Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Bjarki Sigurðsson skrifar 4. janúar 2025 18:57 Heiður Hjaltadóttir, móðir Hjalta Þórs Ísleifssonar. Vísir/RAX Fyrstu styrkirnir úr minningarsjóði Hjalta Þórs Ísleifssonar voru veittir í dag. Móðir Hjalta segir það hafa verið sér mikilvægt að andlát hans yrði einhverjum til gagns. Fallegt hafi verið að heyra vini og kollega minnast Hjalta við afhendinguna. Hjalti Þór var í doktorsnámi í Sviss þar sem hann fannst látinn á heimili sínu í desember 2023 eftir að hafa svipt sig lífi. Hann var 27 ára og kom andlát hans fjölskyldu og vinum algjörlega í opna skjöldu. „Bara strax einum tveimur dögum seinna, fékk ég þá flugu í höfuðið að þessi dauði yrði að vera einhverjum til gagns. Og mér fannst mjög mikilvægt að við myndum búa til sjóð og minnast hans. Nota pening úr sjóðnum til þess að styrkja efnilega stærðfræðinema til frekara náms,“ segir Heiður Hjaltadóttir, móðir Hjalta Þórs. Minningarsjóðurinn styrkti tvo stærðfræðinema til framhaldsnáms í dag. Stærðfræðin átti hug og hjarta Hjalta Þórs. „Það snerist allt um stærðfræði. Ef það var ekki hægt að reikna það, þá bara var það ekki. Þú fórst ekkert í rökræður við Hjalta. Þú sagðir ekkert af því bara þegar hann var lítill, það bara virkaði ekki. Þú þurftir alltaf að segja nákvæmlega af hverju, hvers vegna og svoleiðis,“ segir Heiður. Miklu klárari en hún gerði sér grein fyrir Hjalti Þór var vinamargur og snerti líf flestra sem hann kynntist. Hann vildi alltaf láta gott af sér leiða og bar hag annarra fyrir brjósti. Yfir hundrað manns mættu á athöfnina, fjölskylda, vinir hans úr skóla, fyrrverandi kennarar og samstarfsfélagar. „Bara hvað hann var ótrúlega klár, miklu miklu klárari en ég sem mamma hans gerði mér grein fyrir. Þetta var bara strákurinn minn og ég vissi alveg að hann væri klár. Eldklár í skóla og allt það en ég vissi ekki að hann væri alveg svona klár. Það er alltaf að koma betur og betur í ljós eftir því sem maður hittir fleiri sem þekktu hann,“ segir Heiður. Geðheilbrigði Háskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Hjalti Þór var í doktorsnámi í Sviss þar sem hann fannst látinn á heimili sínu í desember 2023 eftir að hafa svipt sig lífi. Hann var 27 ára og kom andlát hans fjölskyldu og vinum algjörlega í opna skjöldu. „Bara strax einum tveimur dögum seinna, fékk ég þá flugu í höfuðið að þessi dauði yrði að vera einhverjum til gagns. Og mér fannst mjög mikilvægt að við myndum búa til sjóð og minnast hans. Nota pening úr sjóðnum til þess að styrkja efnilega stærðfræðinema til frekara náms,“ segir Heiður Hjaltadóttir, móðir Hjalta Þórs. Minningarsjóðurinn styrkti tvo stærðfræðinema til framhaldsnáms í dag. Stærðfræðin átti hug og hjarta Hjalta Þórs. „Það snerist allt um stærðfræði. Ef það var ekki hægt að reikna það, þá bara var það ekki. Þú fórst ekkert í rökræður við Hjalta. Þú sagðir ekkert af því bara þegar hann var lítill, það bara virkaði ekki. Þú þurftir alltaf að segja nákvæmlega af hverju, hvers vegna og svoleiðis,“ segir Heiður. Miklu klárari en hún gerði sér grein fyrir Hjalti Þór var vinamargur og snerti líf flestra sem hann kynntist. Hann vildi alltaf láta gott af sér leiða og bar hag annarra fyrir brjósti. Yfir hundrað manns mættu á athöfnina, fjölskylda, vinir hans úr skóla, fyrrverandi kennarar og samstarfsfélagar. „Bara hvað hann var ótrúlega klár, miklu miklu klárari en ég sem mamma hans gerði mér grein fyrir. Þetta var bara strákurinn minn og ég vissi alveg að hann væri klár. Eldklár í skóla og allt það en ég vissi ekki að hann væri alveg svona klár. Það er alltaf að koma betur og betur í ljós eftir því sem maður hittir fleiri sem þekktu hann,“ segir Heiður.
Geðheilbrigði Háskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira