yfir höfuð að tala um þetta strax, eða eftir á. Ég dáist að konum sem sýna frá ferlinu og deila þessu, því þetta er þungt persónulega og maður getur verið mjög langt niðri í svona ferli. Bæði ertu með einhverja von sem er alltaf verið að kremja þegar þetta gengur ekki upp og maður er alltaf kominn lengra í hausnum. Svo allt þetta hormónarúss sem fylgir þessu, öll lyfin og allt þetta dót.“ Alexandra segist engum hafa sagt frá hvað hún væri að ganga í gegnum, nema fjölskyldu og sínum nánustu. Undir lokin hafi hún þó verið farin að vilja segja fleirum frá þessu, enda hafi þetta verið orðinn svo stór hluti af hennar lífi. „Og ef bestu vinkonur mínar og fólk sem er náið mér veit þetta ekki, þá þekkir það mig ekki. Þetta var minn veruleiki í svo langan tíma og mér leið oft ótrúlega illa og það var farið að vera erfitt að vera í þessu „leikriti.“ Alexadra segir gríðarlegan létti hafa fylgt því að geta talað um þetta. Þau Gylfi hafi auk þess verið búin að vera svo lengi saman og verið á þeim aldri að fólk hafi komið með allskonar athugasemdir. „Sem ristu svo djúpt þegar þú ert í þessu ferli. Fólk meinar ekkert með því og ég geri mér grein fyrir því að það ætlar enginn að vera leiðinlegur, en fólk áttar sig oft ekki á því.“ Heilsa Frjósemi Börn og uppeldi Ástin og lífið Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Fleiri fréttir Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í hlaðvarpsþættinum Undirmannaðar. Þar ræðir Alexandra á einlægan hátt ófrjósemisbaráttu þeirra hjóna sem eiga tvö börn í dag en þau voru 25 ára þegar þau ákváðu að leita aðstoðar lækna þegar Alexöndru grunaði að ekki væri allt með felldu. „Það var eitthvað gut feeling hjá mér að það væri eitthvað sem þyrfti að athuga. Þarna vorum við mjög ung, rúmlega 25 ára,“ segir Alexandra í þættinum. Þarna hafi komið í ljós að þau þyrftu hjálp. Við tók ferli sem hafi staðið í mörg ár án þess að skila árangri, sem hafi verið ótrúlega erfitt. Sagði engum frá „Sérstaklega ef maður talar ekki um það, því á þeim tíma var ég ekki alveg tilbúin að ræða það. Ég veit ekki hvað olli því, ég held að þetta sé ótrúlega persónubundið hvort að fólk treystir sér yfir höfuð að tala um þetta strax, eða eftir á. Ég dáist að konum sem sýna frá ferlinu og deila þessu, því þetta er þungt persónulega og maður getur verið mjög langt niðri í svona ferli. Bæði ertu með einhverja von sem er alltaf verið að kremja þegar þetta gengur ekki upp og maður er alltaf kominn lengra í hausnum. Svo allt þetta hormónarúss sem fylgir þessu, öll lyfin og allt þetta dót.“ Alexandra segist engum hafa sagt frá hvað hún væri að ganga í gegnum, nema fjölskyldu og sínum nánustu. Undir lokin hafi hún þó verið farin að vilja segja fleirum frá þessu, enda hafi þetta verið orðinn svo stór hluti af hennar lífi. „Og ef bestu vinkonur mínar og fólk sem er náið mér veit þetta ekki, þá þekkir það mig ekki. Þetta var minn veruleiki í svo langan tíma og mér leið oft ótrúlega illa og það var farið að vera erfitt að vera í þessu „leikriti.“ Alexadra segir gríðarlegan létti hafa fylgt því að geta talað um þetta. Þau Gylfi hafi auk þess verið búin að vera svo lengi saman og verið á þeim aldri að fólk hafi komið með allskonar athugasemdir. „Sem ristu svo djúpt þegar þú ert í þessu ferli. Fólk meinar ekkert með því og ég geri mér grein fyrir því að það ætlar enginn að vera leiðinlegur, en fólk áttar sig oft ekki á því.“
Heilsa Frjósemi Börn og uppeldi Ástin og lífið Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Fleiri fréttir Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Sjá meira