Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 13. janúar 2025 23:01 Georg Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar segir mikilvægt að hafa öflugt eftirlit með innviðum líkt og sæstrengjum. Vísir/Sigurjón Stór hluti af útköllum þyrlusveitar Landhelgisgæslunnar á síðasta ári var vegna sjúkraflutninga. Forstjóri Landhelgisgæslunnar segir fjölgun erlendra ferðamanna hafa sitt að segja. Þyrlusveitin var kölluð út þrjú hundruð þrjátíu og fjórum sinnum í fyrra. Georg Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar segir fjölgun sjúkraflutninga hafa þar mest um að segja en útköll vegna þeirra voru hundrað áttatíu og þrjú. „Við erum svona helst að láta okkur detta í hug að það sé fjölgun ferðamanna sem að skýri hluta af þessu og einfaldlega aukin krafa fólks um þjónustu, meiri læknisþjónustu og öruggari flutninga og hraðari komu á heilsugæslu eða bráðasjúkrahús.“ Georg segir kostnað Landhelgisgæslunnar vegna erlendra ferðamanna nokkurn. „Í flestum tilfellum þá stöndum við straum af þeim kostnaði. Ef að þetta eru ferðamenn utan EES svæðisins þá er reynt að innheimta hjá þeim eða þeirra tryggingarfélögum. Það gengur svona misjafnlega. Við höfum nú lengi horft til þess að við gætum fengið eitthvað af gjöldum sem eru tekin af ferðamönnum sem koma til landsins. Það hefur nú ekki orðið enn en við teljum að það sé mál sem að þyrfti að skoða rækilega. “ Í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar er fylgst með flug- og skipaumferð í kringum landið.Vísir/Sigurjón Landhelgisgæslan hefur yfir að ráða einni flugvél og þremur þyrlum. Flugvélin hefur verið töluvert í leigu til að afla Landhelgisgæslunni tekna og hefur henni lítið sem ekkert verið flogið í kringum Íslands síðastliðið ár. Georg vonast til að á þessu ári verði staðan önnur. „Það sem að við teljum helst þörf á að bæta í er eftirlit með lögsögunni og þá að geta nýtt flugvélina okkar ágætu til þess að fljúga um siglingaleiðir og hafa eftirlit með innviðum sem að eru neðansjávar, sæstrengjum, það er afar brýnt og mikilvægt að bæta þar í.“ Landhelgisgæslan Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Innlent Fleiri fréttir Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Sjá meira
Þyrlusveitin var kölluð út þrjú hundruð þrjátíu og fjórum sinnum í fyrra. Georg Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar segir fjölgun sjúkraflutninga hafa þar mest um að segja en útköll vegna þeirra voru hundrað áttatíu og þrjú. „Við erum svona helst að láta okkur detta í hug að það sé fjölgun ferðamanna sem að skýri hluta af þessu og einfaldlega aukin krafa fólks um þjónustu, meiri læknisþjónustu og öruggari flutninga og hraðari komu á heilsugæslu eða bráðasjúkrahús.“ Georg segir kostnað Landhelgisgæslunnar vegna erlendra ferðamanna nokkurn. „Í flestum tilfellum þá stöndum við straum af þeim kostnaði. Ef að þetta eru ferðamenn utan EES svæðisins þá er reynt að innheimta hjá þeim eða þeirra tryggingarfélögum. Það gengur svona misjafnlega. Við höfum nú lengi horft til þess að við gætum fengið eitthvað af gjöldum sem eru tekin af ferðamönnum sem koma til landsins. Það hefur nú ekki orðið enn en við teljum að það sé mál sem að þyrfti að skoða rækilega. “ Í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar er fylgst með flug- og skipaumferð í kringum landið.Vísir/Sigurjón Landhelgisgæslan hefur yfir að ráða einni flugvél og þremur þyrlum. Flugvélin hefur verið töluvert í leigu til að afla Landhelgisgæslunni tekna og hefur henni lítið sem ekkert verið flogið í kringum Íslands síðastliðið ár. Georg vonast til að á þessu ári verði staðan önnur. „Það sem að við teljum helst þörf á að bæta í er eftirlit með lögsögunni og þá að geta nýtt flugvélina okkar ágætu til þess að fljúga um siglingaleiðir og hafa eftirlit með innviðum sem að eru neðansjávar, sæstrengjum, það er afar brýnt og mikilvægt að bæta þar í.“
Landhelgisgæslan Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Innlent Fleiri fréttir Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Sjá meira