Pitt og Jolie loksins skilin Magnús Jochum Pálsson skrifar 31. desember 2024 07:53 Angelina Jolie og Brad Pitt árið 2015, þegar allt lék í lyndi. Þau hættu saman árið 2016. Getty/Jason LaVeris Leikararnir Angelina Jolie og Brad Pitt hafa loksins náð saman um skilnaðarsamning og þar með bundið á einhverjar lengstu skilnaðardeilur í sögu Hollywood. Jolie sótti um skilnað fyrir átta árum. People greinir frá því að Jolie og Pitt hafi skrifað undir yfirlýsingu hjá hæstarétti Los Angeles á mánudag þess efnis að þau hefðu skrifað undir samning um skilnað sinn. „Fyrir meira en átta árum sótti Angelina um skilnað frá herra Pitt,“ sagði James Simon, lögfræðingur Jolie, í yfirlýsingu. „Hún og börnin yfirgáfu allar eignir sem þau höfðu deilt með herra Pitt og síðan þá hefur hún einbeitt sér að því að finna frið og fróun fyrir fjölskylduna. Þetta er bara einn hluti af löngu yfirstandandi ferli sem hófst fyrir átta árum. Satt að segja er Angelina uppgefin en hún er fegni að þessi hluti sé búinn.“ Öskraði á börnin í einkaþotu Jolie sótti um skilnað frá Pitt þann 19. september 2016 eftir tveggja ára hjónaband og tólf ára samband þeirra hjóna. Nokkrum dögum eftir skilnaðinn var Brad Pitt sakaður um að hafa misþyrmt börnunum sínum í einkaþotu með því að hafa öskrað ítrekað á þau og beitt þau líkamlegu ofbeldi. Talað var um að það hefði verið örsök skilnaðarins. Hann var ekki ákærðu af yfirvöldum og neitaði Jolie að lögsækja hann. Sjá einnig: Brad Pitt sakaður um að misþyrma börnunum Fjórum mánuðum síðar birtu hjónin sameiginlega yfirlýsingu þar sem sögðust ætla að leysa úr málinu fyrir luktum dyrum og að upplýsingar um skilnaðinn yrðu trúnaðarmál. Síðan þá hefur mátt líkja málinu við kalt stríð þar sem upplýsingar og ásakanir á báða bóga hafa lekið. Síðustu ár hafa þau aðallega deilt um forræði yfir börnunum og eignarétti á franska sveitasetrinu og víngerðinni Château Miraval sem er metin á rúma 22,6 milljarða króna. Pitt kærði Jolie í febrúar 2022 fyrir að hafa selt sinn hlut í setrinu. Hún kærði hann til baka og sagði hann vera í hefnigjörnu stríði við sig. Skilnaðurinn er farinn í gegn en deilum þeirra vegna Château Miraval er ólokið. Skilnaður Angelinu Jolie og Brad Pitt Hollywood Bandaríkin Tímamót Tengdar fréttir Jolie tjáir sig í fyrsta sinn um skilnaðinn: Glímir við lömun í andliti Leikkona Angelina Jolie hefur nú tjáð sig um skilnaðinn við Brad Pitt í fyrsta skipti og gerir hún það í forsíðuviðtali við Vanity Fair. 27. júlí 2017 12:30 Mest lesið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið „Þetta er þér að kenna“ Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Fleiri fréttir Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Sjá meira
People greinir frá því að Jolie og Pitt hafi skrifað undir yfirlýsingu hjá hæstarétti Los Angeles á mánudag þess efnis að þau hefðu skrifað undir samning um skilnað sinn. „Fyrir meira en átta árum sótti Angelina um skilnað frá herra Pitt,“ sagði James Simon, lögfræðingur Jolie, í yfirlýsingu. „Hún og börnin yfirgáfu allar eignir sem þau höfðu deilt með herra Pitt og síðan þá hefur hún einbeitt sér að því að finna frið og fróun fyrir fjölskylduna. Þetta er bara einn hluti af löngu yfirstandandi ferli sem hófst fyrir átta árum. Satt að segja er Angelina uppgefin en hún er fegni að þessi hluti sé búinn.“ Öskraði á börnin í einkaþotu Jolie sótti um skilnað frá Pitt þann 19. september 2016 eftir tveggja ára hjónaband og tólf ára samband þeirra hjóna. Nokkrum dögum eftir skilnaðinn var Brad Pitt sakaður um að hafa misþyrmt börnunum sínum í einkaþotu með því að hafa öskrað ítrekað á þau og beitt þau líkamlegu ofbeldi. Talað var um að það hefði verið örsök skilnaðarins. Hann var ekki ákærðu af yfirvöldum og neitaði Jolie að lögsækja hann. Sjá einnig: Brad Pitt sakaður um að misþyrma börnunum Fjórum mánuðum síðar birtu hjónin sameiginlega yfirlýsingu þar sem sögðust ætla að leysa úr málinu fyrir luktum dyrum og að upplýsingar um skilnaðinn yrðu trúnaðarmál. Síðan þá hefur mátt líkja málinu við kalt stríð þar sem upplýsingar og ásakanir á báða bóga hafa lekið. Síðustu ár hafa þau aðallega deilt um forræði yfir börnunum og eignarétti á franska sveitasetrinu og víngerðinni Château Miraval sem er metin á rúma 22,6 milljarða króna. Pitt kærði Jolie í febrúar 2022 fyrir að hafa selt sinn hlut í setrinu. Hún kærði hann til baka og sagði hann vera í hefnigjörnu stríði við sig. Skilnaðurinn er farinn í gegn en deilum þeirra vegna Château Miraval er ólokið.
Skilnaður Angelinu Jolie og Brad Pitt Hollywood Bandaríkin Tímamót Tengdar fréttir Jolie tjáir sig í fyrsta sinn um skilnaðinn: Glímir við lömun í andliti Leikkona Angelina Jolie hefur nú tjáð sig um skilnaðinn við Brad Pitt í fyrsta skipti og gerir hún það í forsíðuviðtali við Vanity Fair. 27. júlí 2017 12:30 Mest lesið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið „Þetta er þér að kenna“ Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Fleiri fréttir Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Sjá meira
Jolie tjáir sig í fyrsta sinn um skilnaðinn: Glímir við lömun í andliti Leikkona Angelina Jolie hefur nú tjáð sig um skilnaðinn við Brad Pitt í fyrsta skipti og gerir hún það í forsíðuviðtali við Vanity Fair. 27. júlí 2017 12:30