Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 31. desember 2024 17:07 Kryddsíld 2024 lauk á hróshring. Vísir/Hulda Margrét Eins og hefð er fyrir lauk Kryddsíld fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísi á hróshring meðal formanna flokkanna. Þar skiptust þau á fallegum orðum í garð hvors annars og kvöddu árið með hlýju í hjarta. Sjá má hróshringinn í klippunni hér að neðan. Sigurður ætli að búa til plan Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, hóf hinn árlega hróshring leiðtoganna í Kryddsíldinni og hlaut það verkefni frá þáttastjórnendum að hrósa Sigurði Inga Jóhannssyni, formanni Framsóknarflokksins. Kristrún tók fram að það væri nú ekki erfitt að hrósa þeim manni. „Ef mig langar að nefna eitthvað sérstakt þá er ég mjög ánægð með áherslur hjá honum og hans flokki á mikilvægi landsbyggðarinnar. Ég held að það sé eitthvað sem við munum horfa mikið til á þessu kjörtímabili að líta á landið sem eina heild.“ Þá tók hún fram að það væru tækifæri fólgin í því að vera formaður flokks í stjórnarandstöðu og ítrekaði að það væri alls ekki lítið að gera í því hlutverki. „Takk fyrir það Kristrún, ég þarf sem sagt að fara búa til plan,“ sagði Sigurður þá kíminn og hófst handan við að hrósa Ingu Sæland. „Í þessum þætti í fyrra var ég að skamma Ingu fyrir að vera orðljót. Hún greinilega mundi þetta því ég heyrði hana tala um þetta í morgun á Rás 2. Þá talaði hún með svo mjúkum tón allt viðtalið. Ég ætla að hrósa Ingu fyrir það að geta gert þetta og ráðið mitt er að borða meiri krít.“ Sigmundur sé eins og fönix Inga þakkaði hjartanlega fyrir hlý orð. „Ég skal lofa þér því að ég þarf ekki eins mikið að æpa því þú ert ekki lengur í stjórninni,“ sagði hún og tók fram að enginn vandi væri að hrósa Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins. „Það sem ég á ekki auka tekið orð yfir það er að það er alveg sama hvað á dynur hjá Sigmundi að hann kemur alltaf niður standandi. Sigmundur er eins og fönix, hann rís alltaf upp aftur.“ Sigmundur Davíð þakkaði fyrir sig og tók fram að gott væri að hann og Inga hafi náð sáttum í lok árs. „Við skulum sjá hvað árið ber í skauti sér“. Sigmundur hlaut það verkefni að hrósa Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formanni Viðreisnar, sem hann sagði vera einkar einfalt og auðvelt verkefni. „Ég vil nú bara fyrst og fremst hrósa henni fyrir þrautseigju. Fyrir að halda áfram sinni baráttu með þessum árangri að vera komin í ríkisstjórn þar sem mér sýnist Viðreisn hafa náð flestu sínu fram,“ sagði Sigmundur og bætti við að eftir öll þessi ár í pólitík sé það til fyrirmyndar að hafa haldið áfram í gegnum þétt og þunnt. „Takk elsku Sigmundur,“ sagði Þorgerður þá sem hvatti Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, að vera hann sjálfur. „Ekki breyta sjálfum þér“ Hún tók fram að Bjarni væri einstaklega hlýr og góður maður. Það væri afrek út af fyrir sig að hafa haldið Sjálfstæðisflokknum í ríkisstjórn. „Ekki breyta sjálfum þér fyrir stundarvinsældir. Þú hefur verið einn af okkar sterku, sterku stjórnmálamönnum á undanförnum árum.“ Bjarni þakkaði fyrir sig og hrósaði Kristrúnu Frostadóttur, formanni Samfylkingarinnar, sem tekur nú við fyrrverandi embætti Bjarna í forsætisráðuneytinu. „Það er komið líf í líkið sem að Samfylkingin var orðin. Það er mikið afrek,“ sagði hann og tók fram að hún væri með skýra sýn á hlutina sem skilaði árangri. Hann hvatti Kristrúnu jafnframt til að varast vinstri slysin og passa vel upp á tímann sinn í núverandi embætti. Tíminn sé dýrmætur og fljótur að hverfa þegar að fólk reynir að stela af þér tímanum. „Takk fyrir það Bjarni. Þetta voru frábær ráð,“ sagði Kristrún. „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi,“ sagði þá Bjarni einkar kíminn. Kryddsíldina í heild sinni má berja augum í spilaranum hér að neðan: Kryddsíld Áramót Tengdar fréttir „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Að verja meiri tíma með fjölskyldu, grennast, ganga Herðubreið og syngja í karlakór. Áramótaheit formanna þingflokkanna eru misjöfn en þeir greindu frá sínum markmiðum á komandi ári í Kryddsíld. 