„Þetta heitir á góðri íslensku spilling“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 18. desember 2024 11:51 Katrín Oddsdóttir, lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, sakar Bjarna Benediktsson um fráleita stjórnsýslu. Vísir/Arnar Útgáfa hvalveiðileyfis sem endurnýjast sífellt og sjálfkrafa er fráleit stjórnsýsla hjá ráðherra í starfsstjórn segir lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. Málið sé ekkert annað en spilling og hún bindur vonir við að ný ríkisstjórn grípi í taumana. Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að fimm ára hvalveiðileyfið sem Bjarni Benediktsson, matvælaráðherra, gaf út í byrjun desember sé með ákvæði um árlega og sjálfkrafa endurnýjun. Ákvæði sem þetta hefur ekki verið í fyrri leyfum og samkvæmt svörum frá matvælaráðuneytinu felur það í sér að fimm ára leyfi endurnýjast á hverju ári. Katrín Oddsdóttir, lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands lýsir útgáfu leyfisins sem fráleitri stjórnsýslu. „Og það alvarlegasta af öllu er sú staðreynd að Bjarni Benediktsson hafi leyft sér að halda því fram að þetta væri hefðbundin stjórnsýsla, því það er hún aldeilis ekki. Við höfum aldrei áður séð að það sé gefið út ótímabundið leyfi til hvalveiða, eins og þetta leyfi raunverulega er, af því það framlengist sjálfkrafa án þess að það séu nokkur skilyrði um það hvernig sú framlenging á að eiga sér stað,“ segir Katrín. „Við erum með starfstjórn og það er óskrifuð stjórnskipunarvenja í landinu sem segir að það eigi bara að taka nauðsynlegar ákvarðanir í starfsstjórn. Núna er desember og hvalveiðivertíðin hefst í fyrsta lagi í júní sem þýðir að það er enginn sérstakur asi til þess að klára þetta mál. Þvert á móti er starfandi starfshópur sem á að meta það hvort og hvernig þessar veiðar samrýmast alþjóðlegum skuldbindingum Íslands og það hefði að sjálfsögðu verið málefnaleg og eðlileg stjórnsýsla að ýta eftir að fá niðurstöðu þar í staðinn fyrir að gefa út ótímabundið leyfi. Þetta heitir á góðri íslensku spilling,“ segir Katrín. Hún telur það hljóta að fara svo að málið komi til kasta Alþingis og vísar í álitamál sem uppi séu um skörun laga um hvalveiðar við lög um dýravelferð. Í áliti fagráðs um velferð dýra frá því í fyrra en segir að mörg þeirra ófrávíkjanlegu skilyrða sem uppfylla þurfi við skotveiðar á villtum spendýrum, sé ekki hægt að viðhafa við veiðar á stórhvelum. „Alþingi verður núna að grípa í taumana og afnema þessa heimild til hvalveiða og ég held sem betur fer að það hafi komið upp úr kössunum í þessum kosningum meirihluti fyrir slíkri aðgerð. Nú hafa þau frábæra ástæðu í ljósi þessarar gríðarlega ómálefnalegu stjórnsýslu sem Bjarni Benediktsson ákvað að framkvæma hérna rétt fyrir nokkrum dögum,“ segir Katrín. Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjávarútvegur Stjórnsýsla Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Fleiri fréttir Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Sjá meira
Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að fimm ára hvalveiðileyfið sem Bjarni Benediktsson, matvælaráðherra, gaf út í byrjun desember sé með ákvæði um árlega og sjálfkrafa endurnýjun. Ákvæði sem þetta hefur ekki verið í fyrri leyfum og samkvæmt svörum frá matvælaráðuneytinu felur það í sér að fimm ára leyfi endurnýjast á hverju ári. Katrín Oddsdóttir, lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands lýsir útgáfu leyfisins sem fráleitri stjórnsýslu. „Og það alvarlegasta af öllu er sú staðreynd að Bjarni Benediktsson hafi leyft sér að halda því fram að þetta væri hefðbundin stjórnsýsla, því það er hún aldeilis ekki. Við höfum aldrei áður séð að það sé gefið út ótímabundið leyfi til hvalveiða, eins og þetta leyfi raunverulega er, af því það framlengist sjálfkrafa án þess að það séu nokkur skilyrði um það hvernig sú framlenging á að eiga sér stað,“ segir Katrín. „Við erum með starfstjórn og það er óskrifuð stjórnskipunarvenja í landinu sem segir að það eigi bara að taka nauðsynlegar ákvarðanir í starfsstjórn. Núna er desember og hvalveiðivertíðin hefst í fyrsta lagi í júní sem þýðir að það er enginn sérstakur asi til þess að klára þetta mál. Þvert á móti er starfandi starfshópur sem á að meta það hvort og hvernig þessar veiðar samrýmast alþjóðlegum skuldbindingum Íslands og það hefði að sjálfsögðu verið málefnaleg og eðlileg stjórnsýsla að ýta eftir að fá niðurstöðu þar í staðinn fyrir að gefa út ótímabundið leyfi. Þetta heitir á góðri íslensku spilling,“ segir Katrín. Hún telur það hljóta að fara svo að málið komi til kasta Alþingis og vísar í álitamál sem uppi séu um skörun laga um hvalveiðar við lög um dýravelferð. Í áliti fagráðs um velferð dýra frá því í fyrra en segir að mörg þeirra ófrávíkjanlegu skilyrða sem uppfylla þurfi við skotveiðar á villtum spendýrum, sé ekki hægt að viðhafa við veiðar á stórhvelum. „Alþingi verður núna að grípa í taumana og afnema þessa heimild til hvalveiða og ég held sem betur fer að það hafi komið upp úr kössunum í þessum kosningum meirihluti fyrir slíkri aðgerð. Nú hafa þau frábæra ástæðu í ljósi þessarar gríðarlega ómálefnalegu stjórnsýslu sem Bjarni Benediktsson ákvað að framkvæma hérna rétt fyrir nokkrum dögum,“ segir Katrín.
Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjávarútvegur Stjórnsýsla Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Fleiri fréttir Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Sjá meira