Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Tómas Arnar Þorláksson skrifar 31. desember 2024 15:02 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Hulda Margrét Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ræddi mögulega frestun landsfundar flokksins sem á að fara fram í febrúar en verður mögulega færður fram á haust í Kryddsíld Stöðvar 2 sem stendur nú yfir. Hann sagðist ekki kannast við meinta ólgu innan Sjálfstæðisflokksins vegna málsins sem hann vísaði til sem „blaðamanna blaðurs“ og lenti í orðaskaki við ríkisstjórnina. „Það eru margir sem spá því 2025 að það gæti verið slæmt veður í febrúar, það er aldrei fyrirséð hvernig þetta kemur út,“ sagði Bjarni. Ýmsir fyrrverandi ráðherrar Sjálfstæðisflokksins vilja að landsfundur fari fram í febrúar eins og upprunalega var lagt upp með. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson og Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmenn flokksins, hafa öll verið hvött til þess að bjóða sig fram í formannsembætti flokksins. Spurður hvort að hann vilji fresta fundinum eða ekki segir Bjarni: „Ég tók ákvörðun um það að boða til fundar í febrúar lok, byrjun mars á sínum tíma, sjáðu til ég er formaður í miðstjórn flokksins sem tók þessa ákvörðun á sínum tíma.“ Hann segir annað fólk í flokknum hafa komið með hugmyndir sem sjálfsagt sé að ræða. „Ég hef ekki boðað neinar breytingar, hafið þið heyrt mig segja það einhvers staðar? Það eru kenningar. Það er nákvæmlega það sem það er. Eitthvað svona blaðamanna blaður.“ Þú hlærð að þessu líka með veðrið? „Það eru menn eins og þú sem skrifa langar fréttir. Ég las frétt eftir þig á Vísi um að það væru mikil átök í flokknum og þetta kom mér mjög spánskt fyrir sjónir. Ég kannast ekki við neitt af þessu.“ Það er ein spurning sem ég veit að þú elskar Bjarni, verður þú áfram formaður Sjálfstæðisflokksins? „Þarna græddi ég rauðvínsflösku, ég var búinn að veðja á að þú myndir spyrja að þessu. Þakka þér fyrir það.“ Bjarni nýtti jafnframt tækifærið til að gagnrýna stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Þá greip Inga Sæland, formaður Flokk fólksins, inn í. „Hvað veist þú um það Bjarni Benediktsson? Sast þú við þetta samningaborð?“ Sagði Inga Sæland. Að auki áttu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, og Bjarni í orðaskaki um auðlindagjöld og kvótakerfið. Kryddsíldina í heild sinni má berja augum í spilaranum hér að neðan: Kryddsíld Áramót Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Fleiri fréttir Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Sjá meira
„Það eru margir sem spá því 2025 að það gæti verið slæmt veður í febrúar, það er aldrei fyrirséð hvernig þetta kemur út,“ sagði Bjarni. Ýmsir fyrrverandi ráðherrar Sjálfstæðisflokksins vilja að landsfundur fari fram í febrúar eins og upprunalega var lagt upp með. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson og Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmenn flokksins, hafa öll verið hvött til þess að bjóða sig fram í formannsembætti flokksins. Spurður hvort að hann vilji fresta fundinum eða ekki segir Bjarni: „Ég tók ákvörðun um það að boða til fundar í febrúar lok, byrjun mars á sínum tíma, sjáðu til ég er formaður í miðstjórn flokksins sem tók þessa ákvörðun á sínum tíma.“ Hann segir annað fólk í flokknum hafa komið með hugmyndir sem sjálfsagt sé að ræða. „Ég hef ekki boðað neinar breytingar, hafið þið heyrt mig segja það einhvers staðar? Það eru kenningar. Það er nákvæmlega það sem það er. Eitthvað svona blaðamanna blaður.“ Þú hlærð að þessu líka með veðrið? „Það eru menn eins og þú sem skrifa langar fréttir. Ég las frétt eftir þig á Vísi um að það væru mikil átök í flokknum og þetta kom mér mjög spánskt fyrir sjónir. Ég kannast ekki við neitt af þessu.“ Það er ein spurning sem ég veit að þú elskar Bjarni, verður þú áfram formaður Sjálfstæðisflokksins? „Þarna græddi ég rauðvínsflösku, ég var búinn að veðja á að þú myndir spyrja að þessu. Þakka þér fyrir það.“ Bjarni nýtti jafnframt tækifærið til að gagnrýna stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Þá greip Inga Sæland, formaður Flokk fólksins, inn í. „Hvað veist þú um það Bjarni Benediktsson? Sast þú við þetta samningaborð?“ Sagði Inga Sæland. Að auki áttu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, og Bjarni í orðaskaki um auðlindagjöld og kvótakerfið. Kryddsíldina í heild sinni má berja augum í spilaranum hér að neðan:
Kryddsíld Áramót Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Fleiri fréttir Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Sjá meira