31. desember 2024 16:33 „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ „Það er líka annað sem við segjum sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir í sumar og marg stunguð hausnum í sandinn með það. Við ætlum að koma því á að erlendir glæpamenn sem fremja hér mikla glæpi þrátt fyrir að hafa fengið alþjóðlega vernd, eins og þessi ágæti maður sem hefur tekið upp nafn fyrrverandi forseta, að við munum umsvifalaust senda þau úr landi.“ 31. desember 2024 15:46 Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ræddi mögulega frestun landsfundar flokksins sem á að fara fram í febrúar en verður mögulega færður fram á haust í Kryddsíld Stöðvar 2 sem stendur nú yfir. Hann sagðist ekki kannast við meinta ólgu innan Sjálfstæðisflokksins vegna málsins sem hann vísaði til sem „blaðamanna blaðurs“ og lenti í orðaskaki við ríkisstjórnina. 31. desember 2024 15:02 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Fleiri fréttir Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Sjá meira
Sjá má hróshringinn í klippunni hér að neðan. Sigurður ætli að búa til plan Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, hóf hinn árlega hróshring leiðtoganna í Kryddsíldinni og hlaut það verkefni frá þáttastjórnendum að hrósa Sigurði Inga Jóhannssyni, formanni Framsóknarflokksins. Kristrún tók fram að það væri nú ekki erfitt að hrósa þeim manni. „Ef mig langar að nefna eitthvað sérstakt þá er ég mjög ánægð með áherslur hjá honum og hans flokki á mikilvægi landsbyggðarinnar. Ég held að það sé eitthvað sem við munum horfa mikið til á þessu kjörtímabili að líta á landið sem eina heild.“ Þá tók hún fram að það væru tækifæri fólgin í því að vera formaður flokks í stjórnarandstöðu og ítrekaði að það væri alls ekki lítið að gera í því hlutverki. „Takk fyrir það Kristrún, ég þarf sem sagt að fara búa til plan,“ sagði Sigurður þá kíminn og hófst handan við að hrósa Ingu Sæland. „Í þessum þætti í fyrra var ég að skamma Ingu fyrir að vera orðljót. Hún greinilega mundi þetta því ég heyrði hana tala um þetta í morgun á Rás 2. Þá talaði hún með svo mjúkum tón allt viðtalið. Ég ætla að hrósa Ingu fyrir það að geta gert þetta og ráðið mitt er að borða meiri krít.“ Sigmundur sé eins og fönix Inga þakkaði hjartanlega fyrir hlý orð. „Ég skal lofa þér því að ég þarf ekki eins mikið að æpa því þú ert ekki lengur í stjórninni,“ sagði hún og tók fram að enginn vandi væri að hrósa Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins. „Það sem ég á ekki auka tekið orð yfir það er að það er alveg sama hvað á dynur hjá Sigmundi að hann kemur alltaf niður standandi. Sigmundur er eins og fönix, hann rís alltaf upp aftur.“ Sigmundur Davíð þakkaði fyrir sig og tók fram að gott væri að hann og Inga hafi náð sáttum í lok árs. „Við skulum sjá hvað árið ber í skauti sér“. Sigmundur hlaut það verkefni að hrósa Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formanni Viðreisnar, sem hann sagði vera einkar einfalt og auðvelt verkefni. „Ég vil nú bara fyrst og fremst hrósa henni fyrir þrautseigju. Fyrir að halda áfram sinni baráttu með þessum árangri að vera komin í ríkisstjórn þar sem mér sýnist Viðreisn hafa náð flestu sínu fram,“ sagði Sigmundur og bætti við að eftir öll þessi ár í pólitík sé það til fyrirmyndar að hafa haldið áfram í gegnum þétt og þunnt. „Takk elsku Sigmundur,“ sagði Þorgerður þá sem hvatti Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, að vera hann sjálfur. „Ekki breyta sjálfum þér“ Hún tók fram að Bjarni væri einstaklega hlýr og góður maður. Það væri afrek út af fyrir sig að hafa haldið Sjálfstæðisflokknum í ríkisstjórn. „Ekki breyta sjálfum þér fyrir stundarvinsældir. Þú hefur verið einn af okkar sterku, sterku stjórnmálamönnum á undanförnum árum.