Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Rafn Ágúst Ragnarsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 11. janúar 2025 20:02 Sigurður G. Guðjónsson er lögmaður Samtaka fyrirtækja í veitingarekstri. Vísir/Einar Lögregla var kölluð til vegna mótmælafundar Eflingar í Kringlunni í dag. Mótmælin beindust að einum veitingastað. Lögmaður samtaka fyrirtækja í veitingarekstri segir mótmælin ólögmæt. Möguleg bótaskylda Eflingar sé til skoðunar. Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði, segir að telji Efling sig fara með umboð starfsfólks sem er ekki á samningi Eflingar verði að láta á það reyna fyrir dómstólum. „En það verður ekki leyst úr deilum með því að standa hrópandi fyrir utan veitingastaði og reyna að fæla fólk frá viðskiptum,“ segir hann. Lögregla kölluð til Forsvarsmenn Eflingar stóðu að mótmælunum við inngang Finnsson Bistro í dag og var það vegna tengsla staðarins við félagið Virðingu sem Efling segir gervistéttarfélag. Lögregla var kölluð til og lauk mótmælafundinum skömmu síðar. SVEIT, Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, sem hafa staðið í deilum við Eflingu vegna Virðingar, sendu frá sér tilkynningu vegna mótmælanna eftir að þau voru yfirstaðin. Þar segir að kalla hafi þurft til lögreglu þar sem fulltrúar Eflingar hafi truflað ró gesta og starfsemi staðarins. Framkoma Eflingar er í senn hörmuð og fordæmd í tilkynningunni. Sigurður segir friðarskyldu á meðan kjarasamningar eru í gildi og því þurfi Efling að bera ágreininginn undir dómstóla eins og aðrir. Aðspurður segir hann ástæðuna fyrir því að Efling hafi ekki farið þá leið vera einfalda. „Vegna þess að formaður Eflingar er afskaplega baráttuglaður einstaklingur sem hefur gaman af að ferðast með gjallarhorn í gulu vesti og hrópa.“ Bótaskylda skoðuð Sigurður segir mögulega bótaskyldu Eflingar vera til skoðunar. „Veitingamenn komu ekkert að stofnun Virðingar og eiga enga aðild að því. Þessi málflutningur formanns Eflingar og annarra starfsmanna Eflingar sem hafa tjáð sig um SVEIT og Virðingu í fjölmiðlum, sagt einstaklinga vera að ljúga og svíkja, það er málflutningur sem er ekki svara verður,“ segir hann. „Við ræddum það auðvitað að þegar okkur fóru að berast spurnir af því að Efling ætlaði að standa fyrir truflun á starfsemi lögmætra félaga að þá þyrfti auðvitað að skoða það hvort einstaka veitingamenn eða þeir staðir sem yrðu fyrir truflunum ættu rétt á bótum úr hendi þessa fólks,“ segir Sigurður. Hann segir engar aðgerðir standa til að svo stöddu en að ef hægt verði að sýna fram á tjón eða fá viðurkenningu fyrir bótaskyldu verði það skoðað. Kjaramál Kringlan Veitingastaðir Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Fleiri fréttir Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Sjá meira
Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði, segir að telji Efling sig fara með umboð starfsfólks sem er ekki á samningi Eflingar verði að láta á það reyna fyrir dómstólum. „En það verður ekki leyst úr deilum með því að standa hrópandi fyrir utan veitingastaði og reyna að fæla fólk frá viðskiptum,“ segir hann. Lögregla kölluð til Forsvarsmenn Eflingar stóðu að mótmælunum við inngang Finnsson Bistro í dag og var það vegna tengsla staðarins við félagið Virðingu sem Efling segir gervistéttarfélag. Lögregla var kölluð til og lauk mótmælafundinum skömmu síðar. SVEIT, Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, sem hafa staðið í deilum við Eflingu vegna Virðingar, sendu frá sér tilkynningu vegna mótmælanna eftir að þau voru yfirstaðin. Þar segir að kalla hafi þurft til lögreglu þar sem fulltrúar Eflingar hafi truflað ró gesta og starfsemi staðarins. Framkoma Eflingar er í senn hörmuð og fordæmd í tilkynningunni. Sigurður segir friðarskyldu á meðan kjarasamningar eru í gildi og því þurfi Efling að bera ágreininginn undir dómstóla eins og aðrir. Aðspurður segir hann ástæðuna fyrir því að Efling hafi ekki farið þá leið vera einfalda. „Vegna þess að formaður Eflingar er afskaplega baráttuglaður einstaklingur sem hefur gaman af að ferðast með gjallarhorn í gulu vesti og hrópa.“ Bótaskylda skoðuð Sigurður segir mögulega bótaskyldu Eflingar vera til skoðunar. „Veitingamenn komu ekkert að stofnun Virðingar og eiga enga aðild að því. Þessi málflutningur formanns Eflingar og annarra starfsmanna Eflingar sem hafa tjáð sig um SVEIT og Virðingu í fjölmiðlum, sagt einstaklinga vera að ljúga og svíkja, það er málflutningur sem er ekki svara verður,“ segir hann. „Við ræddum það auðvitað að þegar okkur fóru að berast spurnir af því að Efling ætlaði að standa fyrir truflun á starfsemi lögmætra félaga að þá þyrfti auðvitað að skoða það hvort einstaka veitingamenn eða þeir staðir sem yrðu fyrir truflunum ættu rétt á bótum úr hendi þessa fólks,“ segir Sigurður. Hann segir engar aðgerðir standa til að svo stöddu en að ef hægt verði að sýna fram á tjón eða fá viðurkenningu fyrir bótaskyldu verði það skoðað.
Kjaramál Kringlan Veitingastaðir Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Fleiri fréttir Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Sjá meira