Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Tómas Arnar Þorláksson skrifar 31. desember 2024 15:02 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Hulda Margrét Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ræddi mögulega frestun landsfundar flokksins sem á að fara fram í febrúar en verður mögulega færður fram á haust í Kryddsíld Stöðvar 2 sem stendur nú yfir. Hann sagðist ekki kannast við meinta ólgu innan Sjálfstæðisflokksins vegna málsins sem hann vísaði til sem „blaðamanna blaðurs“ og lenti í orðaskaki við ríkisstjórnina. „Það eru margir sem spá því 2025 að það gæti verið slæmt veður í febrúar, það er aldrei fyrirséð hvernig þetta kemur út,“ sagði Bjarni. Ýmsir fyrrverandi ráðherrar Sjálfstæðisflokksins vilja að landsfundur fari fram í febrúar eins og upprunalega var lagt upp með. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson og Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmenn flokksins, hafa öll verið hvött til þess að bjóða sig fram í formannsembætti flokksins. Spurður hvort að hann vilji fresta fundinum eða ekki segir Bjarni: „Ég tók ákvörðun um það að boða til fundar í febrúar lok, byrjun mars á sínum tíma, sjáðu til ég er formaður í miðstjórn flokksins sem tók þessa ákvörðun á sínum tíma.“ Hann segir annað fólk í flokknum hafa komið með hugmyndir sem sjálfsagt sé að ræða. „Ég hef ekki boðað neinar breytingar, hafið þið heyrt mig segja það einhvers staðar? Það eru kenningar. Það er nákvæmlega það sem það er. Eitthvað svona blaðamanna blaður.“ Þú hlærð að þessu líka með veðrið? „Það eru menn eins og þú sem skrifa langar fréttir. Ég las frétt eftir þig á Vísi um að það væru mikil átök í flokknum og þetta kom mér mjög spánskt fyrir sjónir. Ég kannast ekki við neitt af þessu.“ Það er ein spurning sem ég veit að þú elskar Bjarni, verður þú áfram formaður Sjálfstæðisflokksins? „Þarna græddi ég rauðvínsflösku, ég var búinn að veðja á að þú myndir spyrja að þessu. Þakka þér fyrir það.“ Bjarni nýtti jafnframt tækifærið til að gagnrýna stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Þá greip Inga Sæland, formaður Flokk fólksins, inn í. „Hvað veist þú um það Bjarni Benediktsson? Sast þú við þetta samningaborð?“ Sagði Inga Sæland. Að auki áttu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, og Bjarni í orðaskaki um auðlindagjöld og kvótakerfið. Kryddsíldina í heild sinni má berja augum í spilaranum hér að neðan: Kryddsíld Áramót Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Fleiri fréttir Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Sjá meira
„Það eru margir sem spá því 2025 að það gæti verið slæmt veður í febrúar, það er aldrei fyrirséð hvernig þetta kemur út,“ sagði Bjarni. Ýmsir fyrrverandi ráðherrar Sjálfstæðisflokksins vilja að landsfundur fari fram í febrúar eins og upprunalega var lagt upp með. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson og Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmenn flokksins, hafa öll verið hvött til þess að bjóða sig fram í formannsembætti flokksins. Spurður hvort að hann vilji fresta fundinum eða ekki segir Bjarni: „Ég tók ákvörðun um það að boða til fundar í febrúar lok, byrjun mars á sínum tíma, sjáðu til ég er formaður í miðstjórn flokksins sem tók þessa ákvörðun á sínum tíma.“ Hann segir annað fólk í flokknum hafa komið með hugmyndir sem sjálfsagt sé að ræða. „Ég hef ekki boðað neinar breytingar, hafið þið heyrt mig segja það einhvers staðar? Það eru kenningar. Það er nákvæmlega það sem það er. Eitthvað svona blaðamanna blaður.“ Þú hlærð að þessu líka með veðrið? „Það eru menn eins og þú sem skrifa langar fréttir. Ég las frétt eftir þig á Vísi um að það væru mikil átök í flokknum og þetta kom mér mjög spánskt fyrir sjónir. Ég kannast ekki við neitt af þessu.“ Það er ein spurning sem ég veit að þú elskar Bjarni, verður þú áfram formaður Sjálfstæðisflokksins? „Þarna græddi ég rauðvínsflösku, ég var búinn að veðja á að þú myndir spyrja að þessu. Þakka þér fyrir það.“ Bjarni nýtti jafnframt tækifærið til að gagnrýna stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Þá greip Inga Sæland, formaður Flokk fólksins, inn í. „Hvað veist þú um það Bjarni Benediktsson? Sast þú við þetta samningaborð?“ Sagði Inga Sæland. Að auki áttu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, og Bjarni í orðaskaki um auðlindagjöld og kvótakerfið. Kryddsíldina í heild sinni má berja augum í spilaranum hér að neðan:
Kryddsíld Áramót Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Fleiri fréttir Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Sjá meira