“ Bjarni þakkaði fyrir sig og hrósaði Kristrúnu Frostadóttur, formanni Samfylkingarinnar, sem tekur nú við fyrrverandi embætti Bjarna í forsætisráðuneytinu. „Það er komið líf í líkið sem að Samfylkingin var orðin. Það er mikið afrek,“ sagði hann og tók fram að hún væri með skýra sýn á hlutina sem skilaði árangri. Hann hvatti Kristrúnu jafnframt til að varast vinstri slysin og passa vel upp á tímann sinn í núverandi embætti. Tíminn sé dýrmætur og fljótur að hverfa þegar að fólk reynir að stela af þér tímanum. „Takk fyrir það Bjarni. Þetta voru frábær ráð,“ sagði Kristrún. „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi,“ sagði þá Bjarni einkar kíminn. Kryddsíldina í heild sinni má berja augum í spilaranum hér að neðan:
Kryddsíld Áramót Tengdar fréttir „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Að verja meiri tíma með fjölskyldu, grennast, ganga Herðubreið og syngja í karlakór. Áramótaheit formanna þingflokkanna eru misjöfn en þeir greindu frá sínum markmiðum á komandi ári í Kryddsíld. 31. desember 2024 16:33 „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ „Það er líka annað sem við segjum sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir í sumar og marg stunguð hausnum í sandinn með það. Við ætlum að koma því á að erlendir glæpamenn sem fremja hér mikla glæpi þrátt fyrir að hafa fengið alþjóðlega vernd, eins og þessi ágæti maður sem hefur tekið upp nafn fyrrverandi forseta, að við munum umsvifalaust senda þau úr landi.“ 31. desember 2024 15:46 Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ræddi mögulega frestun landsfundar flokksins sem á að fara fram í febrúar en verður mögulega færður fram á haust í Kryddsíld Stöðvar 2 sem stendur nú yfir. Hann sagðist ekki kannast við meinta ólgu innan Sjálfstæðisflokksins vegna málsins sem hann vísaði til sem „blaðamanna blaðurs“ og lenti í orðaskaki við ríkisstjórnina. 31. desember 2024 15:02 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Fleiri fréttir Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Sjá meira
„Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Að verja meiri tíma með fjölskyldu, grennast, ganga Herðubreið og syngja í karlakór. Áramótaheit formanna þingflokkanna eru misjöfn en þeir greindu frá sínum markmiðum á komandi ári í Kryddsíld. 31. desember 2024 16:33
„Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ „Það er líka annað sem við segjum sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir í sumar og marg stunguð hausnum í sandinn með það. Við ætlum að koma því á að erlendir glæpamenn sem fremja hér mikla glæpi þrátt fyrir að hafa fengið alþjóðlega vernd, eins og þessi ágæti maður sem hefur tekið upp nafn fyrrverandi forseta, að við munum umsvifalaust senda þau úr landi.“ 31. desember 2024 15:46
Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ræddi mögulega frestun landsfundar flokksins sem á að fara fram í febrúar en verður mögulega færður fram á haust í Kryddsíld Stöðvar 2 sem stendur nú yfir. Hann sagðist ekki kannast við meinta ólgu innan Sjálfstæðisflokksins vegna málsins sem hann vísaði til sem „blaðamanna blaðurs“ og lenti í orðaskaki við ríkisstjórnina. 31. desember 2024 15:02