Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Atli Ísleifsson skrifar 10. janúar 2025 07:37 Sigurður Ingi Jóhannsson hefur gegnt formennsku í Framsóknarflokknum frá árinu 2016. Vísir/Vilhelm Kjördæmissamband Framsóknarmanna í Reykjavíkurkjördæmunum hefur samþykkt að óska eftir miðstjórnarfundi hjá flokknum í þeim tilgangi að flýta megi flokksþingi. Greint er frá þessu í Morgunblaðinu í morgun en kjördæmisráðið kom saman til fundar í gærkvöldi. Ráðið telur nauðsynlegt að boða til flokksþings til að bregðast við lökum árangri flokksins í alþingiskosningunum sem fram fóru í lok nóvember. Framsóknarflokkurinn tryggði sér þar atkvæði 7,8 prósent kjósenda og náði fimm mönnum inn á þing. Missti flokkurinn þar með átta þingmenn, en eftir kosningar 2021 var flokkurinn með þrettán þingmenn eftir að hafa fengið rúmlega 17 prósent atkvæða. Minnstu mátti muna að formaðurinn Sigurður Ingi Jóhannsson dytti af þingi í síðustu kosningunum, en varaformaðurinn Lilja Dögg Alfreðsdóttir var í hópi þeirra sem missti þingsæti. Flokkurinn náði ekki inn neinum manni á þing á höfuðborgarsvæðinu. Lilja sagði fyrr í vikunni að kurr væri í flokknum eftir kosningarnar og að margir flokksmenn væru á því að rétt væri að flýta flokksþingi, en hlutverk þess er meðal annars að velja forystu flokksins. Á fundi kjördæmissambandsins í gær var samþykkt tillaga um að beina þeim tilmælum til framkvæmdastjórnar að landsstjórn yrði kölluð saman til að hægt yrði að boða til miðstjórnarfundar sem gæti svo boðað til flokksþings. Í bréfi til framkvæmdastjórnar flokksins segir að úrslit kosninganna krefjist greiningar og aðgerða. Nauðsynlegt sé að ræða á heildstæðan hátt hvað leiddi til niðurstöðu kosninganna hvað Framsóknarflokkinn varðar og hvernig hægt sé að bregðast við af krafti. Uppbyggingarstarf flokksins verði að byggjast á sameiginlegri sýn, virkri þátttöku og skýrum markmiðum. Sigurður Ingi Jóhannsson hefur setið á þingi frá árinu 2009 og gegnt formennsku í Framsóknarflokknum frá árinu 2016. Framsóknarflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Alþingi Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Greint er frá þessu í Morgunblaðinu í morgun en kjördæmisráðið kom saman til fundar í gærkvöldi. Ráðið telur nauðsynlegt að boða til flokksþings til að bregðast við lökum árangri flokksins í alþingiskosningunum sem fram fóru í lok nóvember. Framsóknarflokkurinn tryggði sér þar atkvæði 7,8 prósent kjósenda og náði fimm mönnum inn á þing. Missti flokkurinn þar með átta þingmenn, en eftir kosningar 2021 var flokkurinn með þrettán þingmenn eftir að hafa fengið rúmlega 17 prósent atkvæða. Minnstu mátti muna að formaðurinn Sigurður Ingi Jóhannsson dytti af þingi í síðustu kosningunum, en varaformaðurinn Lilja Dögg Alfreðsdóttir var í hópi þeirra sem missti þingsæti. Flokkurinn náði ekki inn neinum manni á þing á höfuðborgarsvæðinu. Lilja sagði fyrr í vikunni að kurr væri í flokknum eftir kosningarnar og að margir flokksmenn væru á því að rétt væri að flýta flokksþingi, en hlutverk þess er meðal annars að velja forystu flokksins. Á fundi kjördæmissambandsins í gær var samþykkt tillaga um að beina þeim tilmælum til framkvæmdastjórnar að landsstjórn yrði kölluð saman til að hægt yrði að boða til miðstjórnarfundar sem gæti svo boðað til flokksþings. Í bréfi til framkvæmdastjórnar flokksins segir að úrslit kosninganna krefjist greiningar og aðgerða. Nauðsynlegt sé að ræða á heildstæðan hátt hvað leiddi til niðurstöðu kosninganna hvað Framsóknarflokkinn varðar og hvernig hægt sé að bregðast við af krafti. Uppbyggingarstarf flokksins verði að byggjast á sameiginlegri sýn, virkri þátttöku og skýrum markmiðum. Sigurður Ingi Jóhannsson hefur setið á þingi frá árinu 2009 og gegnt formennsku í Framsóknarflokknum frá árinu 2016.
Framsóknarflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Alþingi Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira