Einar baðst fyrirgefningar Tómas Arnar Þorláksson skrifar 20. desember 2024 18:43 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, og Einar Þorsteinsson, borgarstjóri Reykjavíkur. Egill/einar Einar Þorsteinsson, borgarstjóri Reykjavíkurborgar, bað Boga Nils Bogason, forstjóra Icelandair, fyrirgefningar vegna orða sem hann lét falla í hlaðvarpsþættinum Chess after Dark fyrr á þessu ári. Þetta segir Bogi Nils í nýjasta þætti hlaðvarpsins sem kom út í gær. Viðskiptablaðið greindi fyrst frá. Forsaga málsins er sú að Einar Þorsteinsson mætti í hlaðvarpið Chess after Dark þann 19. október og ræddi þar við umsjónarmenn þáttarins, Birki Karl og Leif Þorsteinsson, um ýmis málefni. „Enda er þetta náttúrulega bara kolrangt hjá honum“ Í þættinum sagði Einar það galið að markaðsaðilar telji meiri áhættu felast í því að lána borginni en Icelandair. Hélt hann því fram að Icelandair fari í greiðsluþrot á tíu ára fresti og kvartaði undan því að flugfélagið fái betri kjör á skuldabréfamarkaði en borgin. Í nýjasta þætti hlaðvarpsins var Bogi spurður um þessi ummæli Einars sem hann sagði með öllu ósönn. „Ég held að hann sjái nú eftir þessum orðum sínum. Hann bað mig allavega afsökunar í símtali. Enda er þetta náttúrulega bara kolrangt hjá honum. Icelandair hefur ekki defaultað (orðið greiðsluþrota) og hefur alltaf borgað alla sína reikninga í 87 ára sögu félagsins, sem er nú meira en mörg flugfélög geta sagt,“ segir Bogi í þættinum. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni hér fyrir neðan en umræðan um ummæli Einars hefst þegar ein klukkustund og um þrettán mínútur eru búnar af þættinum. Forstjóri Play hélt því sama fram Þá nefndi einn þáttastjórnandinn að Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, hefði einnig mætt í hlaðvarpið á svipuðum tíma og Einar Þorsteinsson og haldið því sama fram, að Icelandair fari í greiðsluþrot á tíu ára fresti. Einar Örn hafi sagt Icelandair vera með ósanngjarnt samkeppnisforskot gagnvart Play. Bogi sagði eina samkeppnisforskot Icelandair byggjast á sterkum innviðum, leiðakerfi og mannauði sem félagið hafi byggt upp sjálft. Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play.Vísir/Vilhelm „Ég veit bara ekki hvað er verið að tala um þegar verið er að tala um að Icelandair hafi fengið ríkisstyrki og þess háttar, ég er náttúrulega ekkert rosalega mikið að mér í þessari löngu og miklu flugsögu á Íslandi. Ég fór yfir það áðan, varðandi Covid, að Icelandair tók ekki við beinum fjármunum í formi sértækra aðgerða. Icelandair fékk ábyrgðarlánalínu frá stjórnvöldum en eins og ég fór yfir áðan, öll flugfélögin í kringum okkur eða flest fengu beina fjármuni. Það sem var gert hér á Íslandi var með öðrum hætti,“ sagði Bogi við þessu. Icelandair Play Borgarstjórn Fréttir af flugi Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Þetta segir Bogi Nils í nýjasta þætti hlaðvarpsins sem kom út í gær. Viðskiptablaðið greindi fyrst frá. Forsaga málsins er sú að Einar Þorsteinsson mætti í hlaðvarpið Chess after Dark þann 19. október og ræddi þar við umsjónarmenn þáttarins, Birki Karl og Leif Þorsteinsson, um ýmis málefni. „Enda er þetta náttúrulega bara kolrangt hjá honum“ Í þættinum sagði Einar það galið að markaðsaðilar telji meiri áhættu felast í því að lána borginni en Icelandair. Hélt hann því fram að Icelandair fari í greiðsluþrot á tíu ára fresti og kvartaði undan því að flugfélagið fái betri kjör á skuldabréfamarkaði en borgin. Í nýjasta þætti hlaðvarpsins var Bogi spurður um þessi ummæli Einars sem hann sagði með öllu ósönn. „Ég held að hann sjái nú eftir þessum orðum sínum. Hann bað mig allavega afsökunar í símtali. Enda er þetta náttúrulega bara kolrangt hjá honum. Icelandair hefur ekki defaultað (orðið greiðsluþrota) og hefur alltaf borgað alla sína reikninga í 87 ára sögu félagsins, sem er nú meira en mörg flugfélög geta sagt,“ segir Bogi í þættinum. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni hér fyrir neðan en umræðan um ummæli Einars hefst þegar ein klukkustund og um þrettán mínútur eru búnar af þættinum. Forstjóri Play hélt því sama fram Þá nefndi einn þáttastjórnandinn að Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, hefði einnig mætt í hlaðvarpið á svipuðum tíma og Einar Þorsteinsson og haldið því sama fram, að Icelandair fari í greiðsluþrot á tíu ára fresti. Einar Örn hafi sagt Icelandair vera með ósanngjarnt samkeppnisforskot gagnvart Play. Bogi sagði eina samkeppnisforskot Icelandair byggjast á sterkum innviðum, leiðakerfi og mannauði sem félagið hafi byggt upp sjálft. Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play.Vísir/Vilhelm „Ég veit bara ekki hvað er verið að tala um þegar verið er að tala um að Icelandair hafi fengið ríkisstyrki og þess háttar, ég er náttúrulega ekkert rosalega mikið að mér í þessari löngu og miklu flugsögu á Íslandi. Ég fór yfir það áðan, varðandi Covid, að Icelandair tók ekki við beinum fjármunum í formi sértækra aðgerða. Icelandair fékk ábyrgðarlánalínu frá stjórnvöldum en eins og ég fór yfir áðan, öll flugfélögin í kringum okkur eða flest fengu beina fjármuni. Það sem var gert hér á Íslandi var með öðrum hætti,“ sagði Bogi við þessu.
Icelandair Play Borgarstjórn Fréttir af flugi Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira