Sagði engum frá nema fjölskyldunni Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 16. janúar 2025 14:37 Alexandra og Gylfi á góðri stundu á EM árið 2016. Vísir/Getty Alexandra Helga Ívarsdóttir athafnakona og eiginkona Gylfa Þórs Sigurðssonar knattspyrnumanns segist hafa fundið á sér að það væri eitthvað sem hún þyrfti að athuga þegar þau hjónin hugðu á barneignir. Alexandra segir skrítið að vera tilbúin í barneignir en upplifa það svo mánuð eftir mánuð að ekkert gerist. Þetta er meðal þess sem fram kemur í hlaðvarpsþættinum Undirmannaðar. Þar ræðir Alexandra á einlægan hátt ófrjósemisbaráttu þeirra hjóna sem eiga tvö börn í dag en þau voru 25 ára þegar þau ákváðu að leita aðstoðar lækna þegar Alexöndru grunaði að ekki væri allt með felldu. „Það var eitthvað gut feeling hjá mér að það væri eitthvað sem þyrfti að athuga. Þarna vorum við mjög ung, rúmlega 25 ára,“ segir Alexandra í þættinum. Þarna hafi komið í ljós að þau þyrftu hjálp. Við tók ferli sem hafi staðið í mörg ár án þess að skila árangri, sem hafi verið ótrúlega erfitt. Sagði engum frá „Sérstaklega ef maður talar ekki um það, því á þeim tíma var ég ekki alveg tilbúin að ræða það. Ég veit ekki hvað olli því, ég held að þetta sé ótrúlega persónubundið hvort að fólk treystir sér yfir höfuð að tala um þetta strax, eða eftir á. Ég dáist að konum sem sýna frá ferlinu og deila þessu, því þetta er þungt persónulega og maður getur verið mjög langt niðri í svona ferli. Bæði ertu með einhverja von sem er alltaf verið að kremja þegar þetta gengur ekki upp og maður er alltaf kominn lengra í hausnum. Svo allt þetta hormónarúss sem fylgir þessu, öll lyfin og allt þetta dót.“ Alexandra segist engum hafa sagt frá hvað hún væri að ganga í gegnum, nema fjölskyldu og sínum nánustu. Undir lokin hafi hún þó verið farin að vilja segja fleirum frá þessu, enda hafi þetta verið orðinn svo stór hluti af hennar lífi. „Og ef bestu vinkonur mínar og fólk sem er náið mér veit þetta ekki, þá þekkir það mig ekki. Þetta var minn veruleiki í svo langan tíma og mér leið oft ótrúlega illa og það var farið að vera erfitt að vera í þessu „leikriti.“ Alexadra segir gríðarlegan létti hafa fylgt því að geta talað um þetta. Þau Gylfi hafi auk þess verið búin að vera svo lengi saman og verið á þeim aldri að fólk hafi komið með allskonar athugasemdir. „Sem ristu svo djúpt þegar þú ert í þessu ferli. Fólk meinar ekkert með því og ég geri mér grein fyrir því að það ætlar enginn að vera leiðinlegur, en fólk áttar sig oft ekki á því.“ Heilsa Frjósemi Börn og uppeldi Ástin og lífið Mest lesið Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Rasistar í sumarbústað Gagnrýni Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Lífið Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Lífið Í öndunarvél eftir blóðeitrun Lífið Á móti vasapeningum og myndi aldrei láta barn fá debetkort Lífið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið Tíminn og vatnið frumsýnd á Sundance: „Viska afa í Teigó sigraði hjörtu þeirra“ Bíó og sjónvarp Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Lífið Fleiri fréttir Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og myndi aldrei láta barn fá debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í hlaðvarpsþættinum Undirmannaðar. Þar ræðir Alexandra á einlægan hátt ófrjósemisbaráttu þeirra hjóna sem eiga tvö börn í dag en þau voru 25 ára þegar þau ákváðu að leita aðstoðar lækna þegar Alexöndru grunaði að ekki væri allt með felldu. „Það var eitthvað gut feeling hjá mér að það væri eitthvað sem þyrfti að athuga. Þarna vorum við mjög ung, rúmlega 25 ára,“ segir Alexandra í þættinum. Þarna hafi komið í ljós að þau þyrftu hjálp. Við tók ferli sem hafi staðið í mörg ár án þess að skila árangri, sem hafi verið ótrúlega erfitt. Sagði engum frá „Sérstaklega ef maður talar ekki um það, því á þeim tíma var ég ekki alveg tilbúin að ræða það. Ég veit ekki hvað olli því, ég held að þetta sé ótrúlega persónubundið hvort að fólk treystir sér yfir höfuð að tala um þetta strax, eða eftir á. Ég dáist að konum sem sýna frá ferlinu og deila þessu, því þetta er þungt persónulega og maður getur verið mjög langt niðri í svona ferli. Bæði ertu með einhverja von sem er alltaf verið að kremja þegar þetta gengur ekki upp og maður er alltaf kominn lengra í hausnum. Svo allt þetta hormónarúss sem fylgir þessu, öll lyfin og allt þetta dót.“ Alexandra segist engum hafa sagt frá hvað hún væri að ganga í gegnum, nema fjölskyldu og sínum nánustu. Undir lokin hafi hún þó verið farin að vilja segja fleirum frá þessu, enda hafi þetta verið orðinn svo stór hluti af hennar lífi. „Og ef bestu vinkonur mínar og fólk sem er náið mér veit þetta ekki, þá þekkir það mig ekki. Þetta var minn veruleiki í svo langan tíma og mér leið oft ótrúlega illa og það var farið að vera erfitt að vera í þessu „leikriti.“ Alexadra segir gríðarlegan létti hafa fylgt því að geta talað um þetta. Þau Gylfi hafi auk þess verið búin að vera svo lengi saman og verið á þeim aldri að fólk hafi komið með allskonar athugasemdir. „Sem ristu svo djúpt þegar þú ert í þessu ferli. Fólk meinar ekkert með því og ég geri mér grein fyrir því að það ætlar enginn að vera leiðinlegur, en fólk áttar sig oft ekki á því.“
Heilsa Frjósemi Börn og uppeldi Ástin og lífið Mest lesið Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Rasistar í sumarbústað Gagnrýni Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Lífið Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Lífið Í öndunarvél eftir blóðeitrun Lífið Á móti vasapeningum og myndi aldrei láta barn fá debetkort Lífið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið Tíminn og vatnið frumsýnd á Sundance: „Viska afa í Teigó sigraði hjörtu þeirra“ Bíó og sjónvarp Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Lífið Fleiri fréttir Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og myndi aldrei láta barn fá debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Lífið
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Lífið