Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Magnús Jochum Pálsson skrifar 29. desember 2024 15:10 Dóra var í 74 ára gömlum kjól frá ömmu sinni en Bára í sérsaumaðri dragt frá Sif Benedicta. Brúðarvendirnir voru frá Blómstru en hringarnir Aurum. Íris Dögg Dóra Júlía Agnarsdóttir, plötusnúður og blaðamaður, giftist Báru Guðmundsdóttur, meistaranema í klínískri sálfræði, við hátíðlega athöfn í Dómkirkjunni í gær. Bára og Dóra gerðu sig til á Parliament-hóteli og gátu þannig fylgst með gestunum ganga inn í Dómkirkjuna. Starfsfólk Parliament stjanaði við stelpurnar fyrir og eftir brúðkaupið. Þær gátu síðan fylgst með gestunum streyma að.Íris Dögg Dóra var í 74 ára gömlum kjól sem amma hennar hafði gift sig í 1950 og Bára í sérsaumaðri dragt frá Sif Benedicta. Stelpurnar voru sannarlega stórglæsilegar. Litlu systur Báru voru hringaberar en brúðkaupshringarnir voru frá Aurum og brúðkaupsskartið frá Lovísu. Hjónin létu áletra „Þín Bára“ og „Þín Dóra“ inn í hringana. Hjónin létu mynda sig í ljósagöngunum á Austurvelli eftir giftinguna áður en haldið var í Gamla bíó að fagna ástinni.Íris Dögg Stelpurnar voru stórglæsilegar í brúðarmyndatökunni.Íris Dögg Guðrún Karls Helgadóttir, biskup Íslands, gifti hjónin áður en hún hefur verið ötull stuðningsmaður hinsegin samfélagsins sem skiptir hjónin miklu máli. View this post on Instagram A post shared by Dóra Júlía | J’adora (@dorajulia) GDRN og Magnús Jóhann og Stebbi Hilmars sungu undurfagurt í kirkjunni og svo tók Kristján Pálsson, afi Báru, lagið „Ég fann þig“ ásamt félögum sínum úr Karlakór Kópavogs. Samkvæmt heimildarmönnum fréttastofu var ekki þurrt auga í kirkjunni eftir flutninginn. Brúðkaupsgestir tóku vel á móti nýgiftum hjónunum með stjörnuljósaskara. Stjörnuljósadýrðin var ótrúlega flott að sjá. Eftir giftinguna var haldið í veislu í Gamla bíó og á Petersen-svítunni. Emmsjé Gauti, Sigga Beinteins og Margrét Rán úr Vök skemmtu þar gestum á meðan DJ Gugga þeytti skífum. Meðal gesta voru lögfræðingurinn Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, dansarinn Stella Rósenkranz, áhrifavaldurinn Birgitta Líf, Tara Sif Birgisdóttir dansari og fasteignasali, Lífsblaðamennirnir Svava Marín og Oddur Ævar og margir fleiri. Emmsjé Gauti skemmti gestum í Gamla bíó. Hjónin vönguðu undir fögrum söng Gauta Þeys, stigu nokkur spor og kysstust. Villi Vill lét sig auðvitað ekki vanta. Tímamót Ástin og lífið Brúðkaup Mest lesið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Tónlist „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Lífið Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Tónlist Fleiri fréttir Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Sjá meira
Bára og Dóra gerðu sig til á Parliament-hóteli og gátu þannig fylgst með gestunum ganga inn í Dómkirkjuna. Starfsfólk Parliament stjanaði við stelpurnar fyrir og eftir brúðkaupið. Þær gátu síðan fylgst með gestunum streyma að.Íris Dögg Dóra var í 74 ára gömlum kjól sem amma hennar hafði gift sig í 1950 og Bára í sérsaumaðri dragt frá Sif Benedicta. Stelpurnar voru sannarlega stórglæsilegar. Litlu systur Báru voru hringaberar en brúðkaupshringarnir voru frá Aurum og brúðkaupsskartið frá Lovísu. Hjónin létu áletra „Þín Bára“ og „Þín Dóra“ inn í hringana. Hjónin létu mynda sig í ljósagöngunum á Austurvelli eftir giftinguna áður en haldið var í Gamla bíó að fagna ástinni.Íris Dögg Stelpurnar voru stórglæsilegar í brúðarmyndatökunni.Íris Dögg Guðrún Karls Helgadóttir, biskup Íslands, gifti hjónin áður en hún hefur verið ötull stuðningsmaður hinsegin samfélagsins sem skiptir hjónin miklu máli. View this post on Instagram A post shared by Dóra Júlía | J’adora (@dorajulia) GDRN og Magnús Jóhann og Stebbi Hilmars sungu undurfagurt í kirkjunni og svo tók Kristján Pálsson, afi Báru, lagið „Ég fann þig“ ásamt félögum sínum úr Karlakór Kópavogs. Samkvæmt heimildarmönnum fréttastofu var ekki þurrt auga í kirkjunni eftir flutninginn. Brúðkaupsgestir tóku vel á móti nýgiftum hjónunum með stjörnuljósaskara. Stjörnuljósadýrðin var ótrúlega flott að sjá. Eftir giftinguna var haldið í veislu í Gamla bíó og á Petersen-svítunni. Emmsjé Gauti, Sigga Beinteins og Margrét Rán úr Vök skemmtu þar gestum á meðan DJ Gugga þeytti skífum. Meðal gesta voru lögfræðingurinn Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, dansarinn Stella Rósenkranz, áhrifavaldurinn Birgitta Líf, Tara Sif Birgisdóttir dansari og fasteignasali, Lífsblaðamennirnir Svava Marín og Oddur Ævar og margir fleiri. Emmsjé Gauti skemmti gestum í Gamla bíó. Hjónin vönguðu undir fögrum söng Gauta Þeys, stigu nokkur spor og kysstust. Villi Vill lét sig auðvitað ekki vanta.
Tímamót Ástin og lífið Brúðkaup Mest lesið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Tónlist „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Lífið Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Tónlist Fleiri fréttir Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Sjá meira